Innlent

Rengir ekki Hróbjart

"Það er veigamikill munur hvað löggjöfina varðar á tóbaki annars vegar og áfengis hins vegar," segir Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins. Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður, sagði í kjölfar nýfallins dóms um útstillingu og umfjöllun um tóbak að væru sömu reglur heimfærðar upp á áfengislöggjöfina þætti honum sýnt að ÁTVR bryti þá löggjöf. Benti hann á máli sínu til stuðnings að ÁTVR gefi út Vínblaðið en í áfengislögum sé skýrt að hvers kyns auglýsingar á áfengi séu bannaðar. Höskuldur rengir ekki orð Hróbjarts en segir að munur sé á löggjöf tóbaks og áfengis. "Þetta er sjálfssagt lögfræðilegt mat hjá honum en skýrt er að sérlög gilda um þennan ósýnileika tóbaks sem ekki á við um áfengið. Í því liggur munurinn að okkar mati en ég útiloka ekki að Hróbjartur hafi góð og gild rök fyrir máli sínu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×