Sport

Heiðar Davíð í úrslit

Heiðar Davíð Bragason kylfingur úr GKJ komst áfram í 64-manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu í golfi í gær og hafnaði í 3.-7. sæti eftir hringina tvo. Heiðar tryggði sig þar með áfram í 64-manna holukeppni með útsláttarfyrirkomulagi og hefur leik kl. 11:17 í dag miðvikudag. Leikið verður með því fyrirkomulagi að efsti maður leikur við neðsta mann þannig að möguleikar Heiðars ættu að vera ágætir. Heiðar lék annan hringinn í gær á einu yfir pari eða 71 höggi en lék fyrsta hringinn á mánudag á 69 höggum. Leikið er á Royal Birkdale-vellinum sem er skammt frá Liverpool. Heiðar var aðeins 5 höggum á eftir efsta manni, Svisslendingnum, Damian Ulrich. "Ég byrjaði á þremur pörum í dag og síðan fékk ég þrjá skolla í röð, þá var ég að reyna of mikið við pinnann og setti boltann í sandglompur í staðinn og kom mér í vandræði. Þá ákvað ég að reyna að spila af meira öryggi - upp á parið og þá gekk mér mun betur. Ég fékk fugl á par-3 holu, þeirri sjöundu og einnig á 17. holunni. Ég er mjög sáttur við hringinn í dag og líka í gær." sagði Heiðar Davíð í samtali við Kylfingur.is í gærkvöldi. Sigmundur Einar Másson úr GKG lék á 77 höggum í gær og 79 í fyrradag og er úr leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×