Tvö glæsimörk frá Dóru Maríu 25. maí 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði vel undir stjórn Jörundar Áka Sveinsssonar en liðið vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik þjóðannna í Perth í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en íslenska liðið var mun sterkara í þeim síðari og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði bæði mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik, það fyrra með skoti utan af kanti á 68. mínútu og það seinna með laglegu skoti upp í samkeytin frá vítateig níu mínútum síðar. "Við byrjuðum leikinn kannski ekki nægilega vel og það voru hnökrar á leik okkar í upphafi. Við unnum okkur hinsvegar inn í hann og þetta var betra og betra eftir því sem á leið leikinn. Ég fór líka vel yfir stöðuna í hálfleik með stelpunum og þær komu mjög beittar inn í seinni hálfleikinn. Þá skoruðu við tvö glæsileg mörk og vörðumst einnig mjög vel. Það tóku allar þátt í leiknum og það voru allar stelpurnar að spila vel. Miðað við það að við æfðum eina æfingu í gær og hálfa í morgun, það að Skotarnir séu búnir að vera saman í hálfan mánuð og spiluðu í síðustu viku við Finna þá tel ég það vera mjög gott hjá mínu liði að koma hingað og fara með sigur," sagði Jörundur Áki sem stjórnaði íslenska liðinu í fyrsta sinn síðan 2003. Ásthildur Helgadóttir lék á ný með landsliðinu, lék sinn 58. landsleik og bætti við leikjametið sitt en hún lék hún í framlínunni. "Ásthildi gekk ágætlega í nýrri stöðu. Völlurinn var mjög blautur og það rigndi stanslaust á meðan á leiknum stóð og við ákváðum að skipta henni útaf í stöðunni 2-0. Það var sálfræðilega mjög sterkt fyrir hana að koma heil út úr þessum fyrsta leik og hún stóð sig mjög vel líkt og allt liðið," sagði Jörundur Áki en hvað gefur þessi sigur liðinu? "Það voru engin stig í boði en þessi sigur gefur okkur hinsvegar sjálfstraust fyrir næstu verkefni. Við lærum af þessum leik og reynum að laga það sem miður fór fyrir leikina í undankeppninni í haust," sagði Jörundur að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði vel undir stjórn Jörundar Áka Sveinsssonar en liðið vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik þjóðannna í Perth í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en íslenska liðið var mun sterkara í þeim síðari og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði bæði mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik, það fyrra með skoti utan af kanti á 68. mínútu og það seinna með laglegu skoti upp í samkeytin frá vítateig níu mínútum síðar. "Við byrjuðum leikinn kannski ekki nægilega vel og það voru hnökrar á leik okkar í upphafi. Við unnum okkur hinsvegar inn í hann og þetta var betra og betra eftir því sem á leið leikinn. Ég fór líka vel yfir stöðuna í hálfleik með stelpunum og þær komu mjög beittar inn í seinni hálfleikinn. Þá skoruðu við tvö glæsileg mörk og vörðumst einnig mjög vel. Það tóku allar þátt í leiknum og það voru allar stelpurnar að spila vel. Miðað við það að við æfðum eina æfingu í gær og hálfa í morgun, það að Skotarnir séu búnir að vera saman í hálfan mánuð og spiluðu í síðustu viku við Finna þá tel ég það vera mjög gott hjá mínu liði að koma hingað og fara með sigur," sagði Jörundur Áki sem stjórnaði íslenska liðinu í fyrsta sinn síðan 2003. Ásthildur Helgadóttir lék á ný með landsliðinu, lék sinn 58. landsleik og bætti við leikjametið sitt en hún lék hún í framlínunni. "Ásthildi gekk ágætlega í nýrri stöðu. Völlurinn var mjög blautur og það rigndi stanslaust á meðan á leiknum stóð og við ákváðum að skipta henni útaf í stöðunni 2-0. Það var sálfræðilega mjög sterkt fyrir hana að koma heil út úr þessum fyrsta leik og hún stóð sig mjög vel líkt og allt liðið," sagði Jörundur Áki en hvað gefur þessi sigur liðinu? "Það voru engin stig í boði en þessi sigur gefur okkur hinsvegar sjálfstraust fyrir næstu verkefni. Við lærum af þessum leik og reynum að laga það sem miður fór fyrir leikina í undankeppninni í haust," sagði Jörundur að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Sjá meira