Innlent

Veittu vélhjólamanni eftirför

MYND/Róbert
Lögreglan í Hafnarfirði veitti ökumanni vélhjóls eftirför í nótt eftir að hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum hennar en hann ók á 118 kílómetra hraða á Reykjanesbraut. Reyndar hvarf hann úr augsýn um tíma og er talið að hann hafi þá ekið á yfir 160 kílómetra hraða. Hann sást fara inn í iðnaðarhverfi í bænum og þar féll hann af hjólinu. Hann meiddist ekki en hjólið skemmdist. Hann gaf þá skýringu að hann hafi ekki séð stöðvunarmerki lögreglunnar. Þá ók ölvaður ökumaður á ljósastaur við Lækjargötu í Hafnarfirði um miðnættið. Bíllinn er ónýtur eftir áreksturinn sem og staurinn. Nokkur erill var hjá lögreglunni í Hafnarfirði í gærkvöldi og í nótt vegna hraðaksturs og voru meðal annars tveir ökumenn teknir á Reykjanesbraut á 133 og 134 kílómetra hraða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×