Stjörnuhrap í Eyjum 17. apríl 2005 00:01 ÍBV og Haukar mætast í úrslitum DHL-deildar kvenna en Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér réttinn til þess að mæta Haukum í dag er það valtaði yfir Stjörnuna, 32-24, í oddaleik liðanna í Eyjum. Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en síðan ekki söguna meir. ÍBV tók völdin á vellinum og smám saman sigldi fram hjá Stjörnunni. Þegar fyrri hálfleikur var liðinn hafði ÍBV góð tök á leiknum og fjögurra marka forystu, 16-12. Stjarnan breytti um varnarleik í síðari hálfleik og freistaði þess að vinna upp forskot Eyjastúlkna. Garðbæingar skoruðu tvö fyrstu mörk hálfleiksins en þá sagði ÍBV hingað og ekki lengra. Þær skelltu í lás í vörninni og Florentina Grecu borðaði alla bolta sem Stjarnan náði að kasta á markið en hún varði 29 skot í markinu og fór á kostum. ÍBV var því fljótlega komið með góða forystu og leikurinn var í raun búinn um miðjan síðari hálfleik. Grecu var sem áður segir stórkostleg í markinu og með hana í álíka formi gegn Haukum gætu Hafnfirðingar lent í vandræðum. Patsiou er ótrúlega seigur leikmaður og skotviss. Eva Björk dregur síðan vagninn í sókninni á mikilvægum augnablikum en vítamörk hennar og skynsemi skipa miklu máli. Svo má ekki gleyma línumanninum Darinku Stefanovic sem er verulega vanmetinn leikmaður, sterk í vörn, býr til fínar opnanir í sókninni og nýtir þar að auki færin sín vel. Ef hún skorar ekki fær hún oftar en ekki vítakast í staðinn. Stjarnan var heillum horfin að þessu sinni. Skyttur liðsins voru slakar og hægri vængurinn algjörlega lamaður. Varnarleikur liðsins var hörmulegur á köflum og markvarslan eftir því. Þær áttu ekki skilið að komast lengra að þessu sinni. - HBGÍBV-Stjarnan 32-24 (16-12)Mörk ÍBV (skot): Anastasia Patsiou 10 (16), Eva Björk Hlöðversdóttir 8/5 (13/6), Darinka Stefanovic 5 (6), Tanja Zukowska 4 (6), Alla Gokorian 4 (7/1), Ingibjörg Jónsdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1. Hraðaupphlaup: 5 (Alla 2, Stefanovic, Ingibjörg, Zukowska) Fiskuð víti: 7 (Stefanovic 5, Eva Björk, Alla). Varin skot: Florentina Grecu 29/1. Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 6/3 (13/4), Kristín Clausen 5/1 (8/2), Elisabeta Kowal 3 (4), Kristín Guðmundsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2 (4), Hind Hannesdóttir 2 (5), Anna Bryndís Blöndal 2 (6), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (3). Hraðaupphlaup: 4 (Kristín Clausen 2, Kowal, Elísabet). Fiskuð víti: 6 (Ásdís Sig. 2, Kowal, Kristín Guðm., Hind, Anna Bryndís). Varin skot: Jelena Jovanovic 14/1, Helga Vala Jónsdóttir 4. Íslenski handboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
ÍBV og Haukar mætast í úrslitum DHL-deildar kvenna en Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér réttinn til þess að mæta Haukum í dag er það valtaði yfir Stjörnuna, 32-24, í oddaleik liðanna í Eyjum. Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en síðan ekki söguna meir. ÍBV tók völdin á vellinum og smám saman sigldi fram hjá Stjörnunni. Þegar fyrri hálfleikur var liðinn hafði ÍBV góð tök á leiknum og fjögurra marka forystu, 16-12. Stjarnan breytti um varnarleik í síðari hálfleik og freistaði þess að vinna upp forskot Eyjastúlkna. Garðbæingar skoruðu tvö fyrstu mörk hálfleiksins en þá sagði ÍBV hingað og ekki lengra. Þær skelltu í lás í vörninni og Florentina Grecu borðaði alla bolta sem Stjarnan náði að kasta á markið en hún varði 29 skot í markinu og fór á kostum. ÍBV var því fljótlega komið með góða forystu og leikurinn var í raun búinn um miðjan síðari hálfleik. Grecu var sem áður segir stórkostleg í markinu og með hana í álíka formi gegn Haukum gætu Hafnfirðingar lent í vandræðum. Patsiou er ótrúlega seigur leikmaður og skotviss. Eva Björk dregur síðan vagninn í sókninni á mikilvægum augnablikum en vítamörk hennar og skynsemi skipa miklu máli. Svo má ekki gleyma línumanninum Darinku Stefanovic sem er verulega vanmetinn leikmaður, sterk í vörn, býr til fínar opnanir í sókninni og nýtir þar að auki færin sín vel. Ef hún skorar ekki fær hún oftar en ekki vítakast í staðinn. Stjarnan var heillum horfin að þessu sinni. Skyttur liðsins voru slakar og hægri vængurinn algjörlega lamaður. Varnarleikur liðsins var hörmulegur á köflum og markvarslan eftir því. Þær áttu ekki skilið að komast lengra að þessu sinni. - HBGÍBV-Stjarnan 32-24 (16-12)Mörk ÍBV (skot): Anastasia Patsiou 10 (16), Eva Björk Hlöðversdóttir 8/5 (13/6), Darinka Stefanovic 5 (6), Tanja Zukowska 4 (6), Alla Gokorian 4 (7/1), Ingibjörg Jónsdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1. Hraðaupphlaup: 5 (Alla 2, Stefanovic, Ingibjörg, Zukowska) Fiskuð víti: 7 (Stefanovic 5, Eva Björk, Alla). Varin skot: Florentina Grecu 29/1. Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 6/3 (13/4), Kristín Clausen 5/1 (8/2), Elisabeta Kowal 3 (4), Kristín Guðmundsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2 (4), Hind Hannesdóttir 2 (5), Anna Bryndís Blöndal 2 (6), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (3). Hraðaupphlaup: 4 (Kristín Clausen 2, Kowal, Elísabet). Fiskuð víti: 6 (Ásdís Sig. 2, Kowal, Kristín Guðm., Hind, Anna Bryndís). Varin skot: Jelena Jovanovic 14/1, Helga Vala Jónsdóttir 4.
Íslenski handboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira