Úrslitaleikur á Ítalíu 5. maí 2005 00:01 Á sunnudag fer fram einn af leikjum knattspyrnutímabilsins í Evrópu þegar AC Milan tekur á móti Juventus. Þegar fjórar umferðir eru eftir af leiktíðinni eru liðin eru jöfn að stigum á toppi ítölsku deildarinnar en ef annað hvort liðið nær að knýja fram sigur á það meistartitilinn vísan. AC Milan eru ríkjandi meistarar en Juventus er það lið sem oftast hefur hampað ítalska titlinum. Juventus mætir með hálf vængbrotið lið á San Siro. Sænski framherjinn og ólátabelgurinn Zlatan Ibrahimovic er enn að taka út leikbann fyrir að að hafa sveiflað olnboganum í andlitið á Ivan Cordoba varnarmanni Inter á dögunum. Auk þess eru meiddir varnarmaðurinn Jonathan Zebina og miðavallaleikmaðurinn Alessio Tacchinardi. Góðu fréttirnar fyrir Fabio Capello, þálfara Juventus, eru að David Trezeguet er orðinn leikfær eftir meiðsli og mun hann hefja leikinn í framlínunni ásamt fyrirliðanum Alessandro Del Piero. Þrátt fyrir 3-1 tap á móti PSV Eindhoven á miðvikudag tryggði AC Milan sér sæti í úrslitaleik Meistardeildarinnar, sem fer fram í Istanbúl 25. maí. Þjálfari Milan Carlo Ancellotti er sannfærður um sú niðurstaða gefi sínum mönnum byr undir báða vængi fyrir leikinn gegn Juventus. Undir þau orð tekur úkraníski framherjinn Andri Shevchenko. "Ég er uppgefinn eftir leikinn gegn PSV en ég er sannfærður um að okkur mun ganga vel á sunnudag. Við ætlum að sigra tvöfalt þetta árið," segir Shevchenko. Leikur AC Milan og Juventus hefst klukkan 13 á sunnudag og er í beinni útsendingu á Sýn. Íslenski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Á sunnudag fer fram einn af leikjum knattspyrnutímabilsins í Evrópu þegar AC Milan tekur á móti Juventus. Þegar fjórar umferðir eru eftir af leiktíðinni eru liðin eru jöfn að stigum á toppi ítölsku deildarinnar en ef annað hvort liðið nær að knýja fram sigur á það meistartitilinn vísan. AC Milan eru ríkjandi meistarar en Juventus er það lið sem oftast hefur hampað ítalska titlinum. Juventus mætir með hálf vængbrotið lið á San Siro. Sænski framherjinn og ólátabelgurinn Zlatan Ibrahimovic er enn að taka út leikbann fyrir að að hafa sveiflað olnboganum í andlitið á Ivan Cordoba varnarmanni Inter á dögunum. Auk þess eru meiddir varnarmaðurinn Jonathan Zebina og miðavallaleikmaðurinn Alessio Tacchinardi. Góðu fréttirnar fyrir Fabio Capello, þálfara Juventus, eru að David Trezeguet er orðinn leikfær eftir meiðsli og mun hann hefja leikinn í framlínunni ásamt fyrirliðanum Alessandro Del Piero. Þrátt fyrir 3-1 tap á móti PSV Eindhoven á miðvikudag tryggði AC Milan sér sæti í úrslitaleik Meistardeildarinnar, sem fer fram í Istanbúl 25. maí. Þjálfari Milan Carlo Ancellotti er sannfærður um sú niðurstaða gefi sínum mönnum byr undir báða vængi fyrir leikinn gegn Juventus. Undir þau orð tekur úkraníski framherjinn Andri Shevchenko. "Ég er uppgefinn eftir leikinn gegn PSV en ég er sannfærður um að okkur mun ganga vel á sunnudag. Við ætlum að sigra tvöfalt þetta árið," segir Shevchenko. Leikur AC Milan og Juventus hefst klukkan 13 á sunnudag og er í beinni útsendingu á Sýn.
Íslenski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira