Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2025 23:30 Það er mikil stuð í myndbandinu og þar má sjá marga koma fyrir sjónir. Youtube/KSÍ Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á lokamóti EM í Sviss í byrjun júlí en íslenska knattspyrnusambandið frumsýndi ekki nýja treyju fyrir mótið heldur einnig tónlistarmyndband sem er tileinkað mótinu. Hljómsveitin HúbbaBúbba gaf út lag og tónlistarmyndband í samstarfi við KSÍ. Útkoman er hressandi sumarsmellur þar sem fram koma landsliðskonur, bæði núverandi og fyrrverandi. Eyþór Aron Wöhler er einn af hljómsveitarmeðlimum HúbbaBúbba og er spenntur fyrir EM sem jafnt og frumsýningu lagsins. Hefur tröllatrú á stelpunum í Sviss „Lagið er gert í samstarfi við KSÍ og líkt og þau bíðum við með öndina í hálsinum eftir EM í sumar. Við höfum tröllatrú á stelpunum í Sviss og vonandi gefur lagið þeim smá pepp inn í sumarið. Stelpurnar eru í áhugaverðum riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi, og ég er ekki frá því að þær fari áfram í 8-liða úrslitin,“ sagði Eyþór í samtali við heimasíðu KSÍ. Allt frá landsliðskonum til forsetans „Þetta verður vonandi sumarsmellur og við fengum hjálp mikilla fagmanna, Tómas Gauti gerði lagið og Huginn Frár hjálpaði okkur að semja textann við lagið. Sömuleiðis fengum við fagmenn í að gera tónlistarmyndbandið með okkur hjá Skjáskot og erum við í skýjunum yfir útkomunni. Mörgum þekktum andlitum bregður fyrir, allt frá landsliðskonum til forsetans, og greinilegt að það sé mikill spenningur í liðinu og almenningi fyrir mótinu,“ bætti Eyþór við. Eins og Eyþór nefnir má sjá marga þekkta Íslendinga í myndbandinu, þar á meðal Höllu Tómasdóttur, Sveppa, Gumma Ben og Olgu Færseth, auk leikmanna úr kvennalandsliðinu. Innblástur frá sjálfri Shakiru „Við fengum innblástur frá Shakiru sjálfri og höldum mikið upp á þemalag HM 2010 í Suður-Afríku, Waka-Waka. Það lag varð vinsælt lengi eftir mótið sjálft. Við vonum að lagið peppi stelpurnar áfram og geti einnig glatt Íslendinga á fögrum sumarkvöldum á klakanum,“ sagði Eyþór. Það má horfa og hlusta á myndbandið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ERXTKqT6VWw">watch on YouTube</a> Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Hljómsveitin HúbbaBúbba gaf út lag og tónlistarmyndband í samstarfi við KSÍ. Útkoman er hressandi sumarsmellur þar sem fram koma landsliðskonur, bæði núverandi og fyrrverandi. Eyþór Aron Wöhler er einn af hljómsveitarmeðlimum HúbbaBúbba og er spenntur fyrir EM sem jafnt og frumsýningu lagsins. Hefur tröllatrú á stelpunum í Sviss „Lagið er gert í samstarfi við KSÍ og líkt og þau bíðum við með öndina í hálsinum eftir EM í sumar. Við höfum tröllatrú á stelpunum í Sviss og vonandi gefur lagið þeim smá pepp inn í sumarið. Stelpurnar eru í áhugaverðum riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi, og ég er ekki frá því að þær fari áfram í 8-liða úrslitin,“ sagði Eyþór í samtali við heimasíðu KSÍ. Allt frá landsliðskonum til forsetans „Þetta verður vonandi sumarsmellur og við fengum hjálp mikilla fagmanna, Tómas Gauti gerði lagið og Huginn Frár hjálpaði okkur að semja textann við lagið. Sömuleiðis fengum við fagmenn í að gera tónlistarmyndbandið með okkur hjá Skjáskot og erum við í skýjunum yfir útkomunni. Mörgum þekktum andlitum bregður fyrir, allt frá landsliðskonum til forsetans, og greinilegt að það sé mikill spenningur í liðinu og almenningi fyrir mótinu,“ bætti Eyþór við. Eins og Eyþór nefnir má sjá marga þekkta Íslendinga í myndbandinu, þar á meðal Höllu Tómasdóttur, Sveppa, Gumma Ben og Olgu Færseth, auk leikmanna úr kvennalandsliðinu. Innblástur frá sjálfri Shakiru „Við fengum innblástur frá Shakiru sjálfri og höldum mikið upp á þemalag HM 2010 í Suður-Afríku, Waka-Waka. Það lag varð vinsælt lengi eftir mótið sjálft. Við vonum að lagið peppi stelpurnar áfram og geti einnig glatt Íslendinga á fögrum sumarkvöldum á klakanum,“ sagði Eyþór. Það má horfa og hlusta á myndbandið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ERXTKqT6VWw">watch on YouTube</a>
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira