Grunaður um skipulagða þrælasölu 18. maí 2005 00:01 Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. Þrjár stúlkur og einn strákur sem eru í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli eru á aldrinum 18 til 22 ára. Þau eru með vegabréf útgefin í Singapúr. Þau voru á leið frá Lundúnum til Orlando í Bandaríkjunum ásamt fylgdarmanni á fimmtugsaldri. Aðspurður um það hvort grunur sé um skipulagða þrælasölu segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, að í huga lögregluyfirvalda sé ekki vafi á því að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. Hvað sé nákvæmlega á ferðinni, hvort um sé að ræða smygl á fólki eða mansal, viti lögreglan ekki á þessari stundu. Farþegar sem eru á leið frá Lundúnum til Bandaríkjanna í gegnum Ísland fara ekki í gegnum almenna vegabréfaskoðun hér á landi. Jóhann segir að lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli hafi grunað að þessi leið sé notuð við að koma fólki sem selt sé til Bandaríkjanna þangað og þess vegna séu farþegar beðnir um að framvísa vegabréfi við komuna hingað til lands. Í slíkri leit fannst þetta fólk. Aðspurður hvort grunur leiki á því að fólkið hafi verið á leið í vændi í Bandaríkjunum segir Jóhann ómögulegt að segja til um hvert hlutskipti fólksins hefði verið. Málið sé í frumrannsókn en óneitanlega fái hann vont bragð í munninn þegar hann líti á mál sem þessi. Fólkið sem stöðvað var hefur verið á ferðalagi frá því um miðjan mars og það hefur sýnt vegabréfin sín að minnsta kosti fjórum eða fimm sinnum. Að sögn Jóhanns er fólkið að öllum líkindum ekki með fölsuð vegabréf heldur eru þau að öllum líkindum stolin því myndirnar í vegabréfinu eru líkar fólkinu sjálfu. Hann segir almennt séu svona mál þannig vaxið að það þurfi marga til að skipuleggja ferðaleiðir og útvega vegabréf og fylgdarmenn, sem séu mismunandi á hverjum fluglegg. Yfirheyrslur standa nú yfir fólkinu með aðstoð túlka. Jóhann segir málið tekið skref fyrir skref og það verði að koma í ljós hver framvinda þess verði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. Þrjár stúlkur og einn strákur sem eru í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli eru á aldrinum 18 til 22 ára. Þau eru með vegabréf útgefin í Singapúr. Þau voru á leið frá Lundúnum til Orlando í Bandaríkjunum ásamt fylgdarmanni á fimmtugsaldri. Aðspurður um það hvort grunur sé um skipulagða þrælasölu segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, að í huga lögregluyfirvalda sé ekki vafi á því að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. Hvað sé nákvæmlega á ferðinni, hvort um sé að ræða smygl á fólki eða mansal, viti lögreglan ekki á þessari stundu. Farþegar sem eru á leið frá Lundúnum til Bandaríkjanna í gegnum Ísland fara ekki í gegnum almenna vegabréfaskoðun hér á landi. Jóhann segir að lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli hafi grunað að þessi leið sé notuð við að koma fólki sem selt sé til Bandaríkjanna þangað og þess vegna séu farþegar beðnir um að framvísa vegabréfi við komuna hingað til lands. Í slíkri leit fannst þetta fólk. Aðspurður hvort grunur leiki á því að fólkið hafi verið á leið í vændi í Bandaríkjunum segir Jóhann ómögulegt að segja til um hvert hlutskipti fólksins hefði verið. Málið sé í frumrannsókn en óneitanlega fái hann vont bragð í munninn þegar hann líti á mál sem þessi. Fólkið sem stöðvað var hefur verið á ferðalagi frá því um miðjan mars og það hefur sýnt vegabréfin sín að minnsta kosti fjórum eða fimm sinnum. Að sögn Jóhanns er fólkið að öllum líkindum ekki með fölsuð vegabréf heldur eru þau að öllum líkindum stolin því myndirnar í vegabréfinu eru líkar fólkinu sjálfu. Hann segir almennt séu svona mál þannig vaxið að það þurfi marga til að skipuleggja ferðaleiðir og útvega vegabréf og fylgdarmenn, sem séu mismunandi á hverjum fluglegg. Yfirheyrslur standa nú yfir fólkinu með aðstoð túlka. Jóhann segir málið tekið skref fyrir skref og það verði að koma í ljós hver framvinda þess verði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira