Fischer ekki framseldur 30. mars 2005 00:01 Bobby Fischer verður ekki framseldur segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Sendiherra Bandaríkjanna segir enn litið á Fischer sem flóttamann frá bandarísku réttarkerfi. Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri segir að Interpol í Washington hafi sent embættinu erindi á Skírdag um að Bobby Fischer væri eftirlýstur fyrir að hafa rofið viðskiptabann. Jafnframt var beðið staðfestingar um veru Fischers hér á landi og hefur það þegar verið gert af hálfu embættisins en að öðru leyti var erindið sent til dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu, sem barst á tölvupósti, var látið í það skína að hugsanlega verði farið fram á að Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Fréttamenn sem biðu fregna af ríkisstjórnarfundi í morgun hittu á James Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, sem var á leið af fundi við starfsmann ráðuneytisins. Hann og Davíð Oddsson virðast sammála um vera ósammála um mál Fischers og að það komi ekki til með að spilla góðu vináttusambandi þjóðanna. Sendiherrann sagði litið svo á að Fischer sé á flótta undan bandarískri réttvísi og að aðgerðir íslenskra stjórnvalda valdi Bandaríkjamönnum heilabrotum. Sendiherrann sagði bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa ýmis mál Fischer til skoðunar en segist ekki hafa heimild til að gefa upp hvers kyns mál það eru. Hann sagði íslensku ríkisstjórnina lengi hafa verið kunnugt um vonbrigði með tilboðið um dvalarleyfið, og þá segi það sig eiginlega sjálft varðandi ríkisborgararéttinn. „Þessu hefur verið komið til skila eftir eðlilegum samskiptaleiðum ríkjanna,“ sagði Gadsden og bætti við að enn ríkti vinátta á milli þjóðanna. Davíð Oddsson segir álit bandarískra stjórnvalda á nýjum ríkisborgararétti Fischers engu breyta. Það sé ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara. Þá segir hann ummæli Fischers um gyðinga vera óásættanleg en fyrir íslensk stjórnvöld sé þetta eingöngu mannúðarmál. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Bobby Fischer verður ekki framseldur segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Sendiherra Bandaríkjanna segir enn litið á Fischer sem flóttamann frá bandarísku réttarkerfi. Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri segir að Interpol í Washington hafi sent embættinu erindi á Skírdag um að Bobby Fischer væri eftirlýstur fyrir að hafa rofið viðskiptabann. Jafnframt var beðið staðfestingar um veru Fischers hér á landi og hefur það þegar verið gert af hálfu embættisins en að öðru leyti var erindið sent til dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu, sem barst á tölvupósti, var látið í það skína að hugsanlega verði farið fram á að Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Fréttamenn sem biðu fregna af ríkisstjórnarfundi í morgun hittu á James Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, sem var á leið af fundi við starfsmann ráðuneytisins. Hann og Davíð Oddsson virðast sammála um vera ósammála um mál Fischers og að það komi ekki til með að spilla góðu vináttusambandi þjóðanna. Sendiherrann sagði litið svo á að Fischer sé á flótta undan bandarískri réttvísi og að aðgerðir íslenskra stjórnvalda valdi Bandaríkjamönnum heilabrotum. Sendiherrann sagði bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa ýmis mál Fischer til skoðunar en segist ekki hafa heimild til að gefa upp hvers kyns mál það eru. Hann sagði íslensku ríkisstjórnina lengi hafa verið kunnugt um vonbrigði með tilboðið um dvalarleyfið, og þá segi það sig eiginlega sjálft varðandi ríkisborgararéttinn. „Þessu hefur verið komið til skila eftir eðlilegum samskiptaleiðum ríkjanna,“ sagði Gadsden og bætti við að enn ríkti vinátta á milli þjóðanna. Davíð Oddsson segir álit bandarískra stjórnvalda á nýjum ríkisborgararétti Fischers engu breyta. Það sé ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara. Þá segir hann ummæli Fischers um gyðinga vera óásættanleg en fyrir íslensk stjórnvöld sé þetta eingöngu mannúðarmál.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira