Innlent

Ofbeldi mótmælt á Akureyri

Mótmæli gegn ofbeldi hefjast á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan fimm í dag. En efnt var til mótmælanna í kjölfar hrottalegra líkamsárása sem orðið hafa í bænum að undanförnu og gefa bæjarbúar ofbeldismönnum rauða spjaldið. Framhaldsskólanemar á Akureyri skipulögðu mótmælin í samvinnu við Akureyrarbæ. Tryggvi Aðalbjörnsson, einn aðstandenda, er bjartsýnn á að mæting verði góð. Samkomunni hafi verið gerð góð skil í fjölmiðlum þannig að hann voni að sem flestir bæjarbúar sjái sér fært að mæta. En hvaða árangri býst hann við að mótmælin skili? Tryggvi vonast til að mótmælin komi af stað umræðu, bæði hjá almenningi og stjórnvöldum. Ekki sé verið að gagnrýna einhvern fyrir að sporna ekki við þróuninni hingað til heldur sé hvatt til þess að grípa nú í taumana og koma af stað almennilegri umræðu um málið. Vonandi verði hægt að koma í veg fyrir ítrekuð ofbeldisverk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×