Mælir með áfrýjun tóbaksdóms 29. apríl 2005 00:01 Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður ætlar að mæla með því við umbjóðendur sína, JT International og Sölva Óskarsson sem rekur tóbaksverslunina Björk, að áfrýjað verði til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á miðvikudag. Hann býst við ákvörðun um það innan nokkurra vikna. Héraðsdómur hafnaði því að stilla mætti út tóbaksvörum í versluninni Björk, eða birta viðskiptalegar upplýsingar um vörur JT Internationar í fjölmiðlum, en þær eru meðal annars sígarettutegundirnar Camel, Salem, Winston, Mild Seven og Gold Coast. "Dómurinn er hins vegar sigur fyrir stefnendur að því leyti að hann tekur til greina kröfuna um að framleiðendur megi senda smásala svokallaðar staðreyndaupplýsingar um tóbaksvöruna," segir Hróbjartur, en þær gætu átt við um breytingar í samræmi við Evróputilskipanir, pakkningar, vörumerki, eða annað slíkt. "Dómurinn byggir annars á því að sýnileiki tóbaks á sölustað leiði til aukinnar verslunar og þar af leiðandi aukinnar neyslu, jafnvel þótt engin gögn hafi verið lögð fram um að sýnileiki tóbaksvara, með mjög áberandi viðvörunarmerkingum, hafi minni forvarnir í för með sér en það að fela tóbakið," segir Hróbjartur. "Þá má ef til vill líka segja að í ljósi aukins vægis varúðarmerkinga á tóbakspökkum, eins og Evrópureglur kveða á um, sé ósamræmi í því að fela vöruna þannig að varúðarmerkið sjáist ekki fyrr en búið er að kaupa vöruna." Hann segir dóminn ekki fjalla um hvort meðalhófs hafi verið gætt og hvort ástæða hafi verið til að gera greinarmun á tóbakssölu í matvöruverslunum eða sértækri tóbaksverslun eins og Björk. "Þá hafnar dómurinn því að JT megi birta viðskiptaupplýsingar um tóbaksvörur í fjölmiðlum og telur ákvæði sem banna umfjöllun, nema til að fjalla um skaðsemi reykninga, ekki teljast vera ritskoðun. Ég er algjörlega ósammála dómnum hvað þetta varðar," segir hann og telur önnur lönd ekki hafa gengið jafn langt, auk þess sem ekki hafi verið tekið til þess í dómnum hvort reglur Evrópska efnahagssvæðisins hafi verið brotnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður ætlar að mæla með því við umbjóðendur sína, JT International og Sölva Óskarsson sem rekur tóbaksverslunina Björk, að áfrýjað verði til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á miðvikudag. Hann býst við ákvörðun um það innan nokkurra vikna. Héraðsdómur hafnaði því að stilla mætti út tóbaksvörum í versluninni Björk, eða birta viðskiptalegar upplýsingar um vörur JT Internationar í fjölmiðlum, en þær eru meðal annars sígarettutegundirnar Camel, Salem, Winston, Mild Seven og Gold Coast. "Dómurinn er hins vegar sigur fyrir stefnendur að því leyti að hann tekur til greina kröfuna um að framleiðendur megi senda smásala svokallaðar staðreyndaupplýsingar um tóbaksvöruna," segir Hróbjartur, en þær gætu átt við um breytingar í samræmi við Evróputilskipanir, pakkningar, vörumerki, eða annað slíkt. "Dómurinn byggir annars á því að sýnileiki tóbaks á sölustað leiði til aukinnar verslunar og þar af leiðandi aukinnar neyslu, jafnvel þótt engin gögn hafi verið lögð fram um að sýnileiki tóbaksvara, með mjög áberandi viðvörunarmerkingum, hafi minni forvarnir í för með sér en það að fela tóbakið," segir Hróbjartur. "Þá má ef til vill líka segja að í ljósi aukins vægis varúðarmerkinga á tóbakspökkum, eins og Evrópureglur kveða á um, sé ósamræmi í því að fela vöruna þannig að varúðarmerkið sjáist ekki fyrr en búið er að kaupa vöruna." Hann segir dóminn ekki fjalla um hvort meðalhófs hafi verið gætt og hvort ástæða hafi verið til að gera greinarmun á tóbakssölu í matvöruverslunum eða sértækri tóbaksverslun eins og Björk. "Þá hafnar dómurinn því að JT megi birta viðskiptaupplýsingar um tóbaksvörur í fjölmiðlum og telur ákvæði sem banna umfjöllun, nema til að fjalla um skaðsemi reykninga, ekki teljast vera ritskoðun. Ég er algjörlega ósammála dómnum hvað þetta varðar," segir hann og telur önnur lönd ekki hafa gengið jafn langt, auk þess sem ekki hafi verið tekið til þess í dómnum hvort reglur Evrópska efnahagssvæðisins hafi verið brotnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira