Vill sakaruppgjöf vegna mismununar 6. apríl 2005 00:01 Íslenskur kynþáttahatari krefst sakaruppgjafar þar sem Bobby Fischer er ekki refsað fyrir gyðingahatur. Hann segist ekki ætla að una því að Fischer sé hlíft í ljósi þess að hann hafi verið dæmdur fyrir ummæli sín. Hlynur Freyr Vigfússon var dæmdur fyrir ummæli sín í viðtali við DV fyrir allnokkru en þar sagði hann meðal annars að ekki þyrfti neinn snilling til að sjá muninn á Afríkunegra með prik í hendi og Íslendingi. Ummælin töldust brjóta í bága við hegningarlög en nú segist Hlynur vilja fá sakaruppgjöf. Hann segir að stjórnvöld virðist ekki ætla að aðhafast neitt í máli Fischers. Hann líti svo á að ummæli Fischers hafi verið mun grófari og persónulegri en hann hafi nokkurn tíma látið út úr sér. Hann hafi verið dæmdur í Hæstarétti og hann ætli ekki að una því að stjórnvöld brjóti sömu lagagrein á honum og hann hafi verið sakfelldur fyrir að brjóta. Hann hafi verið tekinn einn út úr fjöldanum og dæmdur vegna skoðana sinna. Aðspurður hvað hann hyggist gera segir Hlynur að hann muni fara fram á sakaruppgjöf hjá forseta Ísland 1. júlí ef ekkert verði búið að gera í málum Bobbys Fischers þá. Hann bendir á að stór hluti þess fólks sem þrýst hafi á það að hann yrði dæmdur hafi barist fyrir því að fá Fischer til landsins og hann spyr sig hvort það skammist sín núna og láti sig hverfa. Stjórnvöld verði að gera sínar skyldur. Bobby Fischer úthúðaði gyðingum meðal annars í fjölmiðlum og því má hver sem á horfði eða hlýddi í raun krefjast rannsóknar á orðunum. Hlynur hyggst hins vegar ekki gera neitt slíkt. Lögmenn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag telja Hlyn ekki eiga neina von um það að dómur breyti niðurstöðu sinni, til þess dugi ekki að annar maður sleppi hugsanlega þrátt fyrir sambærilegt brot. Raunin sé sú að hver sá sem fremji glæp sé sekur burtséð frá því hvort aðrir komist upp með slíkt hið sama. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Íslenskur kynþáttahatari krefst sakaruppgjafar þar sem Bobby Fischer er ekki refsað fyrir gyðingahatur. Hann segist ekki ætla að una því að Fischer sé hlíft í ljósi þess að hann hafi verið dæmdur fyrir ummæli sín. Hlynur Freyr Vigfússon var dæmdur fyrir ummæli sín í viðtali við DV fyrir allnokkru en þar sagði hann meðal annars að ekki þyrfti neinn snilling til að sjá muninn á Afríkunegra með prik í hendi og Íslendingi. Ummælin töldust brjóta í bága við hegningarlög en nú segist Hlynur vilja fá sakaruppgjöf. Hann segir að stjórnvöld virðist ekki ætla að aðhafast neitt í máli Fischers. Hann líti svo á að ummæli Fischers hafi verið mun grófari og persónulegri en hann hafi nokkurn tíma látið út úr sér. Hann hafi verið dæmdur í Hæstarétti og hann ætli ekki að una því að stjórnvöld brjóti sömu lagagrein á honum og hann hafi verið sakfelldur fyrir að brjóta. Hann hafi verið tekinn einn út úr fjöldanum og dæmdur vegna skoðana sinna. Aðspurður hvað hann hyggist gera segir Hlynur að hann muni fara fram á sakaruppgjöf hjá forseta Ísland 1. júlí ef ekkert verði búið að gera í málum Bobbys Fischers þá. Hann bendir á að stór hluti þess fólks sem þrýst hafi á það að hann yrði dæmdur hafi barist fyrir því að fá Fischer til landsins og hann spyr sig hvort það skammist sín núna og láti sig hverfa. Stjórnvöld verði að gera sínar skyldur. Bobby Fischer úthúðaði gyðingum meðal annars í fjölmiðlum og því má hver sem á horfði eða hlýddi í raun krefjast rannsóknar á orðunum. Hlynur hyggst hins vegar ekki gera neitt slíkt. Lögmenn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag telja Hlyn ekki eiga neina von um það að dómur breyti niðurstöðu sinni, til þess dugi ekki að annar maður sleppi hugsanlega þrátt fyrir sambærilegt brot. Raunin sé sú að hver sá sem fremji glæp sé sekur burtséð frá því hvort aðrir komist upp með slíkt hið sama.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels