„Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. maí 2025 22:33 Hilmar Smári Henningsson og félagar héldu haus í kvöld Vísir/Hulda Margrét Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. Hilmar Smári Henningsson var mættur í viðtal til Andra Más í leikslok þar sem Andri spurði hann út í þetta svar sem þessi leikur var ef litið er til síðasta leik sem Stjarnan kastaði frá sér undir lokin. „Eins og flestir sáu í síðasta leik þá vorum við svolítið með völdin þegar það var lítið eftir og við náðum að klúðra því. Við vildum bara ekki að það myndi gerast aftur. Við gerðum hlutina rétt í þessum leik og settum aðeins fleiri skot niður. Ég meina, þetta er kannski ekki venjulegur úrslitaseríuleikur. Við vorum að láta boltann ganga vel og bara flott.“ Hilmar nefndi einnig stemmingu í Umhyggjuhöllinni sem var pakkfull í kvöld. „Hvílík stemming hér í dag. Ég ætla að þakka öllum sem komu á þennan leik. Hvílíkt flott stemming, Garðabær er bara algjörlega að lifna við í körfuboltanum.“ Stjörnumenn leiddu með aðeins einu stigi í hálfleik en fyrri og seinni hálfleikur voru eins og svart og hvítt í kvöld. „Það var mjög statt einhvern veginn. En við fannst við vera að taka skotin sem við vildum taka. Vorum að taka góð skot en vorum bara ekki að hitta. Ef við erum að fara að tapa leikjum að klikka úr opnum skotum með lykilleikmennina okkar að skjóta, þá bara lifum við með því.“ Hilmar gat ekki sett fingur á það hvar nákvæmlega leikurinn snérist en nefndi þó að hann og hans menn hefðu haldi haus í kvöld, öfugt mögulega við mótherjana. „Ég veit það ekki, þarf bara að skoða þetta aftur en mér fannst við bara halda haus í gegnum allan leikinn. Sama hvað var að gerast á vellinum. Sama hvaða tæknivillum var verið að kasta þá héldum við haus og héldum okkar línu. Við héldum áfram að spila okkar vörn þangað til að maður fór útaf. Það svolítið lýsir okkur.“ Hann var ekki endilega á þeim buxunum að Stjörnumenn hefðu komist eitthvað inn í hausinn á Tindastólsmönnum, en Dimitrios Agravanis nældi sér í tvær tæknivillur í röð í upphafi seinni hálfleiks. „Ég veit ekkert hvað gerðist með Dimitrios. Ég held að hann hafi bara farið í hausinn á sjálfum sér. Ég held að hann hafi klúðrað sjálfum sér algjörlega, það leit út fyrir það allavega. En auðvitað er þetta bara tafl og við höfðum yfirhöndina í dag.“ Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Hilmar Smári Henningsson var mættur í viðtal til Andra Más í leikslok þar sem Andri spurði hann út í þetta svar sem þessi leikur var ef litið er til síðasta leik sem Stjarnan kastaði frá sér undir lokin. „Eins og flestir sáu í síðasta leik þá vorum við svolítið með völdin þegar það var lítið eftir og við náðum að klúðra því. Við vildum bara ekki að það myndi gerast aftur. Við gerðum hlutina rétt í þessum leik og settum aðeins fleiri skot niður. Ég meina, þetta er kannski ekki venjulegur úrslitaseríuleikur. Við vorum að láta boltann ganga vel og bara flott.“ Hilmar nefndi einnig stemmingu í Umhyggjuhöllinni sem var pakkfull í kvöld. „Hvílík stemming hér í dag. Ég ætla að þakka öllum sem komu á þennan leik. Hvílíkt flott stemming, Garðabær er bara algjörlega að lifna við í körfuboltanum.“ Stjörnumenn leiddu með aðeins einu stigi í hálfleik en fyrri og seinni hálfleikur voru eins og svart og hvítt í kvöld. „Það var mjög statt einhvern veginn. En við fannst við vera að taka skotin sem við vildum taka. Vorum að taka góð skot en vorum bara ekki að hitta. Ef við erum að fara að tapa leikjum að klikka úr opnum skotum með lykilleikmennina okkar að skjóta, þá bara lifum við með því.“ Hilmar gat ekki sett fingur á það hvar nákvæmlega leikurinn snérist en nefndi þó að hann og hans menn hefðu haldi haus í kvöld, öfugt mögulega við mótherjana. „Ég veit það ekki, þarf bara að skoða þetta aftur en mér fannst við bara halda haus í gegnum allan leikinn. Sama hvað var að gerast á vellinum. Sama hvaða tæknivillum var verið að kasta þá héldum við haus og héldum okkar línu. Við héldum áfram að spila okkar vörn þangað til að maður fór útaf. Það svolítið lýsir okkur.“ Hann var ekki endilega á þeim buxunum að Stjörnumenn hefðu komist eitthvað inn í hausinn á Tindastólsmönnum, en Dimitrios Agravanis nældi sér í tvær tæknivillur í röð í upphafi seinni hálfleiks. „Ég veit ekkert hvað gerðist með Dimitrios. Ég held að hann hafi bara farið í hausinn á sjálfum sér. Ég held að hann hafi klúðrað sjálfum sér algjörlega, það leit út fyrir það allavega. En auðvitað er þetta bara tafl og við höfðum yfirhöndina í dag.“
Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira