Bjarni á leið til Frakklands 19. apríl 2005 00:01 "Þetta hefur gengið bara voða vel og er eiginlega alveg komið í gegn. Ég var búinn að fá samninginn í hendurnar en það voru nokkur smáatriði sem ég vildi breyta og sendi hann því aftur út," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR-inga, sem hefur landað samningi hjá franska liðinu Créteil og er nýjasti atvinnumaður Íslands í handbolta. Frakkarnir hrifust af Bjarna og þrátt fyrir að samningurinn hafi ekki verið undirritaður er hann svo gott sem í höfn. "Þeir eru búnir að tilkynna komu mína á heimasíðunni þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því að þessi smáatriði gangi ekki eftir. Þetta er eiginlega komið á hreint þannig að ég get slakað aðeins á og einbeitt mér að því að klára tímabilið með ÍR," segir Bjarni, sem hefur leikið með meistaraflokki ÍR síðustu sex ár. "Þetta verður tveggja ára samningur með tillit til þriðja árs. Það er gott að þetta séu bara tvö ár því maður fer varlega í sinn fyrsta samning," sagði Bjarni um samninginn sinn. Það er stórt takmark fyrir hornamanninn snjalla að vera á leiðinni út en hann verður 25 ára gamall í haust. "Það er frábært að vera á leiðinni út og það skiptir líka miklu máli að vera að fara til liðs þar sem mér líst mjög vel á allar aðstæður. Ég er líka mjög ánægður með að ég verð fyrsti hægri hornamaðurinn í liðinu og mun spila 60 mínútur í leik, sem mér finnst skipta miklu máli því það er ekkert gaman að dúsa á bekknum," sagði Bjarni en markmið félagsins er að vera meðal þeirra bestu í frönsku deildinni. "Þjálfarinn talaði um að liðið geti ekki keppt við Montpellier og viðlíka stórlið sem eru öll með 14 toppleikmenn. Þeir stefna á það að vera með níu toppleikmenn og treysta á þá til þess að spila deildina og geta unnið titil á næsta tímabili. Ég er mjög spenntur fyrir frönskum handbolta og er mjög hrifinn af því hvernig franska landsliðið spilar. Það spilar hörkuvörn og er skapandi í sókninni. Þjálfarinn talaði líka mikið um að leggja mikið upp úr því að búa til sterka liðsheild og að allir sem komi að liðinu taki þátt í að hjálpa Créteil að ná langt. Þeir eru enn á fullu að spila í deildinni þannig að það er nóg að gerast hjá þeim en ég gæti alveg séð mig klára þennan samning á næstu dögum," segir Bjarni, sem verður í eldlínunni í Eyjum í kvöld þegar ÍR-ingar sækja ÍBV heim í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum DHL-deildarinnar. Íslenski handboltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
"Þetta hefur gengið bara voða vel og er eiginlega alveg komið í gegn. Ég var búinn að fá samninginn í hendurnar en það voru nokkur smáatriði sem ég vildi breyta og sendi hann því aftur út," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR-inga, sem hefur landað samningi hjá franska liðinu Créteil og er nýjasti atvinnumaður Íslands í handbolta. Frakkarnir hrifust af Bjarna og þrátt fyrir að samningurinn hafi ekki verið undirritaður er hann svo gott sem í höfn. "Þeir eru búnir að tilkynna komu mína á heimasíðunni þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því að þessi smáatriði gangi ekki eftir. Þetta er eiginlega komið á hreint þannig að ég get slakað aðeins á og einbeitt mér að því að klára tímabilið með ÍR," segir Bjarni, sem hefur leikið með meistaraflokki ÍR síðustu sex ár. "Þetta verður tveggja ára samningur með tillit til þriðja árs. Það er gott að þetta séu bara tvö ár því maður fer varlega í sinn fyrsta samning," sagði Bjarni um samninginn sinn. Það er stórt takmark fyrir hornamanninn snjalla að vera á leiðinni út en hann verður 25 ára gamall í haust. "Það er frábært að vera á leiðinni út og það skiptir líka miklu máli að vera að fara til liðs þar sem mér líst mjög vel á allar aðstæður. Ég er líka mjög ánægður með að ég verð fyrsti hægri hornamaðurinn í liðinu og mun spila 60 mínútur í leik, sem mér finnst skipta miklu máli því það er ekkert gaman að dúsa á bekknum," sagði Bjarni en markmið félagsins er að vera meðal þeirra bestu í frönsku deildinni. "Þjálfarinn talaði um að liðið geti ekki keppt við Montpellier og viðlíka stórlið sem eru öll með 14 toppleikmenn. Þeir stefna á það að vera með níu toppleikmenn og treysta á þá til þess að spila deildina og geta unnið titil á næsta tímabili. Ég er mjög spenntur fyrir frönskum handbolta og er mjög hrifinn af því hvernig franska landsliðið spilar. Það spilar hörkuvörn og er skapandi í sókninni. Þjálfarinn talaði líka mikið um að leggja mikið upp úr því að búa til sterka liðsheild og að allir sem komi að liðinu taki þátt í að hjálpa Créteil að ná langt. Þeir eru enn á fullu að spila í deildinni þannig að það er nóg að gerast hjá þeim en ég gæti alveg séð mig klára þennan samning á næstu dögum," segir Bjarni, sem verður í eldlínunni í Eyjum í kvöld þegar ÍR-ingar sækja ÍBV heim í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum DHL-deildarinnar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira