Er ekki sáttur við dóminn 28. apríl 2005 00:01 Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Grétari Sigurðarsyni, Jónasi Inga Ragnarssyni og Tomasi Malakaukas, en hver þeirra hafði verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dóminn hlutu þeir fyrir smygl á tæpum 224 grömmum af amfetamíni, brot gegn lífi og líkama og fyrir ósæmilega meðferð á líki Vaidasar Juceviciusar. "Þetta er bara úr í hött að öllu leyti," sagði Grétar eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. "Maður hefði haldið að í öllum eðlilegum samfélögum yrði það talið þeim til tekna sem sýnir bót og betrun, vinnur með lögreglu og kemur fram eins og maður. Það virðist ekki vera hér." Hann sagðist þó ekki hafa hug á að fara lengra með mál sitt og kvaðst ekki ósáttur við að vera dæmdur í fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu. "Ég er bara ekki sáttur við að fá uppkveðinn sama dóm og þeir." Eftir að lík Vaidasar Juceviciusar fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar í fyrra var í fyrstu óttast að um morðmál væri að ræða enda stungusár á líkinu. Síðar kom í ljós að stungurnar voru gerðar eftir dauða Vaidasar til að hindra að líkið flyti upp vegna gasmyndunar við rotnun þess. Vaidas hafði flutt innvortis til landsins amfetamín í 61 pakkningu sem hann gleypti. Hann veiktist hins vegar daginn eftir komuna til landsins vegna stíflu í mjógirni af völdum pakkninganna. Grétar, Jónas og Tomas létu hjá líða að koma Vaidasi til hjálpar og lést hann sárkvalinn þremur dögum síðar. Jónas og Tomas óku svo með lík hans frá Reykjavík austur á Neskaupstað þar sem þeir sökktu því í sjó við netagerðarbryggjuna. Grétar, sem er frá Neskaupstað, flaug austur og aðstoðaði við að fela líkið. Eftir að málið komst í hámæli lýsti Grétar því hvernig honum þætti sér ógnað af lítháískri mafíu, en hann kvaðst laus við þann ótta nú og málið væri liðið hjá. "Núna er ég bara að sinna mínu lífi, halda heimili og vera til friðs," sagði hann fyrir utan Hæstarétt í gær. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Grétari Sigurðarsyni, Jónasi Inga Ragnarssyni og Tomasi Malakaukas, en hver þeirra hafði verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dóminn hlutu þeir fyrir smygl á tæpum 224 grömmum af amfetamíni, brot gegn lífi og líkama og fyrir ósæmilega meðferð á líki Vaidasar Juceviciusar. "Þetta er bara úr í hött að öllu leyti," sagði Grétar eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. "Maður hefði haldið að í öllum eðlilegum samfélögum yrði það talið þeim til tekna sem sýnir bót og betrun, vinnur með lögreglu og kemur fram eins og maður. Það virðist ekki vera hér." Hann sagðist þó ekki hafa hug á að fara lengra með mál sitt og kvaðst ekki ósáttur við að vera dæmdur í fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu. "Ég er bara ekki sáttur við að fá uppkveðinn sama dóm og þeir." Eftir að lík Vaidasar Juceviciusar fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar í fyrra var í fyrstu óttast að um morðmál væri að ræða enda stungusár á líkinu. Síðar kom í ljós að stungurnar voru gerðar eftir dauða Vaidasar til að hindra að líkið flyti upp vegna gasmyndunar við rotnun þess. Vaidas hafði flutt innvortis til landsins amfetamín í 61 pakkningu sem hann gleypti. Hann veiktist hins vegar daginn eftir komuna til landsins vegna stíflu í mjógirni af völdum pakkninganna. Grétar, Jónas og Tomas létu hjá líða að koma Vaidasi til hjálpar og lést hann sárkvalinn þremur dögum síðar. Jónas og Tomas óku svo með lík hans frá Reykjavík austur á Neskaupstað þar sem þeir sökktu því í sjó við netagerðarbryggjuna. Grétar, sem er frá Neskaupstað, flaug austur og aðstoðaði við að fela líkið. Eftir að málið komst í hámæli lýsti Grétar því hvernig honum þætti sér ógnað af lítháískri mafíu, en hann kvaðst laus við þann ótta nú og málið væri liðið hjá. "Núna er ég bara að sinna mínu lífi, halda heimili og vera til friðs," sagði hann fyrir utan Hæstarétt í gær.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels