Kanna skaðabótamál í Símamáli 29. apríl 2005 00:01 Lögmenn Símans eru nú að kanna skaðabótamál gegn fjórmenningunum í Landssímamálinu svokallaða. Hægt verður að viðhalda skaðabótakröfum á þá í áratugi verði þær ekki greiddar. Hæstiréttur staðfesti sekt þeirra þriggja sem áfrýjuðu dómi héraðsdóms vegna fjárdráttarins hjá Landssímanum en mildaði refsinguna yfir þeim öllum. Þegar héraðsdómur gekk í málinu í júní síðastliðnum í þeim fjórum sem dæmdir voru gaf Síminn út yfirlýsingu um að með þeirri niðurstöðu væri lagður grundvöllur að bótaskyldu fjórmenninganna gagnvart Símanum og að Síminn myndi leita viðeigandi úrræða gagnvart fjórmenningunum. Bótakröfu Símans upp á 246 milljónir króna auk kostnaðar var vísað frá héraðsdómi þar sem ástæða þótti til að fjalla sérstaklega um hana. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, eru lögfræðingar fyrirtækisins að fara yfir málið. Þær leiðir sem eru Símanum færar í stöðunni eru annars vegar að gera kröfu í þrotabú viðkomandi ef þeir eru gjaldþrota eða höfða einkamál. Ef viðkomandi er gjaldþrota er hægt að gera kröfur í þrotabú hans og ef eignir búsins hrökkva ekki fyrir kröfum er hægt að viðhalda kröfunum með því að krefjast gjaldþrots skuldamanns á ný áður en fyrri gjaldþrotaúrskurður fyrnist. Ef ekki er um gjaldþrota einstakling að ræða getur Síminn höfðað einkamál til staðfestingar rétti sínum til bóta. Ef dómur staðfestir það er hægt að gera fjárnám hjá viðkomandi og árangurslaust fjárnám ef engar eignir eru. Í framhaldi af því er síðan hægt að krefjast gjaldþrotaskipta og viðhalda gjaldþrotinu endalaust ef vilji er fyrir hendi þar til skuldin er að fullu greidd. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Lögmenn Símans eru nú að kanna skaðabótamál gegn fjórmenningunum í Landssímamálinu svokallaða. Hægt verður að viðhalda skaðabótakröfum á þá í áratugi verði þær ekki greiddar. Hæstiréttur staðfesti sekt þeirra þriggja sem áfrýjuðu dómi héraðsdóms vegna fjárdráttarins hjá Landssímanum en mildaði refsinguna yfir þeim öllum. Þegar héraðsdómur gekk í málinu í júní síðastliðnum í þeim fjórum sem dæmdir voru gaf Síminn út yfirlýsingu um að með þeirri niðurstöðu væri lagður grundvöllur að bótaskyldu fjórmenninganna gagnvart Símanum og að Síminn myndi leita viðeigandi úrræða gagnvart fjórmenningunum. Bótakröfu Símans upp á 246 milljónir króna auk kostnaðar var vísað frá héraðsdómi þar sem ástæða þótti til að fjalla sérstaklega um hana. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, eru lögfræðingar fyrirtækisins að fara yfir málið. Þær leiðir sem eru Símanum færar í stöðunni eru annars vegar að gera kröfu í þrotabú viðkomandi ef þeir eru gjaldþrota eða höfða einkamál. Ef viðkomandi er gjaldþrota er hægt að gera kröfur í þrotabú hans og ef eignir búsins hrökkva ekki fyrir kröfum er hægt að viðhalda kröfunum með því að krefjast gjaldþrots skuldamanns á ný áður en fyrri gjaldþrotaúrskurður fyrnist. Ef ekki er um gjaldþrota einstakling að ræða getur Síminn höfðað einkamál til staðfestingar rétti sínum til bóta. Ef dómur staðfestir það er hægt að gera fjárnám hjá viðkomandi og árangurslaust fjárnám ef engar eignir eru. Í framhaldi af því er síðan hægt að krefjast gjaldþrotaskipta og viðhalda gjaldþrotinu endalaust ef vilji er fyrir hendi þar til skuldin er að fullu greidd.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira