Vilja vita ef Fischer fer úr landi 30. mars 2005 00:01 Bandaríkjamenn hafa farið fram á það að vera látnir vita ef Bobby Fischer fer úr landi. Þessu var komið á framfæri í gegnum alþjóðalögregluna Interpol, sem sendi ríkislögreglustjóra bréf. Auk þess var óskað eftir staðfestingu á veru Fischers hér á landi. Íslensk yfirvöld hafa ekki svarað beiðninni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru engar líkur á því að þau muni samþykkja að verða við henni því ekki er vaninn að fylgjast með ferðum íslenskra ríkisborgara. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær að beiðni Bandaríkjamanna væri ekki einungis formsatriði. "Þetta er meira en það, vegna þess að farið er fram á að upplýst verði ef Fischer ferðast úr landi. Þar með gætu Bandaríkjamenn óskað eftir því að hann yrði handtekinn í öðrum löndum. Hann ætti þá erfitt með að komast héðan," sagði Davíð. "Fischer verður ekki framseldur til Bandaríkjanna og Bandaríkjamönnum var gert grein fyrir því strax í upphafi. Þeir vita það vel," segir Davíð. Samkvæmt íslenskum lögum er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara til annarra landa. James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í gær að mál Fischers væri til meðferðar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og hann gæti ekki tjáð sig nánar um hvort ætlunin væri að krefjast framsals Fischers. Gadsden sagði aðspurður að vonbrigði Bandaríkjamanna yfir því að Íslendingar hefðu veitt Fischer ríkisborgararétt myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna tveggja. "Við lítum á Ísland sem náinn bandamann Bandaríkjanna og það hefur ekki breyst," sagði hann. Davíð sagðist ekki telja að málið myndi hafa áhrif á samskipti ríkjanna. "Við höfum alltaf gert grein fyrir því að þetta sé gert af mannúðarástæðum og við erum ekki að taka afstöðu með þeim margvíslegu yfirlýsingum sem Fischer hefur gefið í gegnum tíðina og okkur þykja á marga lund ósmekklegar og ósanngjarnar mjög." Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki getað tjáð sig um málefni Fischers. "Hvenær sem um er að ræða ákæru á hendur einstaklingi vegna lögbrots vonumst við alltaf til þess að hann verði framseldur. Hvort af því verður fer hins vegar eftir ýmsu, svo sem hvar hinn ákærði er niðurkominn," sagði hann. Dómsmálaráðuneytið hefur nú beiðni Bandaríkjamanna til athugunar en Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki tjá sig um efnisatriði bréfsins frá Interpol. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bandaríkjamenn hafa farið fram á það að vera látnir vita ef Bobby Fischer fer úr landi. Þessu var komið á framfæri í gegnum alþjóðalögregluna Interpol, sem sendi ríkislögreglustjóra bréf. Auk þess var óskað eftir staðfestingu á veru Fischers hér á landi. Íslensk yfirvöld hafa ekki svarað beiðninni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru engar líkur á því að þau muni samþykkja að verða við henni því ekki er vaninn að fylgjast með ferðum íslenskra ríkisborgara. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær að beiðni Bandaríkjamanna væri ekki einungis formsatriði. "Þetta er meira en það, vegna þess að farið er fram á að upplýst verði ef Fischer ferðast úr landi. Þar með gætu Bandaríkjamenn óskað eftir því að hann yrði handtekinn í öðrum löndum. Hann ætti þá erfitt með að komast héðan," sagði Davíð. "Fischer verður ekki framseldur til Bandaríkjanna og Bandaríkjamönnum var gert grein fyrir því strax í upphafi. Þeir vita það vel," segir Davíð. Samkvæmt íslenskum lögum er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara til annarra landa. James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í gær að mál Fischers væri til meðferðar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og hann gæti ekki tjáð sig nánar um hvort ætlunin væri að krefjast framsals Fischers. Gadsden sagði aðspurður að vonbrigði Bandaríkjamanna yfir því að Íslendingar hefðu veitt Fischer ríkisborgararétt myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna tveggja. "Við lítum á Ísland sem náinn bandamann Bandaríkjanna og það hefur ekki breyst," sagði hann. Davíð sagðist ekki telja að málið myndi hafa áhrif á samskipti ríkjanna. "Við höfum alltaf gert grein fyrir því að þetta sé gert af mannúðarástæðum og við erum ekki að taka afstöðu með þeim margvíslegu yfirlýsingum sem Fischer hefur gefið í gegnum tíðina og okkur þykja á marga lund ósmekklegar og ósanngjarnar mjög." Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki getað tjáð sig um málefni Fischers. "Hvenær sem um er að ræða ákæru á hendur einstaklingi vegna lögbrots vonumst við alltaf til þess að hann verði framseldur. Hvort af því verður fer hins vegar eftir ýmsu, svo sem hvar hinn ákærði er niðurkominn," sagði hann. Dómsmálaráðuneytið hefur nú beiðni Bandaríkjamanna til athugunar en Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki tjá sig um efnisatriði bréfsins frá Interpol.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira