Chicago 2 - Washington 4 7. maí 2005 00:01 Það var engu líkara en lið Washington hefði verið að vinna sjálfan meistaratitilinn í nótt, þegar liðið lagði Chicago Bulls 94-91 á heimavelli sínum, svo mikil voru fagnaðarlætin. Flestir hefðu líka fagnað því að komast í aðra umferð í úrslitakeppni í fyrsta sinn í meira en 20 ár. Menn eins og Larry Hughes, sem var atkvæðamestur heimamanna í gær og skoraði 21 stig, voru varla fæddir þegar Washington komst síðast í aðra umferð úrslitakeppninnar. Það tókst þó í gær, þrátt fyrir að fátt liti út fyrir það lengst af leik. Chicago liðið var að leika vel meiripart leiks í gær, en reynsluleysið varð liðinu að falli á lokasprettinum. Þeir Andre Nocioni og Kirk Hinrich voru að leika eins og höfðingjar fyrir liðið og þar eru á ferðinni strákar sem eflaust eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Washington er ekki með reynt lið heldur og þeir voru værukærir í vörninni allann leikinn, ef undan er skilinn góður sprettur hjá þeim á lokasekúndunum. Þar var það Gilbert Arenas sem var drjúgur og varði meðal annars skot frá Kirk Hinrich, sem kveikti í 7-0 sprett hjá Washington og gerði út um leikinn. Sigur Washington í fimmta leiknum í Chicago var alger lykilleikur og liðið má teljast heppið að hafa komist frá leiknum í gær með sigri, því Bulls virtust þrá sigurinn mun heitar. Washington staldrar stutt við eftir sigurinn og strax á sunnudagskvöld fara þeir suður til Miami og leika við Shaquille O´Neal og félaga. Ef varnarleikur Washington verður eitthvað í líkingu við það sem þeir sýndu lengst af í gær, verður það mjög stutt einvígi. Atkvæðamestir hjá Chicago:Kirk Hinrich 22 stig (9 stoðs), Andres Nocioni 22 stig (7 frák), Tyson Chandler 14 stig (11 frák), Jannero Pargo 11 stig, Adrian Griffin 9 stig (6 frák), Antonio Davis 6 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 21 stig, Gilbert Arenas 19 stig (7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig, Brendan Haywood 13 stig (9 frák), Jared Jeffries 12 stig, Juan Dixon 7 stig. NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira
Það var engu líkara en lið Washington hefði verið að vinna sjálfan meistaratitilinn í nótt, þegar liðið lagði Chicago Bulls 94-91 á heimavelli sínum, svo mikil voru fagnaðarlætin. Flestir hefðu líka fagnað því að komast í aðra umferð í úrslitakeppni í fyrsta sinn í meira en 20 ár. Menn eins og Larry Hughes, sem var atkvæðamestur heimamanna í gær og skoraði 21 stig, voru varla fæddir þegar Washington komst síðast í aðra umferð úrslitakeppninnar. Það tókst þó í gær, þrátt fyrir að fátt liti út fyrir það lengst af leik. Chicago liðið var að leika vel meiripart leiks í gær, en reynsluleysið varð liðinu að falli á lokasprettinum. Þeir Andre Nocioni og Kirk Hinrich voru að leika eins og höfðingjar fyrir liðið og þar eru á ferðinni strákar sem eflaust eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Washington er ekki með reynt lið heldur og þeir voru værukærir í vörninni allann leikinn, ef undan er skilinn góður sprettur hjá þeim á lokasekúndunum. Þar var það Gilbert Arenas sem var drjúgur og varði meðal annars skot frá Kirk Hinrich, sem kveikti í 7-0 sprett hjá Washington og gerði út um leikinn. Sigur Washington í fimmta leiknum í Chicago var alger lykilleikur og liðið má teljast heppið að hafa komist frá leiknum í gær með sigri, því Bulls virtust þrá sigurinn mun heitar. Washington staldrar stutt við eftir sigurinn og strax á sunnudagskvöld fara þeir suður til Miami og leika við Shaquille O´Neal og félaga. Ef varnarleikur Washington verður eitthvað í líkingu við það sem þeir sýndu lengst af í gær, verður það mjög stutt einvígi. Atkvæðamestir hjá Chicago:Kirk Hinrich 22 stig (9 stoðs), Andres Nocioni 22 stig (7 frák), Tyson Chandler 14 stig (11 frák), Jannero Pargo 11 stig, Adrian Griffin 9 stig (6 frák), Antonio Davis 6 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 21 stig, Gilbert Arenas 19 stig (7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig, Brendan Haywood 13 stig (9 frák), Jared Jeffries 12 stig, Juan Dixon 7 stig.
NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira