Hafi gengið heldur hart fram 1. apríl 2005 00:01 Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segir fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa gengið heldur hart fram gegn Auðuni Georg. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður Stöðvar 2, færði Markúsi tíðindin á opnun hótels í miðbæ Reykjavíkur. Inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun Auðuns Georgs sagði Markús að þetta hefði komið honum mjög á óvart. Hann segist mjög hryggur yfir tíðindunum vegna þess að þrátt fyrir allt sem á undan hefði gengið hefði honum fundist fundur Auðuns Georgs með fréttamönnum í morgun hafa gengið vel og hann hefði því hugað gott til framhaldsins. Þetta yrði tekið skref fyrir skref og undir því mikla álagi sem Auðun Georg hefði verið hefði honum fundist þetta vera breyting til hins betra. Aðspurður hvort hann hefði heyrt viðtal fréttamanns fréttastofu Útvarps við Auðun Georg sem spilað var í hádegisfréttum Útvarps sagðist Markús ekki hafa gert það. Hins vegar hefði verið vitnað til þess í samtali sem fréttamaður hefði átt við hann og verið væri að flytja í útvarpsfréttum. Í samtalinu milli hans og fréttamanns hefði verið komið inn á atriði sem Auðun hefði verið inntur eftir í viðtalinu og honum hefði fundist það fjarstæðukennt að þau atriði skyldu hafa verið tekin upp þar þegar verið væri að ræða við hann rétt eftir að hann hefði tekið við starfinu. Þar hefði verið um að ræða einhvers konar spurningakeppni sem kæmu málinu ekkert við. Hann hefði því gert athugasemdir við það í spjalli sínu við fréttamann. Spurður hvort fréttastofan hefði að hans mati sett ofan með framgangi sínum í málinu sagði Markús að það væri furðulangt gengið í fréttaflutningnum og menn hefðu notað sérhvert tækifæri sem þeir hefðu haft. Frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins hefðu víðtækt umboð til að koma að málflutningi sem væri hagstæður málstað þeirra í málinu, inni í fréttum og hinum og þessum dagskrárhornum bæði í sjónvarpi og útvarpi. Markús sagði vissulega hægt að setja spurngarmerki við það hvort rétt hefði verið að málum staðið og hvort það hefði áhrif á trúverðugleika Ríkisútvarpsins. Hann ætlaði ekkert að dæma um það en hann vonaði að ef svo hefði verið endurynnist sá trúverðugleiki skjótt og fólkið sem ynni á Útvarpinu hefði alla burði til að sækja fram á nýjan leik. Hann treysti því mjög vel en honum fyndist það hafa gengið helst til of langt í aðgerðum sínum og viðbrögðum við löglegri ráðningu á nýjum starfskrarfti inn á fréttastofuna. Aðspurður hvað tæki við núna sagðist Markús ekki vita það. Það yrði fundur í útvarpsráði á þriðjudag og þar yrði málið tekið upp. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segir fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa gengið heldur hart fram gegn Auðuni Georg. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður Stöðvar 2, færði Markúsi tíðindin á opnun hótels í miðbæ Reykjavíkur. Inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun Auðuns Georgs sagði Markús að þetta hefði komið honum mjög á óvart. Hann segist mjög hryggur yfir tíðindunum vegna þess að þrátt fyrir allt sem á undan hefði gengið hefði honum fundist fundur Auðuns Georgs með fréttamönnum í morgun hafa gengið vel og hann hefði því hugað gott til framhaldsins. Þetta yrði tekið skref fyrir skref og undir því mikla álagi sem Auðun Georg hefði verið hefði honum fundist þetta vera breyting til hins betra. Aðspurður hvort hann hefði heyrt viðtal fréttamanns fréttastofu Útvarps við Auðun Georg sem spilað var í hádegisfréttum Útvarps sagðist Markús ekki hafa gert það. Hins vegar hefði verið vitnað til þess í samtali sem fréttamaður hefði átt við hann og verið væri að flytja í útvarpsfréttum. Í samtalinu milli hans og fréttamanns hefði verið komið inn á atriði sem Auðun hefði verið inntur eftir í viðtalinu og honum hefði fundist það fjarstæðukennt að þau atriði skyldu hafa verið tekin upp þar þegar verið væri að ræða við hann rétt eftir að hann hefði tekið við starfinu. Þar hefði verið um að ræða einhvers konar spurningakeppni sem kæmu málinu ekkert við. Hann hefði því gert athugasemdir við það í spjalli sínu við fréttamann. Spurður hvort fréttastofan hefði að hans mati sett ofan með framgangi sínum í málinu sagði Markús að það væri furðulangt gengið í fréttaflutningnum og menn hefðu notað sérhvert tækifæri sem þeir hefðu haft. Frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins hefðu víðtækt umboð til að koma að málflutningi sem væri hagstæður málstað þeirra í málinu, inni í fréttum og hinum og þessum dagskrárhornum bæði í sjónvarpi og útvarpi. Markús sagði vissulega hægt að setja spurngarmerki við það hvort rétt hefði verið að málum staðið og hvort það hefði áhrif á trúverðugleika Ríkisútvarpsins. Hann ætlaði ekkert að dæma um það en hann vonaði að ef svo hefði verið endurynnist sá trúverðugleiki skjótt og fólkið sem ynni á Útvarpinu hefði alla burði til að sækja fram á nýjan leik. Hann treysti því mjög vel en honum fyndist það hafa gengið helst til of langt í aðgerðum sínum og viðbrögðum við löglegri ráðningu á nýjum starfskrarfti inn á fréttastofuna. Aðspurður hvað tæki við núna sagðist Markús ekki vita það. Það yrði fundur í útvarpsráði á þriðjudag og þar yrði málið tekið upp.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent