Horfði á sjónvarpið með grímuna 20. apríl 2005 00:01 Andri Stefan lék mjög vel fyrir Hauka í fyrsta leiknum gegn Val í undanúrslitum DHL-deildarinnar á þriðjudag. Hann skoraði sjö mörk og hélt sóknarleik Hauka á floti löngum stundum. Frammistaða Andra vekur ekki síst athygli fyrir þá staðreynd að hann er nefbrotinn og þarf að spila með andlitsgrímu sem gerir Andra ekki auðveldara fyrir. "Ég lenti í samstuði við félaga minn Vigni Svavarsson á æfingu og brotnaði. Það var alveg óvart en ég hljóp á olnbogann á honum. Ég fékk höggið beint á nefið þannig að það er ekki skakkt og ég þarf ekki í aðgerð," sagði Andri en hann hefur verið að æfa sig að sjá með grímunni síðan hann fékk hana. "Ég fékk hana á föstudaginn síðasta og spilaði leik með 2. flokki með hana. Ég sá ekkert til að byrja með og var bara kominn inn á línu svo ég þvældist ekki fyrir. Svo hef ég notað hana grimmt á æfingum og þetta venst fljótlega. Hreyfingarnar breytast mikið. Augun sjá venjulega um þetta en nú þarf að beita hálsinum meira til að sjá boltann. Það getur samt verið erfitt að sjá gólfsendingar og annað álíka. Ég var samt orðinn nokkuð vanur að vera með hana þegar Valsararnir komu í heimsókn." Andri hefur ekki bara verið að æfa með grímuna heldur hefur hún einnig verið notuð í daglega lífinu. "Ég gekk um með hana heima og prófaði líka að horfa á sjónvarpið með hana. Ókosturinn við þessa blessuðu grímu er samt hvað manni verður heitt undan henni og því svitnar maður svakalega mikið. Það er rigning undir grímunni þannig að það er erfitt að vera með hana lengi í einu," sagði Andri Stefan léttur á því og bætti við að hann hefði horft á Vanilla Sky og Silence of the Lambs með grímuna. Það væri stemning í því. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Andri Stefan lék mjög vel fyrir Hauka í fyrsta leiknum gegn Val í undanúrslitum DHL-deildarinnar á þriðjudag. Hann skoraði sjö mörk og hélt sóknarleik Hauka á floti löngum stundum. Frammistaða Andra vekur ekki síst athygli fyrir þá staðreynd að hann er nefbrotinn og þarf að spila með andlitsgrímu sem gerir Andra ekki auðveldara fyrir. "Ég lenti í samstuði við félaga minn Vigni Svavarsson á æfingu og brotnaði. Það var alveg óvart en ég hljóp á olnbogann á honum. Ég fékk höggið beint á nefið þannig að það er ekki skakkt og ég þarf ekki í aðgerð," sagði Andri en hann hefur verið að æfa sig að sjá með grímunni síðan hann fékk hana. "Ég fékk hana á föstudaginn síðasta og spilaði leik með 2. flokki með hana. Ég sá ekkert til að byrja með og var bara kominn inn á línu svo ég þvældist ekki fyrir. Svo hef ég notað hana grimmt á æfingum og þetta venst fljótlega. Hreyfingarnar breytast mikið. Augun sjá venjulega um þetta en nú þarf að beita hálsinum meira til að sjá boltann. Það getur samt verið erfitt að sjá gólfsendingar og annað álíka. Ég var samt orðinn nokkuð vanur að vera með hana þegar Valsararnir komu í heimsókn." Andri hefur ekki bara verið að æfa með grímuna heldur hefur hún einnig verið notuð í daglega lífinu. "Ég gekk um með hana heima og prófaði líka að horfa á sjónvarpið með hana. Ókosturinn við þessa blessuðu grímu er samt hvað manni verður heitt undan henni og því svitnar maður svakalega mikið. Það er rigning undir grímunni þannig að það er erfitt að vera með hana lengi í einu," sagði Andri Stefan léttur á því og bætti við að hann hefði horft á Vanilla Sky og Silence of the Lambs með grímuna. Það væri stemning í því.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast