Fyrningamál verði unnin í samhengi 27. apríl 2005 00:01 "Ég tæki því að sjálfsögðu vel ef allsherjarnefnd fæli ráðuneytinu að fara yfir fyrirliggjandi frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum, og gera síðan sínar tillögur," sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, spurður um afstöðu sína til þess að nefndin myndi vísa málinu til ráðuneytis hans. "Ráðuneytið mundi skoða málið vel," sagði ráðherra. "Síðan yrði niðurstaða þess kynnt. Mér þætti slíkt eðlilegur gangur máls af þessum toga." Hann sagði að um miðjan apríl hefði komið hópur fólks til sín í ráðuneytið og kynnt sér aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Þar kæmu fram tillögur að úrbótum sem gagnast mættu við endurskoðun laga gegn slíku ofbeldi. Tillögurnar vörðuðu málefni sem heyrðu undir verksvið ráðuneyta heilbrigðis-, dóms-, félags- og menntamála. Þær væru í fimm köflum. Í viðamesta kaflanum væru kynnt sjónarmið og lagðar fram breytingar sem tengdust réttarkerfinu. "Þar er meðal annars lagt til að unnið verði að heildarendurskoðun löggjafar, meðal annars hegningarlaga og laga um meðferð opinberra mála þar sem tekið verði sérstaklega á kynbundnu ofbeldi. Í því sambandi er lagt til að kynferðisbrotakafli hegningarlaga verði tekinn til heildarendurskoðunar og lögð á það áhersla að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki." sagði ráðherra. "Ég hef tilkynnt allsherjarnefnd og formanni hennar að ég hafi hug á því að vinna úr þessum tillögum." Björn kvaðst vita til þess að aðgerðaáætlunin hefði þegar verið tekin til umfjöllunar í samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum, sem sett hefði verið á laggirnar 2003 og starfaði í umboði félagsmálaráðuneytisins. "Þessu máli er á þennan veg farið," sagði ráðherra "Ég vil að litið sé á þessi mál í þessu stóra samhengi, en menn séu ekki að taka eitt mál fyrir og síðan annað, heldur hljóti að vera skynsamlegt að reyna að ná utan um málaflokkinn allan og fella þá fyrningarþáttinn að heildarniðurstöðunni." Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
"Ég tæki því að sjálfsögðu vel ef allsherjarnefnd fæli ráðuneytinu að fara yfir fyrirliggjandi frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum, og gera síðan sínar tillögur," sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, spurður um afstöðu sína til þess að nefndin myndi vísa málinu til ráðuneytis hans. "Ráðuneytið mundi skoða málið vel," sagði ráðherra. "Síðan yrði niðurstaða þess kynnt. Mér þætti slíkt eðlilegur gangur máls af þessum toga." Hann sagði að um miðjan apríl hefði komið hópur fólks til sín í ráðuneytið og kynnt sér aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Þar kæmu fram tillögur að úrbótum sem gagnast mættu við endurskoðun laga gegn slíku ofbeldi. Tillögurnar vörðuðu málefni sem heyrðu undir verksvið ráðuneyta heilbrigðis-, dóms-, félags- og menntamála. Þær væru í fimm köflum. Í viðamesta kaflanum væru kynnt sjónarmið og lagðar fram breytingar sem tengdust réttarkerfinu. "Þar er meðal annars lagt til að unnið verði að heildarendurskoðun löggjafar, meðal annars hegningarlaga og laga um meðferð opinberra mála þar sem tekið verði sérstaklega á kynbundnu ofbeldi. Í því sambandi er lagt til að kynferðisbrotakafli hegningarlaga verði tekinn til heildarendurskoðunar og lögð á það áhersla að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki." sagði ráðherra. "Ég hef tilkynnt allsherjarnefnd og formanni hennar að ég hafi hug á því að vinna úr þessum tillögum." Björn kvaðst vita til þess að aðgerðaáætlunin hefði þegar verið tekin til umfjöllunar í samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum, sem sett hefði verið á laggirnar 2003 og starfaði í umboði félagsmálaráðuneytisins. "Þessu máli er á þennan veg farið," sagði ráðherra "Ég vil að litið sé á þessi mál í þessu stóra samhengi, en menn séu ekki að taka eitt mál fyrir og síðan annað, heldur hljóti að vera skynsamlegt að reyna að ná utan um málaflokkinn allan og fella þá fyrningarþáttinn að heildarniðurstöðunni."
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira