Innlent

Lést eftir aðsvif undir stýri

Karlmaður á sjötugsaldri fékk aðsvif undir stýri á Breiðholtsbraut í morgun, missti stjórn á bílnum og ók út af veginum. Hann staðnæmdist skammt frá bökkum Elliðaár þar sem kviknaði í bílnum og svo í sinu í framhaldinu. Vegfarendur drógu ökumanninn meðvitundarlausan út úr bílnum. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem hann var úrskurðaður látinn. Grunur leikur á að hann hafi fengið hjartaáfall en að sögn læknis þar var maðurinn hjartasjúklingur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×