NBA - Línur skýrast í úrslitin 21. apríl 2005 00:01 Leiktímabilinu í NBA lauk í nótt og nú er endanlega ljóst hvaða lið raðast saman í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. New Jersey Nets tryggðu sér áttunda og síðasta sætið á austurströndinni með sigri á Boston Celtics, 102-93. Vince Carter var maðurinn á bak við sigur Nets eins og svo oft áður á undanförnum vikum, en hann skoraði 37 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik. Sigur New Jersey þýðir að Cleveland Cavaliers sitja eftir með sárt ennið og komast ekki í úrslitakeppnina, þrátt fyrir að hafa endað með sama sigurleikjafjölda og Nets, sem unnu innbyrðisviðureignir liðanna á leiktíðinni. Cleveland sigraði Toronto Raptors í nótt, 104-95, þar sem LeBron James fór enn einu sinni á kostum og skoraði 27 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Þessi stórleikur unglingsins nægði þó ekki, frekar en fyrri daginn og nú bíður liðsins erfitt sumar þar sem framtíð liðsins verður skoðuð ofan í kjölinn. Lið Indiana Pacers lagði Chicago Bulls í nótt, 85-83 og forðaði sér þannig frá því að mæta meisturum Detroit Pistons í fyrstu umferð úrsitakeppninnar. Þetta var síðasti leikur Reggie Miller á heimavelli fyrir Pacers og var honum ákaft fagnað af fullu húsi áhorfenda, sem hylltu hann og þökkuðu honum fyrr átján ára þjónustu. Miller getur þó haldið eitthvað áfram að skemmta áhorfendum sínum, því Indiana mætir Boston í úrslitakeppninni og hún hefur jafnan verið aðalsmerki hins frábæra leikmanns. Dallas Mavericks fara inn í úrslitakeppnina á miklu skriði, því þeir burstuðu Memphis Grizzlies 108-88 í nótt og unnu síðustu 8 leiki sína á tímabilinu. Dallas mætir grönnum sínum í Houston í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og gat leyft sér það munað að hvíla sína bestu menn í nótt. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas í nótt með 27 stig. Houston liðið er líka á góðum skriði og í nótt unnu þeir sinn sjöunda leik í röð þegar þeir rúlluðu upp liði Seattle 106-78. Það sem stóð uppúr í leik Houston var þó frekar neikvætt, því Tracy McGrady, þeirra aðal skorari, gat lítið beitt sér í leiknum og á við erfið bakmeiðsli að stríða sem eru liðinu mikið áhyggjuefni fyrir átökin framundan. Seattle tekur á móti Sacramento í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og bæði lið eiga í miklum erfiðleikum vegna meiðsla lykilmanna. Seattle hefur tapað 10 af síðustu 14 leikjum sínum, sem er ekki gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Eftirfarandi lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardagskvöldið. Austurdeild: Miami - New Jersey Detroit - Philadelphia Boston - Indiana Chicago - Washington Vesturdeild: Phoenix - Memphis San Antonio - Denver Seattle - Sacramento Dallas-Houston NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Sjá meira
Leiktímabilinu í NBA lauk í nótt og nú er endanlega ljóst hvaða lið raðast saman í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. New Jersey Nets tryggðu sér áttunda og síðasta sætið á austurströndinni með sigri á Boston Celtics, 102-93. Vince Carter var maðurinn á bak við sigur Nets eins og svo oft áður á undanförnum vikum, en hann skoraði 37 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik. Sigur New Jersey þýðir að Cleveland Cavaliers sitja eftir með sárt ennið og komast ekki í úrslitakeppnina, þrátt fyrir að hafa endað með sama sigurleikjafjölda og Nets, sem unnu innbyrðisviðureignir liðanna á leiktíðinni. Cleveland sigraði Toronto Raptors í nótt, 104-95, þar sem LeBron James fór enn einu sinni á kostum og skoraði 27 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Þessi stórleikur unglingsins nægði þó ekki, frekar en fyrri daginn og nú bíður liðsins erfitt sumar þar sem framtíð liðsins verður skoðuð ofan í kjölinn. Lið Indiana Pacers lagði Chicago Bulls í nótt, 85-83 og forðaði sér þannig frá því að mæta meisturum Detroit Pistons í fyrstu umferð úrsitakeppninnar. Þetta var síðasti leikur Reggie Miller á heimavelli fyrir Pacers og var honum ákaft fagnað af fullu húsi áhorfenda, sem hylltu hann og þökkuðu honum fyrr átján ára þjónustu. Miller getur þó haldið eitthvað áfram að skemmta áhorfendum sínum, því Indiana mætir Boston í úrslitakeppninni og hún hefur jafnan verið aðalsmerki hins frábæra leikmanns. Dallas Mavericks fara inn í úrslitakeppnina á miklu skriði, því þeir burstuðu Memphis Grizzlies 108-88 í nótt og unnu síðustu 8 leiki sína á tímabilinu. Dallas mætir grönnum sínum í Houston í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og gat leyft sér það munað að hvíla sína bestu menn í nótt. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas í nótt með 27 stig. Houston liðið er líka á góðum skriði og í nótt unnu þeir sinn sjöunda leik í röð þegar þeir rúlluðu upp liði Seattle 106-78. Það sem stóð uppúr í leik Houston var þó frekar neikvætt, því Tracy McGrady, þeirra aðal skorari, gat lítið beitt sér í leiknum og á við erfið bakmeiðsli að stríða sem eru liðinu mikið áhyggjuefni fyrir átökin framundan. Seattle tekur á móti Sacramento í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og bæði lið eiga í miklum erfiðleikum vegna meiðsla lykilmanna. Seattle hefur tapað 10 af síðustu 14 leikjum sínum, sem er ekki gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Eftirfarandi lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardagskvöldið. Austurdeild: Miami - New Jersey Detroit - Philadelphia Boston - Indiana Chicago - Washington Vesturdeild: Phoenix - Memphis San Antonio - Denver Seattle - Sacramento Dallas-Houston
NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti