Fótbolti

Neyddust til þess að sofa á æfinga­svæðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Sevilla eru hér að mótmæla forseta félagsins.
Stuðningsmenn Sevilla eru hér að mótmæla forseta félagsins. vísir/getty

Leikmenn Sevilla eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og ástandið náði hámarki um helgina.

Sevilla hefur ekki unnið í síðustu átta leikjum sínum og situr í sextánda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið tapaði enn einum leiknum um helgina.

Er liðið kom til baka úr leiknum og á æfingasvæði félagsins þá beið stór hópur stuðningsmanna eftir þeim. Þeir höfðu fátt gott í huga.

Kveikt var á blysum og hliðið inn á svæðið var rifið niður.

Af öryggisástæðum var ákveðið að láta leikmenn og starfsmenn gista á æfingasvæðinu. Ástandið þótti ekki nógu tryggt fyrir leikmenn að keyra heim til sín.

Forráðamenn félagsins hafa fordæmt þessi skipulögðu skemmdarverk harkalega og ætla að bregðast harkalega við gagnvart þeim sem stóðu fyrir mótmælunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×