Hlynur bjargaði Val 6. apríl 2005 00:01 Fyrrum markvörður HK, Hlynur Jóhannesson, reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu er Valsmenn sigruðu fyrstu viðureign félaganna, 26-25, í átta liða úrslitum DHL-deildar karla. Hlynur steig af tréverkinu um miðjan síðari hálfleik, skellti í lás og sá til þess að hans gömlu félagar fóru tómhentir í Kópavoginn. Leikur liðanna var bráðskemmtilegur og mikil stemning í húsinu allt til enda. HK byrjaði leikinn betur en Valsmenn voru fljótir að taka völdin en þeir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi, 15-11. HK mætti gríðarlega vel stemmt til síðari hálfleiksins og byrjaði að saxa niður forskot Valsmanna. Vinna þeirra bar árangur á 43 mínútu er þeir jöfnuðu leikinn, 19-19.Valsmenn létu það ekki slá sig út af laginu og héldu ávallt frumkvæðinu í leiknum þó aldrei hafi þeir leitt með meira en tveggja marka mun. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en HK fékk tvö tækifæri til þess að jafna undir lokin en Hlynur sá við þeim í bæði skiptin með góðri markvörslu og Valsmenn fögnuðu hreint ógurlega í leikslok. Hlynur var stjarna þeirra en Vilhjálmur Halldórsson átti einnig góðan leik, skoraði lagleg mörk og var traustur þótt hann hafi augljóslega verið þjáður í baki. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður HK, var aftur á móti besti maður vallarins en hann varði 25 skot og þar af 15 í fyrri hálfleik. Hann gerði sér þar að auki lítið fyrir og varði þrjú víti frá hinni gríðaröruggu vítaskyttu Baldvini Þorsteinssyni. Strazdas var allt í öllu í sóknarleiknum og hefði mátt fá meiri hjálp frá félögum sínum. - HBGMörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 7/2 (12/2), Baldvin Þorsteinsson 5/1 (10/4), Hjalti Pálmason 4 (10), Brendan Þorvaldsson 3 (4), Sigurður Eggertsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (7), Kristján Karlsson 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 1 (1). Fiskuð víti: 6 ( Sigurður 2, Brendan 2, Baldvin, Kristján). Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 2, Vilhjálmur). Varin skot: Hlynur Jóhannesson 11 , Pálmar Pétursson 10. Mörk HK (skot): Augustas Strazdas 6 (9), Tomas Eitutis 6 (13), Valdimar Þórsson 4/1 (8/1), Karl Grönvold 3 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (5), Elías Már Halldórsson 2 (7), Haukur Sigurvinsson 1/1 (3/2). Fiskuð víti: 3 (Strazdas 2, Valdimar). Hraðaupphlaup: 3 (Strazdas 2, Elías). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/3, Hörður Flóki Ólafsson 2. Íslenski handboltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira
Fyrrum markvörður HK, Hlynur Jóhannesson, reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu er Valsmenn sigruðu fyrstu viðureign félaganna, 26-25, í átta liða úrslitum DHL-deildar karla. Hlynur steig af tréverkinu um miðjan síðari hálfleik, skellti í lás og sá til þess að hans gömlu félagar fóru tómhentir í Kópavoginn. Leikur liðanna var bráðskemmtilegur og mikil stemning í húsinu allt til enda. HK byrjaði leikinn betur en Valsmenn voru fljótir að taka völdin en þeir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi, 15-11. HK mætti gríðarlega vel stemmt til síðari hálfleiksins og byrjaði að saxa niður forskot Valsmanna. Vinna þeirra bar árangur á 43 mínútu er þeir jöfnuðu leikinn, 19-19.Valsmenn létu það ekki slá sig út af laginu og héldu ávallt frumkvæðinu í leiknum þó aldrei hafi þeir leitt með meira en tveggja marka mun. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en HK fékk tvö tækifæri til þess að jafna undir lokin en Hlynur sá við þeim í bæði skiptin með góðri markvörslu og Valsmenn fögnuðu hreint ógurlega í leikslok. Hlynur var stjarna þeirra en Vilhjálmur Halldórsson átti einnig góðan leik, skoraði lagleg mörk og var traustur þótt hann hafi augljóslega verið þjáður í baki. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður HK, var aftur á móti besti maður vallarins en hann varði 25 skot og þar af 15 í fyrri hálfleik. Hann gerði sér þar að auki lítið fyrir og varði þrjú víti frá hinni gríðaröruggu vítaskyttu Baldvini Þorsteinssyni. Strazdas var allt í öllu í sóknarleiknum og hefði mátt fá meiri hjálp frá félögum sínum. - HBGMörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 7/2 (12/2), Baldvin Þorsteinsson 5/1 (10/4), Hjalti Pálmason 4 (10), Brendan Þorvaldsson 3 (4), Sigurður Eggertsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (7), Kristján Karlsson 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 1 (1). Fiskuð víti: 6 ( Sigurður 2, Brendan 2, Baldvin, Kristján). Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 2, Vilhjálmur). Varin skot: Hlynur Jóhannesson 11 , Pálmar Pétursson 10. Mörk HK (skot): Augustas Strazdas 6 (9), Tomas Eitutis 6 (13), Valdimar Þórsson 4/1 (8/1), Karl Grönvold 3 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (5), Elías Már Halldórsson 2 (7), Haukur Sigurvinsson 1/1 (3/2). Fiskuð víti: 3 (Strazdas 2, Valdimar). Hraðaupphlaup: 3 (Strazdas 2, Elías). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/3, Hörður Flóki Ólafsson 2.
Íslenski handboltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira