Chicago 2 - Washington 1 1. maí 2005 00:01 Washington Wizards þurftu á vítamínssprautu að halda fyrir þriðja leikinn við Chicago Bulls í nótt og fengu hana frá stóru strákunum sínum sem fram að þessu höfðu haft hægt um sig í einvíginu. Washington sigraði 117-99, ekki síst fyrir óvænt framlag Etan Thomas í sóknarleiknum og hefur minnkað muninn í 2-1 í seríunni. Hinir svokölluðu "þrír stóru" hjá Washington, Gilbert Arenas, Larry Hughes og Antawn Jamison hafa í allan vetur borið lið Wizards á herðum sér sóknarlega og á því varð raunar engin breyting í nótt. Það sem gerði þó gæfu muninn fyrir liðið var innlegg kraftframherjans Etan Thomas, sem skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst í leiknum og var maðurinn á bak við mikinn sprett sem Wizards tóku á í þriðja leikhlutanum, þegar dró í sundur með liðunum. "Hann var sá leikmaður sem réði úrslitum fyrir þá í kvöld," sagði Ben Gordon hjá Chicago um Etan Thomas. "Hann kom inn með mjög óvænt framlag í sókninni fyrir þá, því þeir eru venjulega að fá þessi stig sín frá öðrum en honum," bætti Gordon við. Lið Chicago gerði út um fyrstu tvo leikina með hetjulegu einstaklingsframtaki, í fyrsta leiknum voru það Ben Gordon og Andres Nocioni sem fóru á kostum og Kirk Hinrich kláraði leik tvö, en í nótt lentu lykilmenn liðsins í villuvandræðum og Wizards nutu þess að vera á heimavelli og náðu að minnka muninn í einvíginu með sigri í algjörum lykilleik. "Það er erfitt að vinna lið þrisvar í röð í þessari deild. Við vorum heppnir að vera inni í leiknum í hálfleik, en svo þegar við fórum að missa lykilleikmenn okkar í villuvandræði undir lokin, fór ég að verða uppiskroppa með leikmenn sem geta klárað svona leiki og það reyndist okkur erfitt, ekki síst á þeirra heimavelli," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago. Fyrstu tveir leikir liðanna í Chicago voru opnir og skemmtilegir á að horfa, þar sem bæði lið fóru mikinn í sóknarleiknum. Lið Washington spýtti loksins í lófana í leiknum í nótt og léku fastar, sem gerði það að verkum að mikill hluti stigaskorsins fór fram á vítalínunni að þessu sinni og því þróaðist þriðji leikurinn nokkuð öðruvísi en hinir tveir. Atkvæðamestir í liði Chicago:Tyson Chandler 15 stig (10 frák, 4 varin), Antonio Davis 13 stig (11 frák), Kirk Hinrich 13 stig, Othella Harrington 12 stig, Chris Duhon 12 stig, Andres Nocioni 12 stig (9 frák), Ben Gordon 8 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 32 stig (7 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 21 stig (8 frák), Larry Hughes 21 stig (7 frák), Etan Thomas 20 stig (9 frák), Michael Ruffin 9 stig, Brendan Haywood 8 stig (9 frák). NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Washington Wizards þurftu á vítamínssprautu að halda fyrir þriðja leikinn við Chicago Bulls í nótt og fengu hana frá stóru strákunum sínum sem fram að þessu höfðu haft hægt um sig í einvíginu. Washington sigraði 117-99, ekki síst fyrir óvænt framlag Etan Thomas í sóknarleiknum og hefur minnkað muninn í 2-1 í seríunni. Hinir svokölluðu "þrír stóru" hjá Washington, Gilbert Arenas, Larry Hughes og Antawn Jamison hafa í allan vetur borið lið Wizards á herðum sér sóknarlega og á því varð raunar engin breyting í nótt. Það sem gerði þó gæfu muninn fyrir liðið var innlegg kraftframherjans Etan Thomas, sem skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst í leiknum og var maðurinn á bak við mikinn sprett sem Wizards tóku á í þriðja leikhlutanum, þegar dró í sundur með liðunum. "Hann var sá leikmaður sem réði úrslitum fyrir þá í kvöld," sagði Ben Gordon hjá Chicago um Etan Thomas. "Hann kom inn með mjög óvænt framlag í sókninni fyrir þá, því þeir eru venjulega að fá þessi stig sín frá öðrum en honum," bætti Gordon við. Lið Chicago gerði út um fyrstu tvo leikina með hetjulegu einstaklingsframtaki, í fyrsta leiknum voru það Ben Gordon og Andres Nocioni sem fóru á kostum og Kirk Hinrich kláraði leik tvö, en í nótt lentu lykilmenn liðsins í villuvandræðum og Wizards nutu þess að vera á heimavelli og náðu að minnka muninn í einvíginu með sigri í algjörum lykilleik. "Það er erfitt að vinna lið þrisvar í röð í þessari deild. Við vorum heppnir að vera inni í leiknum í hálfleik, en svo þegar við fórum að missa lykilleikmenn okkar í villuvandræði undir lokin, fór ég að verða uppiskroppa með leikmenn sem geta klárað svona leiki og það reyndist okkur erfitt, ekki síst á þeirra heimavelli," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago. Fyrstu tveir leikir liðanna í Chicago voru opnir og skemmtilegir á að horfa, þar sem bæði lið fóru mikinn í sóknarleiknum. Lið Washington spýtti loksins í lófana í leiknum í nótt og léku fastar, sem gerði það að verkum að mikill hluti stigaskorsins fór fram á vítalínunni að þessu sinni og því þróaðist þriðji leikurinn nokkuð öðruvísi en hinir tveir. Atkvæðamestir í liði Chicago:Tyson Chandler 15 stig (10 frák, 4 varin), Antonio Davis 13 stig (11 frák), Kirk Hinrich 13 stig, Othella Harrington 12 stig, Chris Duhon 12 stig, Andres Nocioni 12 stig (9 frák), Ben Gordon 8 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 32 stig (7 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 21 stig (8 frák), Larry Hughes 21 stig (7 frák), Etan Thomas 20 stig (9 frák), Michael Ruffin 9 stig, Brendan Haywood 8 stig (9 frák).
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira