Chicago 2 - Washington 3 5. maí 2005 00:01 Eftir dramatískar lokamínútur og rosalegan endasprett, þurftu heimamenn í Chicago Bulls að sætta sig við 112-110 tap fyrir Washington Wizards, þar sem Gilbert Arenas skoraði sigurkörfuna þegar leiktíminn rann út og nú getur Washington liðið klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Tapið í nótt var liði Chicago ekki síður sárt ef litið er til þess að þeir voru undir allann leikinn í nótt og 20 stig skyldu liðin í þriðja leikhluta. Bulls gerðu mikið áhlaup í síðasta leikhlutanum og lokasekúndurnar voru æsilegar. Liðsmenn Washington brenndu af nokkrum vítaskotum og hittu illa utan af velli, á meðan allt fór niður hjá Bulls. Jannero Pargo skoraði þrár þriggja stiga körfur á síðustu 34 sekúndum leiksins og Kirk Hinrich setti eina. Leikurinn var því orðinn jafn á síðustu andartökunum, en þá tók Gilbert Arenas málin í sínar hendur. "Ég vissi að skotið færi ofan í, ég tek svona skot á hverjum degi. Alla dreymir um að skora svona körfur þegar þeir eru yngri og þegar maður fær tækifæri til þess, vill maður auðvitað ekki klúðra því," sagði Arenas. Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld í MCI Höllinni í Washington, en þar hafa heimamenn sigrað Chicago 10 sinnum í röð. Washington hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 1982. "Ég reyndi hvað ég gat til að verjast honum, því ég vissi að það yrði hann sem tæki þetta skot fyrir þá. Hann hinsvegar gerði vel í að hitta úr skortinu og það var eins og rýtingur í hjartað á okkur," sagði Kirk Hinrich. Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 33 stig (9 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig (10 frák), Brendan Haywood 17 stig (7 frák, 5 varin), Gilbert Arenas 16 stig (8 stoðs, 6 frák), Jared Jeffries 12 stig (8 frák), Juan Dixon 6 stig, Michael Ruffin 6 stig.Atkvæðamestir hjá Chicago:Ben Gordon 27 stig, Kirk Hinrich 23 stig (7 stoðs, 6 þriggja stiga körfur), Tyson Chandler 22 stig (10 frák), Othella Harrington 12 stig, Jannero Pargo 10 stig, Chris Duhon 8 stig. NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira
Eftir dramatískar lokamínútur og rosalegan endasprett, þurftu heimamenn í Chicago Bulls að sætta sig við 112-110 tap fyrir Washington Wizards, þar sem Gilbert Arenas skoraði sigurkörfuna þegar leiktíminn rann út og nú getur Washington liðið klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Tapið í nótt var liði Chicago ekki síður sárt ef litið er til þess að þeir voru undir allann leikinn í nótt og 20 stig skyldu liðin í þriðja leikhluta. Bulls gerðu mikið áhlaup í síðasta leikhlutanum og lokasekúndurnar voru æsilegar. Liðsmenn Washington brenndu af nokkrum vítaskotum og hittu illa utan af velli, á meðan allt fór niður hjá Bulls. Jannero Pargo skoraði þrár þriggja stiga körfur á síðustu 34 sekúndum leiksins og Kirk Hinrich setti eina. Leikurinn var því orðinn jafn á síðustu andartökunum, en þá tók Gilbert Arenas málin í sínar hendur. "Ég vissi að skotið færi ofan í, ég tek svona skot á hverjum degi. Alla dreymir um að skora svona körfur þegar þeir eru yngri og þegar maður fær tækifæri til þess, vill maður auðvitað ekki klúðra því," sagði Arenas. Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld í MCI Höllinni í Washington, en þar hafa heimamenn sigrað Chicago 10 sinnum í röð. Washington hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 1982. "Ég reyndi hvað ég gat til að verjast honum, því ég vissi að það yrði hann sem tæki þetta skot fyrir þá. Hann hinsvegar gerði vel í að hitta úr skortinu og það var eins og rýtingur í hjartað á okkur," sagði Kirk Hinrich. Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 33 stig (9 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig (10 frák), Brendan Haywood 17 stig (7 frák, 5 varin), Gilbert Arenas 16 stig (8 stoðs, 6 frák), Jared Jeffries 12 stig (8 frák), Juan Dixon 6 stig, Michael Ruffin 6 stig.Atkvæðamestir hjá Chicago:Ben Gordon 27 stig, Kirk Hinrich 23 stig (7 stoðs, 6 þriggja stiga körfur), Tyson Chandler 22 stig (10 frák), Othella Harrington 12 stig, Jannero Pargo 10 stig, Chris Duhon 8 stig.
NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira