Innlent

Dómur í líkfundarmáli óbreyttur

Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms yfir sakborningunum þremur í Líkfundarmálinu svokallaða fyrir stundu. Þeir fengu allir tveggja og hálfs árs dóm í héraði á síðasta ári. Tveir af þremur sakborningum í málinu, Grétar Sigurðsson og Jónas Ingi Ragnarsson, kröfðust sýknunar en þriðji sakborningurinn, Tómas Malakauskas, fór fram á mildun. Eins og kunnugt er fannst líkið af Vaidasi Juciviciusi í höfninni í Neskaupstað í febrúar í fyrra og fannst mikið af amfetamíni í líkinu. Ákæran á hendur þremenningunum var í þremur liðum, en þeir voru ákærðir fyrir innflutning á fíkniefnum, fyrir að koma Juciviciusi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líkinu af honum. Verjandi Tómasar Malakauskas sagði að skjólstæðingur sinn viðurkenndi að hafa átt þátt í innflutningnum á fíkniefnunum sem Vaidas Jucivicius var með innvortis en krafðist sýknu vegna hinna ákæruatriðanna. Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×