ÍR einu tapi frá sumarfríi 28. mars 2005 00:01 Það var lítið í boði fyrir augað í Keflavík á laugardaginn þegar heimamenn tóku á móti ÍR í þriðja leik undanúrslitanna í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Fyrir leikinn hafði hvort lið um sig unnið einn leik en ekki var að sjá á leikmönnum liðanna, þá sérstaklega ÍR, að hér var um mikilvægan leik að ræða. Ekki nutu þeir mikils stuðnings heldur, það var fátæklegur hópur sem fylgdi ÍR-ingum til Keflavíkur. Sigur Keflvíkinga var aldrei í hættu í síðari hálfleik og ÍR komst aldrei nær heimamönnum en 6 stig. Þegar uppi var staðið var 18 stiga sigur staðreynd, 97-79, og Keflavík komið í lykilstöðu í einvíginu með 2-1 forystu. Nick Bradford var besti maður vallarins, skoraði 28 stg, tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og varði 5 skot. Falur Harðarson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, vildi ekki meina að serían væri í höfn þrátt fyrir vænlega stöðu."Við eigum eftir að vinna þá á þriðjudaginn [í kvöld]," sagði Falur. "Við lentum í smá villuvandræðum í leiknum og því brugðum við á það ráð að hvíla útlendinganna. Þetta er liðsíþrótt og þegar lykilmenn eru settir út af þá verða aðrir að stíga upp og þeir gerðu það í dag. Þetta er vænleg staða en við erum búnir að spila tvo leiki vel í þessari seríu og einn afleitan. Þetta er mjög jákvætt, ég hef fulla trú á að við vinnum þessa seríu og við ætlum að spila á móti Snæfelli eins og í fyrra," sagði Falur. Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR, sagði stöðu sinna manna erfiða. "Það eru náttúrulega vandræði að vera 2-1 undir á móti Keflavík," sagði Eiríkur. "Við förum í næsta leik með 0-0 hugarfari, það er leikur sem við verðum að vinna. Við verðum að bæta vörnina og fráköstin og svo megum við ekki vera svona ragir í sókninni. Við verðum að rífa okkur upp og koma tilbúnir í leikinn á þriðjudaginn [í dag]," sagði Eiríkur. Leikmönnum hótað Fyrir leikinn á laugardaginn var mikið rætt um hótanir af hálfu stuðningsmanna Keflavíkur í garð leikmanna ÍR. "Það var hringt í þrjá leikmenn um nóttina fyrir leik númer tvö og svo nóttina eftir," sagði Eiríkur aðspurður um málið. "Þetta setur svartan blett á stuðningsmenn Keflavíkur og þetta eru eflaust einn til tveir svartir sauðir í hópnum. En þetta er fáránlegt og menn eiga ekki að komast upp með svona kjaftæði. Ég efa að við gerum nokkuð mál úr þessu en það er engu að síður full ástæða til að láta vita af þessu og þeir sem að baki stóðu fari að haga sér eins og menn." Í höfn í Stykkishólmi Fjölnir reið ekki feitum hesti frá einvíginu við Snæfell og tapaði öllum þremur leikjunum í seríunni. Liðið getur þó vel við unað að komast í undanúrslit á fyrsta ári sínu í efstu deild. "Þetta var dæmigerður þriðji leikur þar sem við þurftum að klára dæmið," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells. "Við áttum í basli með að ná okkur almennilega á strik og Fjölnismenn voru líka að spila mjög vel.Við náðum góðu áhlaupi í lokaleikhlutanum og náðum að halda því svona nokkurn veginn. Mér er alveg sama hvort við fáum Keflavík eða ÍR. Við verðum að vinna betra liðið úr þeirri viðureign til að ná titlinum og því skiptir okkur engu máli hvaða lið við fáum," sagði Bárður. Lokaúrslitin hefjast mánudaginn 4. apríl en Keflavík getur tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri á ÍR í Seljaskóla annað kvöld. Körfubolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Það var lítið í boði fyrir augað í Keflavík á laugardaginn þegar heimamenn tóku á móti ÍR í þriðja leik undanúrslitanna í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Fyrir leikinn hafði hvort lið um sig unnið einn leik en ekki var að sjá á leikmönnum liðanna, þá sérstaklega ÍR, að hér var um mikilvægan leik að ræða. Ekki nutu þeir mikils stuðnings heldur, það var fátæklegur hópur sem fylgdi ÍR-ingum til Keflavíkur. Sigur Keflvíkinga var aldrei í hættu í síðari hálfleik og ÍR komst aldrei nær heimamönnum en 6 stig. Þegar uppi var staðið var 18 stiga sigur staðreynd, 97-79, og Keflavík komið í lykilstöðu í einvíginu með 2-1 forystu. Nick Bradford var besti maður vallarins, skoraði 28 stg, tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og varði 5 skot. Falur Harðarson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, vildi ekki meina að serían væri í höfn þrátt fyrir vænlega stöðu."Við eigum eftir að vinna þá á þriðjudaginn [í kvöld]," sagði Falur. "Við lentum í smá villuvandræðum í leiknum og því brugðum við á það ráð að hvíla útlendinganna. Þetta er liðsíþrótt og þegar lykilmenn eru settir út af þá verða aðrir að stíga upp og þeir gerðu það í dag. Þetta er vænleg staða en við erum búnir að spila tvo leiki vel í þessari seríu og einn afleitan. Þetta er mjög jákvætt, ég hef fulla trú á að við vinnum þessa seríu og við ætlum að spila á móti Snæfelli eins og í fyrra," sagði Falur. Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR, sagði stöðu sinna manna erfiða. "Það eru náttúrulega vandræði að vera 2-1 undir á móti Keflavík," sagði Eiríkur. "Við förum í næsta leik með 0-0 hugarfari, það er leikur sem við verðum að vinna. Við verðum að bæta vörnina og fráköstin og svo megum við ekki vera svona ragir í sókninni. Við verðum að rífa okkur upp og koma tilbúnir í leikinn á þriðjudaginn [í dag]," sagði Eiríkur. Leikmönnum hótað Fyrir leikinn á laugardaginn var mikið rætt um hótanir af hálfu stuðningsmanna Keflavíkur í garð leikmanna ÍR. "Það var hringt í þrjá leikmenn um nóttina fyrir leik númer tvö og svo nóttina eftir," sagði Eiríkur aðspurður um málið. "Þetta setur svartan blett á stuðningsmenn Keflavíkur og þetta eru eflaust einn til tveir svartir sauðir í hópnum. En þetta er fáránlegt og menn eiga ekki að komast upp með svona kjaftæði. Ég efa að við gerum nokkuð mál úr þessu en það er engu að síður full ástæða til að láta vita af þessu og þeir sem að baki stóðu fari að haga sér eins og menn." Í höfn í Stykkishólmi Fjölnir reið ekki feitum hesti frá einvíginu við Snæfell og tapaði öllum þremur leikjunum í seríunni. Liðið getur þó vel við unað að komast í undanúrslit á fyrsta ári sínu í efstu deild. "Þetta var dæmigerður þriðji leikur þar sem við þurftum að klára dæmið," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells. "Við áttum í basli með að ná okkur almennilega á strik og Fjölnismenn voru líka að spila mjög vel.Við náðum góðu áhlaupi í lokaleikhlutanum og náðum að halda því svona nokkurn veginn. Mér er alveg sama hvort við fáum Keflavík eða ÍR. Við verðum að vinna betra liðið úr þeirri viðureign til að ná titlinum og því skiptir okkur engu máli hvaða lið við fáum," sagði Bárður. Lokaúrslitin hefjast mánudaginn 4. apríl en Keflavík getur tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri á ÍR í Seljaskóla annað kvöld.
Körfubolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti