Fá greitt fyrir kynlífssýningar 13. apríl 2005 00:01 "Við vitum um íslenskar stúlkur sem hafa hagnast á því að bera sig fyrir framan myndavélar í svokallaðri beinni útsendingu á netinu," sagði Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður hjá ofbeldisbrotadeild Lögreglunnar í Reykjavík. Kristján flutti fróðlegan og gagnlegan fyrirlestur á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum, sem haldin var í fyrradag í Kennaraháskóla Íslands. Hann fjallaði um ofbeldismál tengd netinu. Um þá aðferð stúlkna að hagnast á svokölluðum "beinum útsendingum" sagði hann að við þær væru notaðar svokallaðar vefmyndavélar. "Þar eru sýndar kynferðislegar athafnir. Menn fá að sjá meira ef þeir gefa upp greiðslukortanúmerið," bætti hann við. Hann fjallaði einnig um aðferðir barnaníðinga við að tæla ung börn og setti fram alvarleg varnaðarorð til forráðamanna varðandi netnotkun barnanna. "Tæling og blekking eru helstu aðferðir við kynferðisafbrot gagnvart börnum," sagði hann. "Ég hef séð stúlkur og drengi verða fyrir barðinu á barnaníðingum með þessum hætti. Um 70 - 80 prósent barnaníðinga hafa sótt barnaklám á netinu. Og um 70 - 80 prósent þeirra sem sækjast í barnaklám á netinu hafa framið kynferðisbrot gegn börnum. Lögreglan vinnur með hliðsjón af þessum staðreyndum í dag. Þeir sem ætla sér að nálgast börn með kynferðisofbeldi í huga gera það ekki með því að beita þau líkamlegu ofbeldi, heldur beita þeir "nærgætnu" ofbeldi til að komast að þeim." Kristján Ingi sagði að líkja mætti barnaníðingum við fíkla. Þeir gerðu hvað sem er til þess að nálgast börn. Ef þeir næðu barni til sín væru allar líkur á að þeir kæmust eins langt með það og þeir ætluðu sér. Hann sagði enn fremur að enginn gæti verið óhultur fyrir barnaníðungum. Algengur misskilningur foreldra væri sá, að þau héldu að börnin væru óhult fyrir ofbeldismönnunum ef þau væru látin fylgja útivistarreglum. "Barnaníðingar aðlaga sig að útivistarreglum barna. Þeir vilja ekki að börn sem þeir hafa læst klónum í brjóti þær, því það gæti vakið spurningar sem kæmu upp um afbrot þeirra. Þeir hanga á einkamálarásum og opnum spjallrásum á netinu, þeir eiga msn - netfang hjá fjölda barna. Þeir bíða og þeir vinna að því að fá börnin til að hitta sig. Þeir gera það markvisst, öllum stundum, allan sólarhringinn." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
"Við vitum um íslenskar stúlkur sem hafa hagnast á því að bera sig fyrir framan myndavélar í svokallaðri beinni útsendingu á netinu," sagði Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður hjá ofbeldisbrotadeild Lögreglunnar í Reykjavík. Kristján flutti fróðlegan og gagnlegan fyrirlestur á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum, sem haldin var í fyrradag í Kennaraháskóla Íslands. Hann fjallaði um ofbeldismál tengd netinu. Um þá aðferð stúlkna að hagnast á svokölluðum "beinum útsendingum" sagði hann að við þær væru notaðar svokallaðar vefmyndavélar. "Þar eru sýndar kynferðislegar athafnir. Menn fá að sjá meira ef þeir gefa upp greiðslukortanúmerið," bætti hann við. Hann fjallaði einnig um aðferðir barnaníðinga við að tæla ung börn og setti fram alvarleg varnaðarorð til forráðamanna varðandi netnotkun barnanna. "Tæling og blekking eru helstu aðferðir við kynferðisafbrot gagnvart börnum," sagði hann. "Ég hef séð stúlkur og drengi verða fyrir barðinu á barnaníðingum með þessum hætti. Um 70 - 80 prósent barnaníðinga hafa sótt barnaklám á netinu. Og um 70 - 80 prósent þeirra sem sækjast í barnaklám á netinu hafa framið kynferðisbrot gegn börnum. Lögreglan vinnur með hliðsjón af þessum staðreyndum í dag. Þeir sem ætla sér að nálgast börn með kynferðisofbeldi í huga gera það ekki með því að beita þau líkamlegu ofbeldi, heldur beita þeir "nærgætnu" ofbeldi til að komast að þeim." Kristján Ingi sagði að líkja mætti barnaníðingum við fíkla. Þeir gerðu hvað sem er til þess að nálgast börn. Ef þeir næðu barni til sín væru allar líkur á að þeir kæmust eins langt með það og þeir ætluðu sér. Hann sagði enn fremur að enginn gæti verið óhultur fyrir barnaníðungum. Algengur misskilningur foreldra væri sá, að þau héldu að börnin væru óhult fyrir ofbeldismönnunum ef þau væru látin fylgja útivistarreglum. "Barnaníðingar aðlaga sig að útivistarreglum barna. Þeir vilja ekki að börn sem þeir hafa læst klónum í brjóti þær, því það gæti vakið spurningar sem kæmu upp um afbrot þeirra. Þeir hanga á einkamálarásum og opnum spjallrásum á netinu, þeir eiga msn - netfang hjá fjölda barna. Þeir bíða og þeir vinna að því að fá börnin til að hitta sig. Þeir gera það markvisst, öllum stundum, allan sólarhringinn."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels