Handboltinn í hættu á ÓL 20. apríl 2005 00:01 Allar 28 íþróttagreinarnar sem keppt er um á Ólympíuleikunum gætu verið í hættu um að missa sæti sitt í dagskrá leikanna þegar kosið verður um framtíðargeinar leikanna í sumar. Keppnisgreinar á næstu leikum, sem fara fram í Peking í Kína árið 2008, verða þó hinar sömu og í Aþenu í fyrra. Alþjóða Ólympíunefndin ætlar að kjósa á milli allra þeirra 28 íþróttagreina sem keppt var í á leikunum í Aþenu og síðan þeirra fimm sem sækjast eftir því að bætast í hópinn en það eru golf, rúgbí, karate, skvass og hjólaskautaíþróttir. Síðasta grein til þess að missa sætið sitt var póló sem var sett út þegar leikarnir fóru fram í Berlín 1936. Forseti Aþjóða Ólympíunefndarinnar, Jacques Rogge, tekur það skýrt fram að fjöldi íþróttagreina megi aldrei fara yfir 28, verðlaunagreina aldrei yfir 301 og íþróttafólkið megi aldrei vera fleira en 10.500 manns. "Það er ekki hægt að hafa fleiri en 28 greinar en það er enginn krafa um að við fyllum þann kvóta. Greinarnar gætu alveg eins orðið 26 eða 27," sagði Rogge í viðtali en 117 manns hafa atkvæðisrétt og verður hver grein að fá yfir 51% atkvæða til þess að halda sæti sínu í dagskrá Ólympíuleikanna. Árið 2002 lagði Rogge til að golf og rúgbí tækju sæti á leikunum í stað hafnarbolta og mjúkbolta en ekkert varð úr þeirri breytingu. Að þessu sinni munu nefndarmenn kjósa fyrst um það, hvaða greinar halda sæti sínu, þá hvaða nýju greinar koma inn og loks í hvaða íþróttagreinum keppt verður á ÓIympíuleikunum 2012. Alþjóðaólympíunefndin fer yfir allar íþróttagreinar eftir hverja Ólympíuleika og metur stöðu þeirra innan leikanna. Því er reyndar spáð að vanafastir meðlimir Ólympíunefndarinnar fari varlega í breytingar enda munu forsvarsmenn núverandi keppnisgreina væntanlega gera allt til þess að halda sæti þeirra á leikunum. Það er þó ekki ólíklegt að fámenn grein eins og handbolti gæti verið i hættu þegar fjölmenn grein eins og golfið gerir atlögu að sæti á Ólympíuleikum framtíðarinnar. Stærsti hluti Ólympíufara Íslands á mörgum af síðustu leikum hafa einmitt verið handboltamenn og er þetta eina hópíþróttin þar sem Ísland hefur unnið sér keppnisrétt á leikunum. Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Allar 28 íþróttagreinarnar sem keppt er um á Ólympíuleikunum gætu verið í hættu um að missa sæti sitt í dagskrá leikanna þegar kosið verður um framtíðargeinar leikanna í sumar. Keppnisgreinar á næstu leikum, sem fara fram í Peking í Kína árið 2008, verða þó hinar sömu og í Aþenu í fyrra. Alþjóða Ólympíunefndin ætlar að kjósa á milli allra þeirra 28 íþróttagreina sem keppt var í á leikunum í Aþenu og síðan þeirra fimm sem sækjast eftir því að bætast í hópinn en það eru golf, rúgbí, karate, skvass og hjólaskautaíþróttir. Síðasta grein til þess að missa sætið sitt var póló sem var sett út þegar leikarnir fóru fram í Berlín 1936. Forseti Aþjóða Ólympíunefndarinnar, Jacques Rogge, tekur það skýrt fram að fjöldi íþróttagreina megi aldrei fara yfir 28, verðlaunagreina aldrei yfir 301 og íþróttafólkið megi aldrei vera fleira en 10.500 manns. "Það er ekki hægt að hafa fleiri en 28 greinar en það er enginn krafa um að við fyllum þann kvóta. Greinarnar gætu alveg eins orðið 26 eða 27," sagði Rogge í viðtali en 117 manns hafa atkvæðisrétt og verður hver grein að fá yfir 51% atkvæða til þess að halda sæti sínu í dagskrá Ólympíuleikanna. Árið 2002 lagði Rogge til að golf og rúgbí tækju sæti á leikunum í stað hafnarbolta og mjúkbolta en ekkert varð úr þeirri breytingu. Að þessu sinni munu nefndarmenn kjósa fyrst um það, hvaða greinar halda sæti sínu, þá hvaða nýju greinar koma inn og loks í hvaða íþróttagreinum keppt verður á ÓIympíuleikunum 2012. Alþjóðaólympíunefndin fer yfir allar íþróttagreinar eftir hverja Ólympíuleika og metur stöðu þeirra innan leikanna. Því er reyndar spáð að vanafastir meðlimir Ólympíunefndarinnar fari varlega í breytingar enda munu forsvarsmenn núverandi keppnisgreina væntanlega gera allt til þess að halda sæti þeirra á leikunum. Það er þó ekki ólíklegt að fámenn grein eins og handbolti gæti verið i hættu þegar fjölmenn grein eins og golfið gerir atlögu að sæti á Ólympíuleikum framtíðarinnar. Stærsti hluti Ólympíufara Íslands á mörgum af síðustu leikum hafa einmitt verið handboltamenn og er þetta eina hópíþróttin þar sem Ísland hefur unnið sér keppnisrétt á leikunum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira