Grunaður um skipulagða þrælasölu 18. maí 2005 00:01 Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. Þrjár stúlkur og einn strákur sem eru í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli eru á aldrinum 18 til 22 ára. Þau eru með vegabréf útgefin í Singapúr. Þau voru á leið frá Lundúnum til Orlando í Bandaríkjunum ásamt fylgdarmanni á fimmtugsaldri. Aðspurður um það hvort grunur sé um skipulagða þrælasölu segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, að í huga lögregluyfirvalda sé ekki vafi á því að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. Hvað sé nákvæmlega á ferðinni, hvort um sé að ræða smygl á fólki eða mansal, viti lögreglan ekki á þessari stundu. Farþegar sem eru á leið frá Lundúnum til Bandaríkjanna í gegnum Ísland fara ekki í gegnum almenna vegabréfaskoðun hér á landi. Jóhann segir að lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli hafi grunað að þessi leið sé notuð við að koma fólki sem selt sé til Bandaríkjanna þangað og þess vegna séu farþegar beðnir um að framvísa vegabréfi við komuna hingað til lands. Í slíkri leit fannst þetta fólk. Aðspurður hvort grunur leiki á því að fólkið hafi verið á leið í vændi í Bandaríkjunum segir Jóhann ómögulegt að segja til um hvert hlutskipti fólksins hefði verið. Málið sé í frumrannsókn en óneitanlega fái hann vont bragð í munninn þegar hann líti á mál sem þessi. Fólkið sem stöðvað var hefur verið á ferðalagi frá því um miðjan mars og það hefur sýnt vegabréfin sín að minnsta kosti fjórum eða fimm sinnum. Að sögn Jóhanns er fólkið að öllum líkindum ekki með fölsuð vegabréf heldur eru þau að öllum líkindum stolin því myndirnar í vegabréfinu eru líkar fólkinu sjálfu. Hann segir almennt séu svona mál þannig vaxið að það þurfi marga til að skipuleggja ferðaleiðir og útvega vegabréf og fylgdarmenn, sem séu mismunandi á hverjum fluglegg. Yfirheyrslur standa nú yfir fólkinu með aðstoð túlka. Jóhann segir málið tekið skref fyrir skref og það verði að koma í ljós hver framvinda þess verði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. Þrjár stúlkur og einn strákur sem eru í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli eru á aldrinum 18 til 22 ára. Þau eru með vegabréf útgefin í Singapúr. Þau voru á leið frá Lundúnum til Orlando í Bandaríkjunum ásamt fylgdarmanni á fimmtugsaldri. Aðspurður um það hvort grunur sé um skipulagða þrælasölu segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, að í huga lögregluyfirvalda sé ekki vafi á því að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. Hvað sé nákvæmlega á ferðinni, hvort um sé að ræða smygl á fólki eða mansal, viti lögreglan ekki á þessari stundu. Farþegar sem eru á leið frá Lundúnum til Bandaríkjanna í gegnum Ísland fara ekki í gegnum almenna vegabréfaskoðun hér á landi. Jóhann segir að lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli hafi grunað að þessi leið sé notuð við að koma fólki sem selt sé til Bandaríkjanna þangað og þess vegna séu farþegar beðnir um að framvísa vegabréfi við komuna hingað til lands. Í slíkri leit fannst þetta fólk. Aðspurður hvort grunur leiki á því að fólkið hafi verið á leið í vændi í Bandaríkjunum segir Jóhann ómögulegt að segja til um hvert hlutskipti fólksins hefði verið. Málið sé í frumrannsókn en óneitanlega fái hann vont bragð í munninn þegar hann líti á mál sem þessi. Fólkið sem stöðvað var hefur verið á ferðalagi frá því um miðjan mars og það hefur sýnt vegabréfin sín að minnsta kosti fjórum eða fimm sinnum. Að sögn Jóhanns er fólkið að öllum líkindum ekki með fölsuð vegabréf heldur eru þau að öllum líkindum stolin því myndirnar í vegabréfinu eru líkar fólkinu sjálfu. Hann segir almennt séu svona mál þannig vaxið að það þurfi marga til að skipuleggja ferðaleiðir og útvega vegabréf og fylgdarmenn, sem séu mismunandi á hverjum fluglegg. Yfirheyrslur standa nú yfir fólkinu með aðstoð túlka. Jóhann segir málið tekið skref fyrir skref og það verði að koma í ljós hver framvinda þess verði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels