Vilja að R-listinn starfi áfram 30. maí 2005 00:01 Vinstri grænir í Reykjavík vilja áframhaldandi samstarf í R-listanum, en að það verði að byggjast á jafnræði. Flokkurinn harmar afstöðu Alfreðs Þorsteinssonar til sjónarmiða Vinstri grænna í orkumálum. Félagar í Vinstri grænum í Reykjavík komu saman til fundar í gær þar sem fjallað var um borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Fundurinn samþykkti að veita stjórn félagsins áframhaldandi umboð til könnunarviðræðna við félagaflokkana í Reykjavíkurlistanum vegna kosninganna. Vinstri grænir telja mikilvægt að hér eftir sem hingað til byggist sameiginlegt framboð á jafnræði milli flokkanna og virðingu fyrir grundvarllarsjónarmiðum þeirra og starfsaðferðum. Á fundi sínum í gær fjölluðu Vinstri grænir einnig um orkunýtingu framtíðarinnar. Þar sameinuðust allir fundarmenn um að harma afstöðu Alfreðs Þorsteinssonar, Framsóknarflokki og stjórnarfomanns Orkuveitu Reykjavíkur, til sjónarmiða Vinstri grænna í orkumálum. Minnt er á að orkustefnunefnd borgarinnar, sem skipuð var í upphafi kjörtímabilsins, hafi skilað tillögum þar sem meðal annars sé gert ráð fyrir að Orkuveita Reykjavíkur sinni fyrst og fremst almenningsmarkaði og taki ekki þátt í orkuöflun fyrir stóriðju, nema þá í sérstöku félagi þannig að áhætta vegna slíkrar starfsemi lendi ekki á almennum notendum. Orkuveitan og Reykjavíkurborg beri að fylgja þeirri stefnumörkun. Vinstri grænir segja löngu tímabært að taka orku- og umhverfismál nýjum tökum og kasta einhæfum græðgis- og eyðingarsjónarmiðum fyrir róða. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Vinstri grænir í Reykjavík vilja áframhaldandi samstarf í R-listanum, en að það verði að byggjast á jafnræði. Flokkurinn harmar afstöðu Alfreðs Þorsteinssonar til sjónarmiða Vinstri grænna í orkumálum. Félagar í Vinstri grænum í Reykjavík komu saman til fundar í gær þar sem fjallað var um borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Fundurinn samþykkti að veita stjórn félagsins áframhaldandi umboð til könnunarviðræðna við félagaflokkana í Reykjavíkurlistanum vegna kosninganna. Vinstri grænir telja mikilvægt að hér eftir sem hingað til byggist sameiginlegt framboð á jafnræði milli flokkanna og virðingu fyrir grundvarllarsjónarmiðum þeirra og starfsaðferðum. Á fundi sínum í gær fjölluðu Vinstri grænir einnig um orkunýtingu framtíðarinnar. Þar sameinuðust allir fundarmenn um að harma afstöðu Alfreðs Þorsteinssonar, Framsóknarflokki og stjórnarfomanns Orkuveitu Reykjavíkur, til sjónarmiða Vinstri grænna í orkumálum. Minnt er á að orkustefnunefnd borgarinnar, sem skipuð var í upphafi kjörtímabilsins, hafi skilað tillögum þar sem meðal annars sé gert ráð fyrir að Orkuveita Reykjavíkur sinni fyrst og fremst almenningsmarkaði og taki ekki þátt í orkuöflun fyrir stóriðju, nema þá í sérstöku félagi þannig að áhætta vegna slíkrar starfsemi lendi ekki á almennum notendum. Orkuveitan og Reykjavíkurborg beri að fylgja þeirri stefnumörkun. Vinstri grænir segja löngu tímabært að taka orku- og umhverfismál nýjum tökum og kasta einhæfum græðgis- og eyðingarsjónarmiðum fyrir róða.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira