Detroit 3 - Philadelphia 1 2. maí 2005 00:01 Þegar í harðbakkann slær hjá meisturum Detroit Pistons, geta þeir reitt sig á besta mann úrslitanna í fyrra, Chauncey Billups. Þegar Pistons stóðu frammi fyrir því að Philadelphia væri í þann mund að jafna metin í einvígi liðanna, kom Billups til skjalanna og var maðurinn á bak við 97-92 sigur meistaranna, sem nú þurfa aðeins einn sigur til að komast áfram. Philadelphia var í afar vænlegri stöðu til að jafna metin í einvígi liðanna í 2-2, en Chauncey Billups skoraði 10 stig á síðustu þremur mínútum leiksins og tryggði liði sínu framlengingu með hetjulegri framgöngu sinni. Það var svo Rasheed Wallace sem tók við í framlengingunni og tvær þriggja stiga körfur hans þar tryggðu Pistons endanlega sigurinn. Pistons eiga næsta leik á heimavelli og geta með sigri þar farið áfram í næstu umferð. "Ég var nú ekki að leika neitt sérstaklega framan af leik, en þegar tók að halla undan fæti hjá okkur, ákvað ég að gefast ekki upp baráttulaust. Svo fóru skotin mín að detta og þá voru teiknuð upp nokkur kerfi fyrir mig," sagði Billups, sem skoraði 25 stig í leiknum. "Strákarnir mínir börðust hetjulega í dag, en voru sigraðir af besta liði í heiminum," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia eftir leikinn. "Ég gæti verið dapur yfir þessu tapi - og ég er það, en ég er samt stoltur af frammistöðu okkar í dag, félagar mínir í liðinu léku frábærlega," sagði Allen Iverson eftir leikinn, en enn einn stórleikurinn frá honum dugði liði Philadelphia ekki og nú horfast þeir í augu við vonlítið verkefni, eftir að hafa lent undir 3-1 gegn meisturunum sjálfum. Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (7 stoðs, 6 frák), Richard Hamilton 20, Tayshaun Prince 17 stig (7 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (6 frák), Ben Wallace 12 stig (12 frák), Antonio McDyess 6 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 36 stig (8 stoðs, 5 frák), Chris Webber 23 stig (8 frák), Andre Iguodala 11 stig, Samuel Dalembert 9 stig (15 frák), Willie Green 8 stig. NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Þegar í harðbakkann slær hjá meisturum Detroit Pistons, geta þeir reitt sig á besta mann úrslitanna í fyrra, Chauncey Billups. Þegar Pistons stóðu frammi fyrir því að Philadelphia væri í þann mund að jafna metin í einvígi liðanna, kom Billups til skjalanna og var maðurinn á bak við 97-92 sigur meistaranna, sem nú þurfa aðeins einn sigur til að komast áfram. Philadelphia var í afar vænlegri stöðu til að jafna metin í einvígi liðanna í 2-2, en Chauncey Billups skoraði 10 stig á síðustu þremur mínútum leiksins og tryggði liði sínu framlengingu með hetjulegri framgöngu sinni. Það var svo Rasheed Wallace sem tók við í framlengingunni og tvær þriggja stiga körfur hans þar tryggðu Pistons endanlega sigurinn. Pistons eiga næsta leik á heimavelli og geta með sigri þar farið áfram í næstu umferð. "Ég var nú ekki að leika neitt sérstaklega framan af leik, en þegar tók að halla undan fæti hjá okkur, ákvað ég að gefast ekki upp baráttulaust. Svo fóru skotin mín að detta og þá voru teiknuð upp nokkur kerfi fyrir mig," sagði Billups, sem skoraði 25 stig í leiknum. "Strákarnir mínir börðust hetjulega í dag, en voru sigraðir af besta liði í heiminum," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia eftir leikinn. "Ég gæti verið dapur yfir þessu tapi - og ég er það, en ég er samt stoltur af frammistöðu okkar í dag, félagar mínir í liðinu léku frábærlega," sagði Allen Iverson eftir leikinn, en enn einn stórleikurinn frá honum dugði liði Philadelphia ekki og nú horfast þeir í augu við vonlítið verkefni, eftir að hafa lent undir 3-1 gegn meisturunum sjálfum. Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (7 stoðs, 6 frák), Richard Hamilton 20, Tayshaun Prince 17 stig (7 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (6 frák), Ben Wallace 12 stig (12 frák), Antonio McDyess 6 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 36 stig (8 stoðs, 5 frák), Chris Webber 23 stig (8 frák), Andre Iguodala 11 stig, Samuel Dalembert 9 stig (15 frák), Willie Green 8 stig.
NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira