Almenningur í klemmu 27. apríl 2005 00:01 Almenningur ehf. sem hyggst bjóða í hlut í Símanum er í klemmu milli þess að undirrita trúnaðareið vegna útboðsgagna við sölu Símans og þess að upplýsa væntanlega hluthafa félagsins. Söluferli Símans gerir kröfur til þess að þeir sem fá útboðsgögn Morgan Stanley skrifi undir trúnaðareið. Forsvarsmenn Almennings ehf., þau Agnes Bragadóttir, Ingvar Guðmundsson og Orri Vigfússon, hafa neitað að skrifa undir slíkt, enda myndi það binda hendur þeirra við að upplýsa væntanlega hluthafa um rekstur Símans, áform og aðstæður. Slíkt stangast á við lög um verðbréfaviðskipti sem kveða á um að upplýsingar sem nauðsynlegar eru fjárfestum svo þeir geti metið fjárfestingu sína verði að koma fram í útboðslýsingu. "Útboðið er greinilega ekki almenningsvænt," segir Orri Vigfússon, einn forsvarsmanna Almennings. "Ég vil vekja upp spurningu um hvort útboðið almennt standist lög og reglur. Þetta vekur upp spurningar um hvort einkavæðingarnefnd sé starfi sínu vaxinn eða þá ríkisstjórnin." Orri segir lögfræðinga hafa farið yfir málið með þeim og reglur útboðsins bindi hendur þeirra. Hann segir að ef sú leið yrði farin að stofna hlutafélag með útboðslýsingu, þá þyrfti að koma fram hvaða verð þau myndu bjóða. "Þá myndu allir samkeppnisaðilar okkar vita hvaða verð við værum að bjóða." Ein leið er fær að mati forsvarsmanna Almennings og í yfirlýsingu segir Agnes Bragadóttir fyrir hönd stjórnarinnar: "Því sjáum við okkur engan annan leik færan, í þeirri stöðu sem nú er upp komin, en að biðja hvert og eitt ykkar að rita okkur tölvubréf, þar sem þið með nafni, heimilisfangi og kennitölu, veitið okkur umboð til þess að óska eftir því við Morgan Stanley og einkavæðingarnefnd, að í ykkar nafni, verði ofangreind trúnaðargögn afhent." Orri segir ekki á dagskránni að leggja árar í bát. "Þetta er catch 22, en við ætlum að gera okkar besta til þess að almenningur fái að kaupa Símann í fyrsta áfanga; ekki bíða í tvö til þrjú ár," segir Orri. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Almenningur ehf. sem hyggst bjóða í hlut í Símanum er í klemmu milli þess að undirrita trúnaðareið vegna útboðsgagna við sölu Símans og þess að upplýsa væntanlega hluthafa félagsins. Söluferli Símans gerir kröfur til þess að þeir sem fá útboðsgögn Morgan Stanley skrifi undir trúnaðareið. Forsvarsmenn Almennings ehf., þau Agnes Bragadóttir, Ingvar Guðmundsson og Orri Vigfússon, hafa neitað að skrifa undir slíkt, enda myndi það binda hendur þeirra við að upplýsa væntanlega hluthafa um rekstur Símans, áform og aðstæður. Slíkt stangast á við lög um verðbréfaviðskipti sem kveða á um að upplýsingar sem nauðsynlegar eru fjárfestum svo þeir geti metið fjárfestingu sína verði að koma fram í útboðslýsingu. "Útboðið er greinilega ekki almenningsvænt," segir Orri Vigfússon, einn forsvarsmanna Almennings. "Ég vil vekja upp spurningu um hvort útboðið almennt standist lög og reglur. Þetta vekur upp spurningar um hvort einkavæðingarnefnd sé starfi sínu vaxinn eða þá ríkisstjórnin." Orri segir lögfræðinga hafa farið yfir málið með þeim og reglur útboðsins bindi hendur þeirra. Hann segir að ef sú leið yrði farin að stofna hlutafélag með útboðslýsingu, þá þyrfti að koma fram hvaða verð þau myndu bjóða. "Þá myndu allir samkeppnisaðilar okkar vita hvaða verð við værum að bjóða." Ein leið er fær að mati forsvarsmanna Almennings og í yfirlýsingu segir Agnes Bragadóttir fyrir hönd stjórnarinnar: "Því sjáum við okkur engan annan leik færan, í þeirri stöðu sem nú er upp komin, en að biðja hvert og eitt ykkar að rita okkur tölvubréf, þar sem þið með nafni, heimilisfangi og kennitölu, veitið okkur umboð til þess að óska eftir því við Morgan Stanley og einkavæðingarnefnd, að í ykkar nafni, verði ofangreind trúnaðargögn afhent." Orri segir ekki á dagskránni að leggja árar í bát. "Þetta er catch 22, en við ætlum að gera okkar besta til þess að almenningur fái að kaupa Símann í fyrsta áfanga; ekki bíða í tvö til þrjú ár," segir Orri.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira