Detroit 3 - Philadelphia 1 2. maí 2005 00:01 Þegar í harðbakkann slær hjá meisturum Detroit Pistons, geta þeir reitt sig á besta mann úrslitanna í fyrra, Chauncey Billups. Þegar Pistons stóðu frammi fyrir því að Philadelphia væri í þann mund að jafna metin í einvígi liðanna, kom Billups til skjalanna og var maðurinn á bak við 97-92 sigur meistaranna, sem nú þurfa aðeins einn sigur til að komast áfram. Philadelphia var í afar vænlegri stöðu til að jafna metin í einvígi liðanna í 2-2, en Chauncey Billups skoraði 10 stig á síðustu þremur mínútum leiksins og tryggði liði sínu framlengingu með hetjulegri framgöngu sinni. Það var svo Rasheed Wallace sem tók við í framlengingunni og tvær þriggja stiga körfur hans þar tryggðu Pistons endanlega sigurinn. Pistons eiga næsta leik á heimavelli og geta með sigri þar farið áfram í næstu umferð. "Ég var nú ekki að leika neitt sérstaklega framan af leik, en þegar tók að halla undan fæti hjá okkur, ákvað ég að gefast ekki upp baráttulaust. Svo fóru skotin mín að detta og þá voru teiknuð upp nokkur kerfi fyrir mig," sagði Billups, sem skoraði 25 stig í leiknum. "Strákarnir mínir börðust hetjulega í dag, en voru sigraðir af besta liði í heiminum," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia eftir leikinn. "Ég gæti verið dapur yfir þessu tapi - og ég er það, en ég er samt stoltur af frammistöðu okkar í dag, félagar mínir í liðinu léku frábærlega," sagði Allen Iverson eftir leikinn, en enn einn stórleikurinn frá honum dugði liði Philadelphia ekki og nú horfast þeir í augu við vonlítið verkefni, eftir að hafa lent undir 3-1 gegn meisturunum sjálfum. Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (7 stoðs, 6 frák), Richard Hamilton 20, Tayshaun Prince 17 stig (7 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (6 frák), Ben Wallace 12 stig (12 frák), Antonio McDyess 6 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 36 stig (8 stoðs, 5 frák), Chris Webber 23 stig (8 frák), Andre Iguodala 11 stig, Samuel Dalembert 9 stig (15 frák), Willie Green 8 stig. NBA Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira
Þegar í harðbakkann slær hjá meisturum Detroit Pistons, geta þeir reitt sig á besta mann úrslitanna í fyrra, Chauncey Billups. Þegar Pistons stóðu frammi fyrir því að Philadelphia væri í þann mund að jafna metin í einvígi liðanna, kom Billups til skjalanna og var maðurinn á bak við 97-92 sigur meistaranna, sem nú þurfa aðeins einn sigur til að komast áfram. Philadelphia var í afar vænlegri stöðu til að jafna metin í einvígi liðanna í 2-2, en Chauncey Billups skoraði 10 stig á síðustu þremur mínútum leiksins og tryggði liði sínu framlengingu með hetjulegri framgöngu sinni. Það var svo Rasheed Wallace sem tók við í framlengingunni og tvær þriggja stiga körfur hans þar tryggðu Pistons endanlega sigurinn. Pistons eiga næsta leik á heimavelli og geta með sigri þar farið áfram í næstu umferð. "Ég var nú ekki að leika neitt sérstaklega framan af leik, en þegar tók að halla undan fæti hjá okkur, ákvað ég að gefast ekki upp baráttulaust. Svo fóru skotin mín að detta og þá voru teiknuð upp nokkur kerfi fyrir mig," sagði Billups, sem skoraði 25 stig í leiknum. "Strákarnir mínir börðust hetjulega í dag, en voru sigraðir af besta liði í heiminum," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia eftir leikinn. "Ég gæti verið dapur yfir þessu tapi - og ég er það, en ég er samt stoltur af frammistöðu okkar í dag, félagar mínir í liðinu léku frábærlega," sagði Allen Iverson eftir leikinn, en enn einn stórleikurinn frá honum dugði liði Philadelphia ekki og nú horfast þeir í augu við vonlítið verkefni, eftir að hafa lent undir 3-1 gegn meisturunum sjálfum. Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (7 stoðs, 6 frák), Richard Hamilton 20, Tayshaun Prince 17 stig (7 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (6 frák), Ben Wallace 12 stig (12 frák), Antonio McDyess 6 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 36 stig (8 stoðs, 5 frák), Chris Webber 23 stig (8 frák), Andre Iguodala 11 stig, Samuel Dalembert 9 stig (15 frák), Willie Green 8 stig.
NBA Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira