Bless, bless handbolti Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 2. maí 2005 00:01 Mikið hefur verið skrifað um íslenskan handknattleik að undanförnu. Því miður hefur mikið af því ekki snúist um leikina sem eru í gangi heldur hvort íslenskur handknattleikur sé um það bil að geispa golunni. Ágætis sönnun á því var aðsóknin á laugardaginn þegar Haukar og ÍBV mættust í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Ásvellir voru hálftómir. Það mátti heyra skipanir þjálfara og hvatningarorð leikmanna til hvors annars. 700 áhorfendur mættu. Árið í fyrra var slæmt en árið í ár er eitt allsherjar klúður og gæti reynst handknattleiknum dýrkeypt. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um fyrirkomulagið. Það er klúður og frá því átti að hverfa strax eftir fyrsta árið. Annað atriði er stemmningsleysið sem einkennt hefur úrslitakeppnina. Þessi hluti mótsins, sem á að vera hvað mest spennandi, hefur verið algjörlega samhengislaus. Haukaliðið var í tólf daga fríi eftir átta liða úrslitin og "fékk" svo níu daga frí eftir undanúrslitin. ÍBV fékk minna frí enda spiluðu þeir tveimur leikjum fleira. Engu að síður var úrslitakeppnin látin dragast á langinn og ástæðan var einföld. Ekki átti að skyggja á kvennahandboltann. Þetta reyndist heldur betur röng ákvörðun því að nánast enginn mætti á fyrsta leikinn á Ásvöllum þegar ÍBV og Haukar hófu einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaboltanum. Þriðja atriðið sem bendir til þess að handknattleikur er kominn upp að vegg er dómgæslan. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað í dómarastéttinni og dómgæslan í vetur hefur á köflum verið til skammar. Þegar Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn á laugardaginn milli Hauka og ÍBV sást vel hversu miklu máli góð dómgæsla skiptir. Því miður er ekki að sjá arftaka þeirra í bráð. Í kvöld mætast Haukar og ÍBV öðru sinni í Eyjum. Leiknum verður sjónvarpað strax að loknum fréttum og veðri klukkan 19.35. Sem er hreinlega ótrúlegt, að ekki verði meira sagt. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að vinsælasti íþróttarmaðurinn okkar, Eiður Smári, er að keppa um sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Liverpool í beinni útsendingu á Sýn nánast á sama tíma. Valið verður væntanlega ekki erfitt fyrir þá sem hafa á annað borð áhuga á íþróttum. Þetta verður því enn eitt atriðið sem leiðir til þess að leikur Hauka og ÍBV fer fyrir ofan garð og neðan. Það er einhver slikja sem liggur yfir handknattleiknum í dag og þeir sem standa þessari íþrótt næst vita að þessari slykju verður að bægja frá ef ekki á illa að fara. Handknattleikur er skemmtileg íþrótt sem sameinar hraða, mörk, spennu og hörku. Ef HSÍ tekur málin til gagngerrar endurskoðunar þá er hugsanlegt að handknattleikur verði á ný vinsælasta íþróttin á Íslandi. Ef ekki, þá mun handknattleikurinn líða undir lok eftir örfá ár. Það þarf að hafa það í huga að þetta er sú hópíþrótt sem við höfum náð hvað lengst í. Við erum alltaf með einn einstakling í fremstu röð sem spilar meðal bestu félagsliða heims. Við erum Evrópumeistarar 18 ára og yngri. Við erum yfirleitt á öllum stórmótum. Karlalandsliðið í knattspyrnu er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA á meðan við erum meðal átta bestu í heiminum í handknattleik. Þegar Evrópumótið í Svíþjóð var gekk þjóðin af göflunum, flykktist í bíósali og studdi sitt lið. HSÍ hefur væntanlega aldrei fengið jafn mikið af frjálsum fjárframlögum og þá. Handknattleiksforystunni hefur því miður ekki enn tekist að nýta sér þann meðbyr sem handknattleikurinn ætti með réttu að vera í.Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið skrifað um íslenskan handknattleik að undanförnu. Því miður hefur mikið af því ekki snúist um leikina sem eru í gangi heldur hvort íslenskur handknattleikur sé um það bil að geispa golunni. Ágætis sönnun á því var aðsóknin á laugardaginn þegar Haukar og ÍBV mættust í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Ásvellir voru hálftómir. Það mátti heyra skipanir þjálfara og hvatningarorð leikmanna til hvors annars. 700 áhorfendur mættu. Árið í fyrra var slæmt en árið í ár er eitt allsherjar klúður og gæti reynst handknattleiknum dýrkeypt. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um fyrirkomulagið. Það er klúður og frá því átti að hverfa strax eftir fyrsta árið. Annað atriði er stemmningsleysið sem einkennt hefur úrslitakeppnina. Þessi hluti mótsins, sem á að vera hvað mest spennandi, hefur verið algjörlega samhengislaus. Haukaliðið var í tólf daga fríi eftir átta liða úrslitin og "fékk" svo níu daga frí eftir undanúrslitin. ÍBV fékk minna frí enda spiluðu þeir tveimur leikjum fleira. Engu að síður var úrslitakeppnin látin dragast á langinn og ástæðan var einföld. Ekki átti að skyggja á kvennahandboltann. Þetta reyndist heldur betur röng ákvörðun því að nánast enginn mætti á fyrsta leikinn á Ásvöllum þegar ÍBV og Haukar hófu einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaboltanum. Þriðja atriðið sem bendir til þess að handknattleikur er kominn upp að vegg er dómgæslan. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað í dómarastéttinni og dómgæslan í vetur hefur á köflum verið til skammar. Þegar Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn á laugardaginn milli Hauka og ÍBV sást vel hversu miklu máli góð dómgæsla skiptir. Því miður er ekki að sjá arftaka þeirra í bráð. Í kvöld mætast Haukar og ÍBV öðru sinni í Eyjum. Leiknum verður sjónvarpað strax að loknum fréttum og veðri klukkan 19.35. Sem er hreinlega ótrúlegt, að ekki verði meira sagt. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að vinsælasti íþróttarmaðurinn okkar, Eiður Smári, er að keppa um sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Liverpool í beinni útsendingu á Sýn nánast á sama tíma. Valið verður væntanlega ekki erfitt fyrir þá sem hafa á annað borð áhuga á íþróttum. Þetta verður því enn eitt atriðið sem leiðir til þess að leikur Hauka og ÍBV fer fyrir ofan garð og neðan. Það er einhver slikja sem liggur yfir handknattleiknum í dag og þeir sem standa þessari íþrótt næst vita að þessari slykju verður að bægja frá ef ekki á illa að fara. Handknattleikur er skemmtileg íþrótt sem sameinar hraða, mörk, spennu og hörku. Ef HSÍ tekur málin til gagngerrar endurskoðunar þá er hugsanlegt að handknattleikur verði á ný vinsælasta íþróttin á Íslandi. Ef ekki, þá mun handknattleikurinn líða undir lok eftir örfá ár. Það þarf að hafa það í huga að þetta er sú hópíþrótt sem við höfum náð hvað lengst í. Við erum alltaf með einn einstakling í fremstu röð sem spilar meðal bestu félagsliða heims. Við erum Evrópumeistarar 18 ára og yngri. Við erum yfirleitt á öllum stórmótum. Karlalandsliðið í knattspyrnu er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA á meðan við erum meðal átta bestu í heiminum í handknattleik. Þegar Evrópumótið í Svíþjóð var gekk þjóðin af göflunum, flykktist í bíósali og studdi sitt lið. HSÍ hefur væntanlega aldrei fengið jafn mikið af frjálsum fjárframlögum og þá. Handknattleiksforystunni hefur því miður ekki enn tekist að nýta sér þann meðbyr sem handknattleikurinn ætti með réttu að vera í.Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar