Chicago 2 - Washington 1 1. maí 2005 00:01 Washington Wizards þurftu á vítamínssprautu að halda fyrir þriðja leikinn við Chicago Bulls í nótt og fengu hana frá stóru strákunum sínum sem fram að þessu höfðu haft hægt um sig í einvíginu. Washington sigraði 117-99, ekki síst fyrir óvænt framlag Etan Thomas í sóknarleiknum og hefur minnkað muninn í 2-1 í seríunni. Hinir svokölluðu "þrír stóru" hjá Washington, Gilbert Arenas, Larry Hughes og Antawn Jamison hafa í allan vetur borið lið Wizards á herðum sér sóknarlega og á því varð raunar engin breyting í nótt. Það sem gerði þó gæfu muninn fyrir liðið var innlegg kraftframherjans Etan Thomas, sem skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst í leiknum og var maðurinn á bak við mikinn sprett sem Wizards tóku á í þriðja leikhlutanum, þegar dró í sundur með liðunum. "Hann var sá leikmaður sem réði úrslitum fyrir þá í kvöld," sagði Ben Gordon hjá Chicago um Etan Thomas. "Hann kom inn með mjög óvænt framlag í sókninni fyrir þá, því þeir eru venjulega að fá þessi stig sín frá öðrum en honum," bætti Gordon við. Lið Chicago gerði út um fyrstu tvo leikina með hetjulegu einstaklingsframtaki, í fyrsta leiknum voru það Ben Gordon og Andres Nocioni sem fóru á kostum og Kirk Hinrich kláraði leik tvö, en í nótt lentu lykilmenn liðsins í villuvandræðum og Wizards nutu þess að vera á heimavelli og náðu að minnka muninn í einvíginu með sigri í algjörum lykilleik. "Það er erfitt að vinna lið þrisvar í röð í þessari deild. Við vorum heppnir að vera inni í leiknum í hálfleik, en svo þegar við fórum að missa lykilleikmenn okkar í villuvandræði undir lokin, fór ég að verða uppiskroppa með leikmenn sem geta klárað svona leiki og það reyndist okkur erfitt, ekki síst á þeirra heimavelli," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago. Fyrstu tveir leikir liðanna í Chicago voru opnir og skemmtilegir á að horfa, þar sem bæði lið fóru mikinn í sóknarleiknum. Lið Washington spýtti loksins í lófana í leiknum í nótt og léku fastar, sem gerði það að verkum að mikill hluti stigaskorsins fór fram á vítalínunni að þessu sinni og því þróaðist þriðji leikurinn nokkuð öðruvísi en hinir tveir. Atkvæðamestir í liði Chicago:Tyson Chandler 15 stig (10 frák, 4 varin), Antonio Davis 13 stig (11 frák), Kirk Hinrich 13 stig, Othella Harrington 12 stig, Chris Duhon 12 stig, Andres Nocioni 12 stig (9 frák), Ben Gordon 8 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 32 stig (7 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 21 stig (8 frák), Larry Hughes 21 stig (7 frák), Etan Thomas 20 stig (9 frák), Michael Ruffin 9 stig, Brendan Haywood 8 stig (9 frák). NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira
Washington Wizards þurftu á vítamínssprautu að halda fyrir þriðja leikinn við Chicago Bulls í nótt og fengu hana frá stóru strákunum sínum sem fram að þessu höfðu haft hægt um sig í einvíginu. Washington sigraði 117-99, ekki síst fyrir óvænt framlag Etan Thomas í sóknarleiknum og hefur minnkað muninn í 2-1 í seríunni. Hinir svokölluðu "þrír stóru" hjá Washington, Gilbert Arenas, Larry Hughes og Antawn Jamison hafa í allan vetur borið lið Wizards á herðum sér sóknarlega og á því varð raunar engin breyting í nótt. Það sem gerði þó gæfu muninn fyrir liðið var innlegg kraftframherjans Etan Thomas, sem skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst í leiknum og var maðurinn á bak við mikinn sprett sem Wizards tóku á í þriðja leikhlutanum, þegar dró í sundur með liðunum. "Hann var sá leikmaður sem réði úrslitum fyrir þá í kvöld," sagði Ben Gordon hjá Chicago um Etan Thomas. "Hann kom inn með mjög óvænt framlag í sókninni fyrir þá, því þeir eru venjulega að fá þessi stig sín frá öðrum en honum," bætti Gordon við. Lið Chicago gerði út um fyrstu tvo leikina með hetjulegu einstaklingsframtaki, í fyrsta leiknum voru það Ben Gordon og Andres Nocioni sem fóru á kostum og Kirk Hinrich kláraði leik tvö, en í nótt lentu lykilmenn liðsins í villuvandræðum og Wizards nutu þess að vera á heimavelli og náðu að minnka muninn í einvíginu með sigri í algjörum lykilleik. "Það er erfitt að vinna lið þrisvar í röð í þessari deild. Við vorum heppnir að vera inni í leiknum í hálfleik, en svo þegar við fórum að missa lykilleikmenn okkar í villuvandræði undir lokin, fór ég að verða uppiskroppa með leikmenn sem geta klárað svona leiki og það reyndist okkur erfitt, ekki síst á þeirra heimavelli," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago. Fyrstu tveir leikir liðanna í Chicago voru opnir og skemmtilegir á að horfa, þar sem bæði lið fóru mikinn í sóknarleiknum. Lið Washington spýtti loksins í lófana í leiknum í nótt og léku fastar, sem gerði það að verkum að mikill hluti stigaskorsins fór fram á vítalínunni að þessu sinni og því þróaðist þriðji leikurinn nokkuð öðruvísi en hinir tveir. Atkvæðamestir í liði Chicago:Tyson Chandler 15 stig (10 frák, 4 varin), Antonio Davis 13 stig (11 frák), Kirk Hinrich 13 stig, Othella Harrington 12 stig, Chris Duhon 12 stig, Andres Nocioni 12 stig (9 frák), Ben Gordon 8 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 32 stig (7 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 21 stig (8 frák), Larry Hughes 21 stig (7 frák), Etan Thomas 20 stig (9 frák), Michael Ruffin 9 stig, Brendan Haywood 8 stig (9 frák).
NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira