Haukar stóru skrefi á undan 5. apríl 2005 00:01 Það fór eins og flesta grunaði sem á annað borð fylgjast eitthvað með handbolta - Haukar unnu sigur á FH í fyrri eða fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum sem fram fór að Ásvöllum. Það sem hins vegar kom á óvart var hversu and- og baráttulaust FH-liðið var og greinilegt strax frá byrjun að leikmenn þess voru engan veginn tilbúnir í þennan slag. Haukarnir þurftu engan stórleik til þess að ná þægilegu forskoti sem þeir héldu síðan áreynslulaust og bættu reyndar nokkuð við það þegar á leið. Lokatölur urðu 29-22 eftir að staðan hafði verið 15-11 í hálfleik. Það má til sanns vegar færa að fjögurra marka forskot í hálfleik teljist nú ekki mikið í nútímahandknattleik en það var samt sem áður aldrei neitt sem benti til þess að FH-ingar ættu nokkurn möguleika á að snúa leiknum sér í vil - það lá bara í loftinu og það skynjuðu allir sem sáu og spiluðu þennan leik. Enginn einn leikmaður skaraði fram úr í jöfnu liði Hauka en burðarásarnir, Ásgeir Örn, Andri og Birkir, voru afar traustir. Þótt liðið hafi ekki sýnt neinn glansleik - þess þurfti einfaldlega ekki - er greinilegt að mikið sjálfstraust er í herbúðum þess og það verður ekki séð í fljótu bragði að eitthvað lið komi til með að velta þeim af stalli sem besta handboltaliði landsins. Í það minnsta myndi ég ekki setja pening á að hið fornfræga veldi, FH, eigi mikinn möguleika á því. Mjög mikið þarf að breytast hjá liðinu fyrir leikinn í Kaplakrika á fimmtudagskvöld - eiginlega svo mikið að teljast verður nánast kraftaverk að þeir svart/hvítu nái að snúa blaðinu við á þessum stutta tíma. Maður skyldi þó aldrei útiloka neitt. Það hefur alltaf verið baráttugleði og læti í kringum Árna Stefánsson, þjálfara FH-inga, en það sem liðið sýndi að Ásvöllum í kvöld minnti ekki neitt á hvorutveggja. Vísir náði tali af Andra Stefan, leikmanni Hauka, rétt eftir leik. Þetta hafði hann að segja: "Við vorum tilbúnir en þeir ekki. Mér fannst samt við eiga nóg inni þegar upp var staðið og við vorum betri á öllum sviðum. Vörnin hjá þeim var hriplek og þeir sýndu miklu minni baráttu en venjulega. Leikir þessara liða hafa alltaf verið rosalegir baráttu- og slagsmálaleikir en svo var ekki að þessu sinni. Við förum galvaskir í leikinn í Kaplakrika, ætlum að klára hann, og ætlum okkur reyndar einfaldlega að fara alla leið," sagði galvaskur Andri Stefan. Mörk Hauka: Jón Karl Björnsson 7/6 (10/6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 6 (13), Andri Stefan 4 (7), Þórir Ólafsson 3/1 (6/1), Halldór Ingólfsson 3 (5), Vignir Svavarsson 2 (2), Matthías Árni Ingimarsson 2 (2), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (3), Gísli Jón Þórisson 1 (3) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (39/1) Mörk FH: Jón Helgi Jónsson 5/1 (7/1), Hjörtur Hinriksson 4 (5), Valur Arnarson 3 (8), Hjörleifur Þórðarson 2 (2), Guðmundur Pedersen 2 (3), Brynjar Geirsson 2 (5), Heiðar Arnarson 2 (6), Arnar Pétursson 1 (6) Varin skot: Elvar Guðmundson 6 (21/4), Magnús Sigmundsson 7 (21/3) Íslenski handboltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Sjá meira
Það fór eins og flesta grunaði sem á annað borð fylgjast eitthvað með handbolta - Haukar unnu sigur á FH í fyrri eða fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum sem fram fór að Ásvöllum. Það sem hins vegar kom á óvart var hversu and- og baráttulaust FH-liðið var og greinilegt strax frá byrjun að leikmenn þess voru engan veginn tilbúnir í þennan slag. Haukarnir þurftu engan stórleik til þess að ná þægilegu forskoti sem þeir héldu síðan áreynslulaust og bættu reyndar nokkuð við það þegar á leið. Lokatölur urðu 29-22 eftir að staðan hafði verið 15-11 í hálfleik. Það má til sanns vegar færa að fjögurra marka forskot í hálfleik teljist nú ekki mikið í nútímahandknattleik en það var samt sem áður aldrei neitt sem benti til þess að FH-ingar ættu nokkurn möguleika á að snúa leiknum sér í vil - það lá bara í loftinu og það skynjuðu allir sem sáu og spiluðu þennan leik. Enginn einn leikmaður skaraði fram úr í jöfnu liði Hauka en burðarásarnir, Ásgeir Örn, Andri og Birkir, voru afar traustir. Þótt liðið hafi ekki sýnt neinn glansleik - þess þurfti einfaldlega ekki - er greinilegt að mikið sjálfstraust er í herbúðum þess og það verður ekki séð í fljótu bragði að eitthvað lið komi til með að velta þeim af stalli sem besta handboltaliði landsins. Í það minnsta myndi ég ekki setja pening á að hið fornfræga veldi, FH, eigi mikinn möguleika á því. Mjög mikið þarf að breytast hjá liðinu fyrir leikinn í Kaplakrika á fimmtudagskvöld - eiginlega svo mikið að teljast verður nánast kraftaverk að þeir svart/hvítu nái að snúa blaðinu við á þessum stutta tíma. Maður skyldi þó aldrei útiloka neitt. Það hefur alltaf verið baráttugleði og læti í kringum Árna Stefánsson, þjálfara FH-inga, en það sem liðið sýndi að Ásvöllum í kvöld minnti ekki neitt á hvorutveggja. Vísir náði tali af Andra Stefan, leikmanni Hauka, rétt eftir leik. Þetta hafði hann að segja: "Við vorum tilbúnir en þeir ekki. Mér fannst samt við eiga nóg inni þegar upp var staðið og við vorum betri á öllum sviðum. Vörnin hjá þeim var hriplek og þeir sýndu miklu minni baráttu en venjulega. Leikir þessara liða hafa alltaf verið rosalegir baráttu- og slagsmálaleikir en svo var ekki að þessu sinni. Við förum galvaskir í leikinn í Kaplakrika, ætlum að klára hann, og ætlum okkur reyndar einfaldlega að fara alla leið," sagði galvaskur Andri Stefan. Mörk Hauka: Jón Karl Björnsson 7/6 (10/6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 6 (13), Andri Stefan 4 (7), Þórir Ólafsson 3/1 (6/1), Halldór Ingólfsson 3 (5), Vignir Svavarsson 2 (2), Matthías Árni Ingimarsson 2 (2), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (3), Gísli Jón Þórisson 1 (3) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (39/1) Mörk FH: Jón Helgi Jónsson 5/1 (7/1), Hjörtur Hinriksson 4 (5), Valur Arnarson 3 (8), Hjörleifur Þórðarson 2 (2), Guðmundur Pedersen 2 (3), Brynjar Geirsson 2 (5), Heiðar Arnarson 2 (6), Arnar Pétursson 1 (6) Varin skot: Elvar Guðmundson 6 (21/4), Magnús Sigmundsson 7 (21/3)
Íslenski handboltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Sjá meira