ESB vill undanþágur 4. apríl 2005 00:01 Evrópusambandið áskilur sér rétt til þess að í væntanlegum aðildarsamningum við Tyrki verði kveðið á um varanlegar undanþágur, þar á meðal varðandi frjálsa för launafólks yfir innri landamæri. Þessa kröfu segir tyrkneski lögfræðiprófessorinn Haluk Günugur vera ósanngjarna; hún standist ekki reglur Evrópuréttar eins og þær hafi verið útlagðar hingað til. Dr. Günugur hélt erindi í Háskólanum í Reykjavík í gær, í boði Evrópuréttarstofnunar skólans, Evrópusamtakanna og Euro-Info-skrifstofunnar á Íslandi. Hann er formaður tyrknesku Evrópusamtakanna, forstöðumaður alþjóðadeildar háskólans í Izmir og í hópi ráðgjafa tyrknesku ríkisstjórnarinnar í hinum væntanlegu aðildarviðræðum við ESB, en þær eiga að hefjast þann 3. október á þessu ári. Ekki er þó reiknað með að aðildarsamningur verði fullgerður fyrr en eftir að minnsta kosti áratug eða svo. Í erindi sínu rakti dr. Günugur ferlið frá því Tyrkir sóttu formlega um aðild árið 1987 þar til leiðtogar ESB tóku í vetur ákvörðun um að hefja ætti aðildarviðræður. Hann benti á að í skilyrðum sem ESB-leiðtogarnir hefðu ákveðið að gilda skyldu um aðildarviðræðurnar væri að finna ákvæði þar sem ESB áskildi sér rétt til að undanskilja vissa samstarfsþætti eða beita langtíma aðlögunarákvæðum. ESB færi sem sagt fram á varanlegar undanþágur eða langtíma aðlögunarfresti, svo sem varðandi frjálsa för launafólks eða landbúnaðar- og byggðaþróunarmál. Þessa kröfu segir Günugur ósanngjarna; hún standist ekki gildandi Evrópurétt eins og hann hafi fram til þessa verið framkvæmdur og túlkaður. Frá íslenskum sjónarhóli er athyglisvert að Evrópusambandið skuli áskilja sér rétt til að láta vissa samstarfsþætti ekki ná að fullu til aðildarsamnings við Tyrki, með tilliti til þess hve mikið hefur verið gert úr því atriði í sambandi við hugsanlega aðild Ísland að sambandinu að það væri vonlaust fyrir Íslendinga að fara fram á að fá einhvers konar undanþágu frá sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni. Í erindi sínu rakti dr. Günugur rökin fyrir því að Tyrkland fengi aðild að ESB. "Vilji Evrópusambandið hafa raunverulegt vægi í heimsmálunum getur það ekki án Tyrklands verið," sagði hann meðal annars. Innganga Tyrklands í sambandið væri tækifæri fyrir það til að sýna og sanna að það væri ekki "lokaður kristinn klúbbur". Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Sjá meira
Evrópusambandið áskilur sér rétt til þess að í væntanlegum aðildarsamningum við Tyrki verði kveðið á um varanlegar undanþágur, þar á meðal varðandi frjálsa för launafólks yfir innri landamæri. Þessa kröfu segir tyrkneski lögfræðiprófessorinn Haluk Günugur vera ósanngjarna; hún standist ekki reglur Evrópuréttar eins og þær hafi verið útlagðar hingað til. Dr. Günugur hélt erindi í Háskólanum í Reykjavík í gær, í boði Evrópuréttarstofnunar skólans, Evrópusamtakanna og Euro-Info-skrifstofunnar á Íslandi. Hann er formaður tyrknesku Evrópusamtakanna, forstöðumaður alþjóðadeildar háskólans í Izmir og í hópi ráðgjafa tyrknesku ríkisstjórnarinnar í hinum væntanlegu aðildarviðræðum við ESB, en þær eiga að hefjast þann 3. október á þessu ári. Ekki er þó reiknað með að aðildarsamningur verði fullgerður fyrr en eftir að minnsta kosti áratug eða svo. Í erindi sínu rakti dr. Günugur ferlið frá því Tyrkir sóttu formlega um aðild árið 1987 þar til leiðtogar ESB tóku í vetur ákvörðun um að hefja ætti aðildarviðræður. Hann benti á að í skilyrðum sem ESB-leiðtogarnir hefðu ákveðið að gilda skyldu um aðildarviðræðurnar væri að finna ákvæði þar sem ESB áskildi sér rétt til að undanskilja vissa samstarfsþætti eða beita langtíma aðlögunarákvæðum. ESB færi sem sagt fram á varanlegar undanþágur eða langtíma aðlögunarfresti, svo sem varðandi frjálsa för launafólks eða landbúnaðar- og byggðaþróunarmál. Þessa kröfu segir Günugur ósanngjarna; hún standist ekki gildandi Evrópurétt eins og hann hafi fram til þessa verið framkvæmdur og túlkaður. Frá íslenskum sjónarhóli er athyglisvert að Evrópusambandið skuli áskilja sér rétt til að láta vissa samstarfsþætti ekki ná að fullu til aðildarsamnings við Tyrki, með tilliti til þess hve mikið hefur verið gert úr því atriði í sambandi við hugsanlega aðild Ísland að sambandinu að það væri vonlaust fyrir Íslendinga að fara fram á að fá einhvers konar undanþágu frá sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni. Í erindi sínu rakti dr. Günugur rökin fyrir því að Tyrkland fengi aðild að ESB. "Vilji Evrópusambandið hafa raunverulegt vægi í heimsmálunum getur það ekki án Tyrklands verið," sagði hann meðal annars. Innganga Tyrklands í sambandið væri tækifæri fyrir það til að sýna og sanna að það væri ekki "lokaður kristinn klúbbur".
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Sjá meira