Gaflarar berast á banaspjótum 4. apríl 2005 00:01 Lokahnykkurinn á löngu handboltatímabili byrjar í kvöld þegar átta liða úrslit í DHL-deild karla hefjast en öll átta liðin verða í eldlínunni í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka hefja sína baráttu gegn nágrönnunum og erkifjendunum í FH en fyrsti leikurinn fer fram á Ásvöllum. FH-ingar eru ekki taldir líklegir til afreka í þessari rimmu enda tryggðu þeir sér sæti í úrslitakeppninni með naumum sigri á Víkingi í umspili en á sama tíma sigruðu Haukar úrvalsdeildina. Styrkleikamunurinn er því ansi mikill en allt getur gerst í úrslitakeppninni þar sem lítið svigrúm er fyrir mistök. Sú rimma sem fyrir fram er talin mest spennandi er viðureign Vals og HK. Bæði lið hafa verið frekar óstöðug í vetur en miklar væntingar voru gerðar til HK-liðsins og þeim var meðal annars spáð Íslandsmeistaratitlinum af forráðamönnum liðanna síðasta haust. Það hefur hallað undan fæti hjá Kópavogsbúum í síðustu leikjum en Valsmenn hafa verið að styrkjast frekar en annað upp á síðkastið. Rimma ÍR og KA verður einnig áhugaverð en bikarmeistarar ÍR mæta til leiks með laskað lið en landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson mun reyna að leika meiddur í úrslitakeppninni en hann þarf að fara í speglun fyrr frekar en síðar. ÍBV hefur verið á stöðugri uppleið í allan vetur og þeir eru margir sem spá því að þeir fari langt í vetur. Sérstaklega eftir að þeir fengu stórskyttuna Tite Kalandadze í sínar raðir. Eyjamenn taka á móti Fram sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að sigra 1. deildina. Framarar tefla fram frekar ungu liði og mat sérfræðinga er að þeir verði auðveld bráð fyrir lið ÍBV. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Lokahnykkurinn á löngu handboltatímabili byrjar í kvöld þegar átta liða úrslit í DHL-deild karla hefjast en öll átta liðin verða í eldlínunni í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka hefja sína baráttu gegn nágrönnunum og erkifjendunum í FH en fyrsti leikurinn fer fram á Ásvöllum. FH-ingar eru ekki taldir líklegir til afreka í þessari rimmu enda tryggðu þeir sér sæti í úrslitakeppninni með naumum sigri á Víkingi í umspili en á sama tíma sigruðu Haukar úrvalsdeildina. Styrkleikamunurinn er því ansi mikill en allt getur gerst í úrslitakeppninni þar sem lítið svigrúm er fyrir mistök. Sú rimma sem fyrir fram er talin mest spennandi er viðureign Vals og HK. Bæði lið hafa verið frekar óstöðug í vetur en miklar væntingar voru gerðar til HK-liðsins og þeim var meðal annars spáð Íslandsmeistaratitlinum af forráðamönnum liðanna síðasta haust. Það hefur hallað undan fæti hjá Kópavogsbúum í síðustu leikjum en Valsmenn hafa verið að styrkjast frekar en annað upp á síðkastið. Rimma ÍR og KA verður einnig áhugaverð en bikarmeistarar ÍR mæta til leiks með laskað lið en landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson mun reyna að leika meiddur í úrslitakeppninni en hann þarf að fara í speglun fyrr frekar en síðar. ÍBV hefur verið á stöðugri uppleið í allan vetur og þeir eru margir sem spá því að þeir fari langt í vetur. Sérstaklega eftir að þeir fengu stórskyttuna Tite Kalandadze í sínar raðir. Eyjamenn taka á móti Fram sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að sigra 1. deildina. Framarar tefla fram frekar ungu liði og mat sérfræðinga er að þeir verði auðveld bráð fyrir lið ÍBV.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira