Sannfærandi sigur Haukastelpna 12. apríl 2005 00:01 Haukar sigruðu Val á sannfærandi hátt í fjórðungsúrslitum DHL deildar kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 33-19 eftir að Haukar hefðu leitt 15-6 í hálfleik. Haukar geta þar með tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í öðrum leiknum í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Haukastúlkur byrjuðu leikinn af krafti líkt og búast mátti við fyrir fram. Með sterkum varnarleik náðu þær strax yfirhöndinni gegn nær ráðlausum Valsstúlkum sem máttu þó þola óhagstæða dómgæslu í fyrri hálfleik að mati undirritaðs. Valsstúlkur sáu samt aldrei til sólar gegn Haukastúlkum sem náðu fljótlega yfirburðar stöðu og með 9 marka forustu í hálfleik má segja að leikurinn hafi verið búinn. Valsstúlkur komu samt ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og sýndu afbragðs leik í upphafi hans. þær náðu að minnka muninn niður í 5 mörk, 20-15, en þar við sat. Hanna G. Stefánsdóttir gerði sér þá lítið fyrir og skoraði 5 mörk í röð fyrir Hauka og gerði vonir Vals að engu. Hjá Haukum var Hanna G. Stefánsdóttir atkvæðamest með 11 mörk og Ramune Pekarskyte skoraði 7 mörk. Ágústa Edda Björnsdóttir setti 7 mörk fyrir Val, þar af 5 úr vítaköstum. “Við spiluðum mjög góða vörn lengstum og kláruðum leikinn á því. Sóknarleikurinn hjá okkur hikstaði aðeins á köflum en þá þurftum við að treysta á að vörn og markvarsla væri í lagi sem og hún var í 40 mínútur fannst mér og þetta dugði í dag,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka að leik loknum. “Við erum búnir að spila þrisvar við Valsliðið í vetur og þær hafa spilað mjög svipað; þær eiga leikkafla sem þær geta spilað mjög vel en það eru of margir tæknikaflar hjá þeim sem ganga ekki upp, en þetta eru mjög frískar stelpur og geta spilað góðan handbolta. Við tökum einn leik fyrir í einu og förum inní Valsheimili á fimmtudaginn til að vinna og við sjáum hvað setur.” Tölfræðin úr leiknum:Haukar – Valur 33-19 (15-6)Gangur leiksins: 1-0, 2-1, 6-2, 12-4, (15-6), 15-7, 17-10, 20-14, 26-14, 29-15, 29-19, 33-19. Mörk Hauka (Skot): Hanna G. Stefánsdóttir 11/3 (15/5), Ramune Pekarskyte 7 (11), Inga Fríða Tryggvadóttir 4 (6), Harpa Melsteð 4 (7), Erna Þráinsdóttir 2 (4), Ragnhildur Guðmundsdóttir 2/1 (6/1), Anna Halldórsdóttir 1 (1), Áslaug Þorgeirsdóttir 1 (1), Martha Hermannsdóttir 1 (1), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1). Varin skot: Helga Torfadóttir 11/1 (23/3, 48% ), Kristina Matuzeviciute 4 (11/4, 36%) Fiskuð víti: Anna 2, Inga, Harpa, Ingibjörg Karlsdóttir. Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Hanna 7, Harpa 2, Anna, Ramune, Inga, Martha). Brottvísnir: 4 mínútur. Mörk Vals (Skot): Ágústa Edda Björnsdóttir 7/5 (17/7), Arna Grímsdóttir 3 (5), Katrín Andrésdóttir 3 (6), Hafrún Kristjánsdóttir 2 (3), Lilja Valdimarsdóttir 2 (4), Díana Guðjónsdóttir 1 (3), Soffía Rut Gísladóttir 1 (4), Anna María Guðmundsdóttir 0 (1), Varin skot: Berglind Hansdóttir 17/1 (40/6, 34%) Fiskuð víti: Hafrún 2, Arna 2, Katrín 2, Ágústa. Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Lilja Valdimarsdóttir 2, Anna Grímsd., Hafrún, Ágústa) Brottvísnir: 16 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Slæmir. Áhorfendur: 220. Íslenski handboltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Haukar sigruðu Val á sannfærandi hátt í fjórðungsúrslitum DHL deildar kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 33-19 eftir að Haukar hefðu leitt 15-6 í hálfleik. Haukar geta þar með tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í öðrum leiknum í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Haukastúlkur byrjuðu leikinn af krafti líkt og búast mátti við fyrir fram. Með sterkum varnarleik náðu þær strax yfirhöndinni gegn nær ráðlausum Valsstúlkum sem máttu þó þola óhagstæða dómgæslu í fyrri hálfleik að mati undirritaðs. Valsstúlkur sáu samt aldrei til sólar gegn Haukastúlkum sem náðu fljótlega yfirburðar stöðu og með 9 marka forustu í hálfleik má segja að leikurinn hafi verið búinn. Valsstúlkur komu samt ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og sýndu afbragðs leik í upphafi hans. þær náðu að minnka muninn niður í 5 mörk, 20-15, en þar við sat. Hanna G. Stefánsdóttir gerði sér þá lítið fyrir og skoraði 5 mörk í röð fyrir Hauka og gerði vonir Vals að engu. Hjá Haukum var Hanna G. Stefánsdóttir atkvæðamest með 11 mörk og Ramune Pekarskyte skoraði 7 mörk. Ágústa Edda Björnsdóttir setti 7 mörk fyrir Val, þar af 5 úr vítaköstum. “Við spiluðum mjög góða vörn lengstum og kláruðum leikinn á því. Sóknarleikurinn hjá okkur hikstaði aðeins á köflum en þá þurftum við að treysta á að vörn og markvarsla væri í lagi sem og hún var í 40 mínútur fannst mér og þetta dugði í dag,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka að leik loknum. “Við erum búnir að spila þrisvar við Valsliðið í vetur og þær hafa spilað mjög svipað; þær eiga leikkafla sem þær geta spilað mjög vel en það eru of margir tæknikaflar hjá þeim sem ganga ekki upp, en þetta eru mjög frískar stelpur og geta spilað góðan handbolta. Við tökum einn leik fyrir í einu og förum inní Valsheimili á fimmtudaginn til að vinna og við sjáum hvað setur.” Tölfræðin úr leiknum:Haukar – Valur 33-19 (15-6)Gangur leiksins: 1-0, 2-1, 6-2, 12-4, (15-6), 15-7, 17-10, 20-14, 26-14, 29-15, 29-19, 33-19. Mörk Hauka (Skot): Hanna G. Stefánsdóttir 11/3 (15/5), Ramune Pekarskyte 7 (11), Inga Fríða Tryggvadóttir 4 (6), Harpa Melsteð 4 (7), Erna Þráinsdóttir 2 (4), Ragnhildur Guðmundsdóttir 2/1 (6/1), Anna Halldórsdóttir 1 (1), Áslaug Þorgeirsdóttir 1 (1), Martha Hermannsdóttir 1 (1), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1). Varin skot: Helga Torfadóttir 11/1 (23/3, 48% ), Kristina Matuzeviciute 4 (11/4, 36%) Fiskuð víti: Anna 2, Inga, Harpa, Ingibjörg Karlsdóttir. Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Hanna 7, Harpa 2, Anna, Ramune, Inga, Martha). Brottvísnir: 4 mínútur. Mörk Vals (Skot): Ágústa Edda Björnsdóttir 7/5 (17/7), Arna Grímsdóttir 3 (5), Katrín Andrésdóttir 3 (6), Hafrún Kristjánsdóttir 2 (3), Lilja Valdimarsdóttir 2 (4), Díana Guðjónsdóttir 1 (3), Soffía Rut Gísladóttir 1 (4), Anna María Guðmundsdóttir 0 (1), Varin skot: Berglind Hansdóttir 17/1 (40/6, 34%) Fiskuð víti: Hafrún 2, Arna 2, Katrín 2, Ágústa. Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Lilja Valdimarsdóttir 2, Anna Grímsd., Hafrún, Ágústa) Brottvísnir: 16 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Slæmir. Áhorfendur: 220.
Íslenski handboltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira