Varð einum að bana og særði annan 16. maí 2005 00:01 Maður, sem grunaður er um að hafa banað einum og sært annan í Kópavogi í fyrrakvöld, hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald að beiðni lögreglunnar í Kópavogi. Hann hafði ekki játað á sig verknaðinn í gærkvöld. Lögregla segir málsatvik liggja að mestu leyti ljós fyrir. Hnífurinn sem ódæðismaðurinn notaði er fundinn. Að sögn vitna kom maðurinn óboðinn í íbúð að Hjallabrekku í Kópavogi í fyrrakvöld en þar var matarboð húsráðanda og fjölskyldu hans. Ódæðismaðurinn var ekki velkominn í veisluna og þegar hann var beðinn um að fara brást hann illur við. Hann dró upp hníf og lagði til þeirra sem reyndu að koma honum út. Átökunum lauk ekki fyrr en maðurinn hafði stungið einn gesta nokkrum hnífsstungum í brjóst sem leiddu hann til dauða. Annar gestur særðist á læri, en þau sár reyndust ekki alvarleg. Átökin voru hörð og bárust út á stigagang fjölbýlishússins. Veislugestir, og aðrir íbúar hússins, voru skelfdir af hræðslu og hefur Fréttablaðið heimildir fyrir að dóttir þess látna hafi orðið vitni að dauða hans. Húsráðandinn var sleginn og gat ekki tjáð sig um atburði þegar eftir því var leitað. Ekki er vitað til þess að lögregla hafi boðið fólki áfallahjálp. Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald var handtekinn strax eftir árásina auk tveggja annarra sem voru fljótlega látnir lausir. Árásarmaðurinn er 33 ára gamall frá Víetnam. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisglæpa eða annarra brota. Sá látni er einnig ættaður frá Víetnam, hann var 29 ára gamall. Báðir hafa verið búsettir hér á landi í nokkurn tíma. Maðurinn sem særðist gekkst undir aðgerð sem gekk vel. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Maður, sem grunaður er um að hafa banað einum og sært annan í Kópavogi í fyrrakvöld, hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald að beiðni lögreglunnar í Kópavogi. Hann hafði ekki játað á sig verknaðinn í gærkvöld. Lögregla segir málsatvik liggja að mestu leyti ljós fyrir. Hnífurinn sem ódæðismaðurinn notaði er fundinn. Að sögn vitna kom maðurinn óboðinn í íbúð að Hjallabrekku í Kópavogi í fyrrakvöld en þar var matarboð húsráðanda og fjölskyldu hans. Ódæðismaðurinn var ekki velkominn í veisluna og þegar hann var beðinn um að fara brást hann illur við. Hann dró upp hníf og lagði til þeirra sem reyndu að koma honum út. Átökunum lauk ekki fyrr en maðurinn hafði stungið einn gesta nokkrum hnífsstungum í brjóst sem leiddu hann til dauða. Annar gestur særðist á læri, en þau sár reyndust ekki alvarleg. Átökin voru hörð og bárust út á stigagang fjölbýlishússins. Veislugestir, og aðrir íbúar hússins, voru skelfdir af hræðslu og hefur Fréttablaðið heimildir fyrir að dóttir þess látna hafi orðið vitni að dauða hans. Húsráðandinn var sleginn og gat ekki tjáð sig um atburði þegar eftir því var leitað. Ekki er vitað til þess að lögregla hafi boðið fólki áfallahjálp. Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald var handtekinn strax eftir árásina auk tveggja annarra sem voru fljótlega látnir lausir. Árásarmaðurinn er 33 ára gamall frá Víetnam. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisglæpa eða annarra brota. Sá látni er einnig ættaður frá Víetnam, hann var 29 ára gamall. Báðir hafa verið búsettir hér á landi í nokkurn tíma. Maðurinn sem særðist gekkst undir aðgerð sem gekk vel.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira