Hafi gengið heldur hart fram 1. apríl 2005 00:01 Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segir fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa gengið heldur hart fram gegn Auðuni Georg. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður Stöðvar 2, færði Markúsi tíðindin á opnun hótels í miðbæ Reykjavíkur. Inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun Auðuns Georgs sagði Markús að þetta hefði komið honum mjög á óvart. Hann segist mjög hryggur yfir tíðindunum vegna þess að þrátt fyrir allt sem á undan hefði gengið hefði honum fundist fundur Auðuns Georgs með fréttamönnum í morgun hafa gengið vel og hann hefði því hugað gott til framhaldsins. Þetta yrði tekið skref fyrir skref og undir því mikla álagi sem Auðun Georg hefði verið hefði honum fundist þetta vera breyting til hins betra. Aðspurður hvort hann hefði heyrt viðtal fréttamanns fréttastofu Útvarps við Auðun Georg sem spilað var í hádegisfréttum Útvarps sagðist Markús ekki hafa gert það. Hins vegar hefði verið vitnað til þess í samtali sem fréttamaður hefði átt við hann og verið væri að flytja í útvarpsfréttum. Í samtalinu milli hans og fréttamanns hefði verið komið inn á atriði sem Auðun hefði verið inntur eftir í viðtalinu og honum hefði fundist það fjarstæðukennt að þau atriði skyldu hafa verið tekin upp þar þegar verið væri að ræða við hann rétt eftir að hann hefði tekið við starfinu. Þar hefði verið um að ræða einhvers konar spurningakeppni sem kæmu málinu ekkert við. Hann hefði því gert athugasemdir við það í spjalli sínu við fréttamann. Spurður hvort fréttastofan hefði að hans mati sett ofan með framgangi sínum í málinu sagði Markús að það væri furðulangt gengið í fréttaflutningnum og menn hefðu notað sérhvert tækifæri sem þeir hefðu haft. Frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins hefðu víðtækt umboð til að koma að málflutningi sem væri hagstæður málstað þeirra í málinu, inni í fréttum og hinum og þessum dagskrárhornum bæði í sjónvarpi og útvarpi. Markús sagði vissulega hægt að setja spurngarmerki við það hvort rétt hefði verið að málum staðið og hvort það hefði áhrif á trúverðugleika Ríkisútvarpsins. Hann ætlaði ekkert að dæma um það en hann vonaði að ef svo hefði verið endurynnist sá trúverðugleiki skjótt og fólkið sem ynni á Útvarpinu hefði alla burði til að sækja fram á nýjan leik. Hann treysti því mjög vel en honum fyndist það hafa gengið helst til of langt í aðgerðum sínum og viðbrögðum við löglegri ráðningu á nýjum starfskrarfti inn á fréttastofuna. Aðspurður hvað tæki við núna sagðist Markús ekki vita það. Það yrði fundur í útvarpsráði á þriðjudag og þar yrði málið tekið upp. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segir fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa gengið heldur hart fram gegn Auðuni Georg. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður Stöðvar 2, færði Markúsi tíðindin á opnun hótels í miðbæ Reykjavíkur. Inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun Auðuns Georgs sagði Markús að þetta hefði komið honum mjög á óvart. Hann segist mjög hryggur yfir tíðindunum vegna þess að þrátt fyrir allt sem á undan hefði gengið hefði honum fundist fundur Auðuns Georgs með fréttamönnum í morgun hafa gengið vel og hann hefði því hugað gott til framhaldsins. Þetta yrði tekið skref fyrir skref og undir því mikla álagi sem Auðun Georg hefði verið hefði honum fundist þetta vera breyting til hins betra. Aðspurður hvort hann hefði heyrt viðtal fréttamanns fréttastofu Útvarps við Auðun Georg sem spilað var í hádegisfréttum Útvarps sagðist Markús ekki hafa gert það. Hins vegar hefði verið vitnað til þess í samtali sem fréttamaður hefði átt við hann og verið væri að flytja í útvarpsfréttum. Í samtalinu milli hans og fréttamanns hefði verið komið inn á atriði sem Auðun hefði verið inntur eftir í viðtalinu og honum hefði fundist það fjarstæðukennt að þau atriði skyldu hafa verið tekin upp þar þegar verið væri að ræða við hann rétt eftir að hann hefði tekið við starfinu. Þar hefði verið um að ræða einhvers konar spurningakeppni sem kæmu málinu ekkert við. Hann hefði því gert athugasemdir við það í spjalli sínu við fréttamann. Spurður hvort fréttastofan hefði að hans mati sett ofan með framgangi sínum í málinu sagði Markús að það væri furðulangt gengið í fréttaflutningnum og menn hefðu notað sérhvert tækifæri sem þeir hefðu haft. Frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins hefðu víðtækt umboð til að koma að málflutningi sem væri hagstæður málstað þeirra í málinu, inni í fréttum og hinum og þessum dagskrárhornum bæði í sjónvarpi og útvarpi. Markús sagði vissulega hægt að setja spurngarmerki við það hvort rétt hefði verið að málum staðið og hvort það hefði áhrif á trúverðugleika Ríkisútvarpsins. Hann ætlaði ekkert að dæma um það en hann vonaði að ef svo hefði verið endurynnist sá trúverðugleiki skjótt og fólkið sem ynni á Útvarpinu hefði alla burði til að sækja fram á nýjan leik. Hann treysti því mjög vel en honum fyndist það hafa gengið helst til of langt í aðgerðum sínum og viðbrögðum við löglegri ráðningu á nýjum starfskrarfti inn á fréttastofuna. Aðspurður hvað tæki við núna sagðist Markús ekki vita það. Það yrði fundur í útvarpsráði á þriðjudag og þar yrði málið tekið upp.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira