Lífið

Eurovision 2005 - Dagur 8 - Framhald

Pjetur Sigurðsson skrifar
Jæja nú er Selma að stíga á svið í öðru rennsli dagsins, síðasta dag fyrir forkeppnina. Og við horfum og hlustum. Búningurinn er sá sami, en hettan fýkur af nánast um leið og miðað við myndatöku kvöldsins. Dansinn og söngurinn mjög góður sem í fyrra skiptið þó einhverjir netmiðlar erlendir hafi verið að hnýta eitthvað í hann.

En sjáum hvað setur, því þó að reglur keppnirnar segi til um að hún eigi að vera í sama búningi nú í kvöld og annað kvöld, eru dæmi fyrir því að keppendur hafi skipt.

Þurfti að hlusta enn einu sinni á þessa hvítrússnesku, hana Angelicu og ég segi enn og einu sinni; "Guð minn góður þetta er hreinasti hryllingur. Þurfum að taka upp rauða spjaldið á hana þessa. Þvílík mengun." En lífið heldur áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×