Blair laug og laug 28. apríl 2005 00:01 Blair laug, og laug svo aftur, segir á forsíðu breska dagblaðsins Daily Mail í dag. Guardian segir að svo virðist sem bæði þing og ríkisstjórn hafi verið blekkt í aðdraganda stríðsins í Írak. Ástæða gagnrýninnar eru leyniskjöl sem lekið hefur verið í fjölmiðla. Það er lögfræðiálit dómsmálaráðherra Bretlands sem lekið var í fjölmiðla og valdið hefur sprengingu, viku fyrir þingkosningar. Í skýrslunni er varpað fram spurningum um lögmæti stríðsins í Írak og meðal annars sagt að dómstóll gæti komist að þeirri niðurstöðu að ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki heimilað stríðið. Skýrslan var tilbúin í byrjun mars, áður en Bretar og Bandaríkjamenn gáfust upp á því að fá öryggisráðið til að samþykkja nýja ályktun. Þegar þær tilraunir sigldu í strand birti dómsmálaráðherrann Goldsmith aðra skýrslu þar sem allar efasemdir um lögmæti stríðsins voru horfnar. Breskir fjölmiðlar og pólitískir andstæðingar Blairs velta því fyrir sér hvort að þrýstingi hafi verið beitt til að fá Goldsmith til að skipta um skoðun en hann hafnar því með öllu. Málið hefur vakið mikla athygli og það kemur sér illa fyrir Blair. Stríðið í Írak er Akkilesarhæll hans í kosningabaráttunni og meginástæða þess að trúverðugleiki hans meðal kjósenda er svo gott sem enginn. Næsta víst er að Blair tekst ekki að leggja megináherslu á innanríkismál á síðustu dögum kosningabaráttunnar fyrir vikið. Hægrablaðið Daily Mail segir Blair hafa logið í fyrirsögn í dag og vinstrablaðið Guardian segir skýrsluna benda til þess að bæði þing og ríkisstjórn hafi verið blekkt í aðdraganda stríðsins. Blair vísaði því með öllu á bug í morgun og til að reyna að draga úr skaðanum var skýrsla Goldsmiths birt í heild sinni á heimasíðu breska forsætisráðuneytisins í morgun. Þó að öryggt megi telja að Írak verði vegna þessa meginkosningabaráttumálið næstu vikuna getur Blair huggað sig við það að kannanir benda til þess að stríðsreksturinn hafi fremur lítil áhrif á afstöðu almennings í kosningunum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira
Blair laug, og laug svo aftur, segir á forsíðu breska dagblaðsins Daily Mail í dag. Guardian segir að svo virðist sem bæði þing og ríkisstjórn hafi verið blekkt í aðdraganda stríðsins í Írak. Ástæða gagnrýninnar eru leyniskjöl sem lekið hefur verið í fjölmiðla. Það er lögfræðiálit dómsmálaráðherra Bretlands sem lekið var í fjölmiðla og valdið hefur sprengingu, viku fyrir þingkosningar. Í skýrslunni er varpað fram spurningum um lögmæti stríðsins í Írak og meðal annars sagt að dómstóll gæti komist að þeirri niðurstöðu að ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki heimilað stríðið. Skýrslan var tilbúin í byrjun mars, áður en Bretar og Bandaríkjamenn gáfust upp á því að fá öryggisráðið til að samþykkja nýja ályktun. Þegar þær tilraunir sigldu í strand birti dómsmálaráðherrann Goldsmith aðra skýrslu þar sem allar efasemdir um lögmæti stríðsins voru horfnar. Breskir fjölmiðlar og pólitískir andstæðingar Blairs velta því fyrir sér hvort að þrýstingi hafi verið beitt til að fá Goldsmith til að skipta um skoðun en hann hafnar því með öllu. Málið hefur vakið mikla athygli og það kemur sér illa fyrir Blair. Stríðið í Írak er Akkilesarhæll hans í kosningabaráttunni og meginástæða þess að trúverðugleiki hans meðal kjósenda er svo gott sem enginn. Næsta víst er að Blair tekst ekki að leggja megináherslu á innanríkismál á síðustu dögum kosningabaráttunnar fyrir vikið. Hægrablaðið Daily Mail segir Blair hafa logið í fyrirsögn í dag og vinstrablaðið Guardian segir skýrsluna benda til þess að bæði þing og ríkisstjórn hafi verið blekkt í aðdraganda stríðsins. Blair vísaði því með öllu á bug í morgun og til að reyna að draga úr skaðanum var skýrsla Goldsmiths birt í heild sinni á heimasíðu breska forsætisráðuneytisins í morgun. Þó að öryggt megi telja að Írak verði vegna þessa meginkosningabaráttumálið næstu vikuna getur Blair huggað sig við það að kannanir benda til þess að stríðsreksturinn hafi fremur lítil áhrif á afstöðu almennings í kosningunum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira