Phoenix 1 - San Antonio 3 31. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Phoenix Suns neituðu að láta San Antonio Spurs niðurlægja sig í úrslitakeppninni og náðu að vinna sigur í fjórða leik liðanna í nótt, 111-106. Skyndilega eru þeir komnir í ágætis aðstöðu til að bjarga andlitinu, því næsti leikur fer fram á heimavelli þeirra í Phoenix. Þar hafa þeir að vísu ekki riðið feitum hesti gegn Spurs, en þeir virðast hafa endurheimt sjálfstraustið. Suns voru skrefinu á undan heimamönnum í leiknum í nótt og sýndu mikinn karakter þegar þeir stóðu af sér góð áhlaup þeirra á lokasprettinum. Amare Stoudemire var allt í öllu í blálokin og skoraði mikilvægar körfur, varði skot og stal knettinum. Hann hefur greinilega verið orðinn leiður á að hlusta á fólk tala um hvernig lið hans ætti ekki möguleika á að vinna reynt lið San Antonio. "Amare var ótrúlegur. Þó hann sé með manni í liði getur maður ekki annað en dáðst að honum. Hann var rosalega mikilvægur fyrir okkur á lokasprettinum," sagði Steve Nash um hinn unga samherja sinn. Tim Duncan átti mjög erfitt uppdráttar í gær og skoraði aðeins 15 stig í leiknum. Hann náði sér aldrei á strik í sóknarleiknum og góð hjálparvörn frá Joe Johnson virtist trufla hann mikið. Verst af öllu var þó vítanýting hans, en hann hitti aðeins úr 3 af 12 vítaskotum sínum í leiknum, sem er skelfilegt í jafn mikilvægum leik. "Við erum bæði vonsviknir og reiðir," sagði Manu Ginobili sem var eini leikmaður Spurs sem lék af eðlilegri getu. "Takmark okkar í þessari seríu var hinsvegar að komast í úrslitin, ekki að vinna Phoenix 4-0, þannig að við hengjum ekkert haus þó við höfum tapað einum leik, við erum í fínu formi" bætti hann við. San Antonio hefur unnið báða leiki liðanna í Phoenix, en það þýðir ekki að þeir þurfi ekki á sínum allra besta leik til að sigra þar. Ef Phoenix tekst að vinna næsta leik, gæti þetta einvígi þannig orðið lengra en margur var farinn að sjá fyrir sér. Engu liði af þeim 76 sem lent hafa undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar, hefur þó tekist að koma til baka og vinna seríuna og aðeins átta liðum af því hefur tekist að vinna tvo leiki eftir það. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (7 frák), Tim Duncan 15 stig (16 frák), Robert Horry 15 stig (7 frák), Bruce Bowen 15 stig, Tony Parker 13 stig, Beno Udrih 9 stig, Nazr Mohammed 8 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 31 stig, Joe Johnson 26 stig, Steve Nash 17 stig (12 stoðs), Quentin Richardson 14 stig (6 frák), Shawn Marion 11 stig (14 frák), Jimmy Jackson 8 stig. NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifað í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira
Phoenix Suns neituðu að láta San Antonio Spurs niðurlægja sig í úrslitakeppninni og náðu að vinna sigur í fjórða leik liðanna í nótt, 111-106. Skyndilega eru þeir komnir í ágætis aðstöðu til að bjarga andlitinu, því næsti leikur fer fram á heimavelli þeirra í Phoenix. Þar hafa þeir að vísu ekki riðið feitum hesti gegn Spurs, en þeir virðast hafa endurheimt sjálfstraustið. Suns voru skrefinu á undan heimamönnum í leiknum í nótt og sýndu mikinn karakter þegar þeir stóðu af sér góð áhlaup þeirra á lokasprettinum. Amare Stoudemire var allt í öllu í blálokin og skoraði mikilvægar körfur, varði skot og stal knettinum. Hann hefur greinilega verið orðinn leiður á að hlusta á fólk tala um hvernig lið hans ætti ekki möguleika á að vinna reynt lið San Antonio. "Amare var ótrúlegur. Þó hann sé með manni í liði getur maður ekki annað en dáðst að honum. Hann var rosalega mikilvægur fyrir okkur á lokasprettinum," sagði Steve Nash um hinn unga samherja sinn. Tim Duncan átti mjög erfitt uppdráttar í gær og skoraði aðeins 15 stig í leiknum. Hann náði sér aldrei á strik í sóknarleiknum og góð hjálparvörn frá Joe Johnson virtist trufla hann mikið. Verst af öllu var þó vítanýting hans, en hann hitti aðeins úr 3 af 12 vítaskotum sínum í leiknum, sem er skelfilegt í jafn mikilvægum leik. "Við erum bæði vonsviknir og reiðir," sagði Manu Ginobili sem var eini leikmaður Spurs sem lék af eðlilegri getu. "Takmark okkar í þessari seríu var hinsvegar að komast í úrslitin, ekki að vinna Phoenix 4-0, þannig að við hengjum ekkert haus þó við höfum tapað einum leik, við erum í fínu formi" bætti hann við. San Antonio hefur unnið báða leiki liðanna í Phoenix, en það þýðir ekki að þeir þurfi ekki á sínum allra besta leik til að sigra þar. Ef Phoenix tekst að vinna næsta leik, gæti þetta einvígi þannig orðið lengra en margur var farinn að sjá fyrir sér. Engu liði af þeim 76 sem lent hafa undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar, hefur þó tekist að koma til baka og vinna seríuna og aðeins átta liðum af því hefur tekist að vinna tvo leiki eftir það. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (7 frák), Tim Duncan 15 stig (16 frák), Robert Horry 15 stig (7 frák), Bruce Bowen 15 stig, Tony Parker 13 stig, Beno Udrih 9 stig, Nazr Mohammed 8 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 31 stig, Joe Johnson 26 stig, Steve Nash 17 stig (12 stoðs), Quentin Richardson 14 stig (6 frák), Shawn Marion 11 stig (14 frák), Jimmy Jackson 8 stig.
NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifað í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira