Dauðadómur eða endurfæðing? Þórlindur Kjartansson skrifar 2. júní 2005 00:01 Stofnun Evrópusambandsins og aukið samstarf milli ríkja álfunnar hefur hingað til verið til mikillar blessunar. Vitaskuld hefur ekki allt verið sem skyldi en hins vegar hafa öll helstu markmið samstarfsins náð fram að ganga, fyrst og fremst að ófriður milli ríkja innan bandalagsins er nánast óhugsandi. Það hefur hins vegar einkennt Evrópusambandið allt frá stofnun þess að með reglulegu millibili eru gerðar tilraunir til þess að binda aðildarríkjanna þéttari böndum. Eftir að svonenfndur stjórnarskrársáttmáli ESB var felldur í Frakklandi og Hollandi sér fyrir endann á einni slíkri bylgju. Almenningur í Evrópusambandslöndunum er að senda skilaboð um að hugmyndir valdhafanna séu allt aðrar en þeirra eigin. Sú gagnrýni á Evrópusambandið að það sé ólýðræðislegt á við töluverð rök að styðjast. Vald Evrópusambandsins er að stærstum hluta fengið frá ríkisstjórnum aðildarlandanna en efast má um þá hugmynd að stjórnvöldum sé í raun heimilt að framselja slíkt vald í þeim mæli sem gert hefur verið. Flest aðildarríki sambandins munu til að mynda samþykkja stjórnarskrársáttmálann án þess að leita samþykkis hjá almenningi. Þjóðþingin munu einfaldlega samþykkja plaggið hvort sem almenningi líkar það betur eða verr. Holland og Frakkland eru bæði meðal þeirra sex þjóða sem stofnuðu Evrópusambandið og hafa hingað til verið talin til þeirra sem lengst vilja ganga í að þjappa ríkjunum saman og gera sambandið smám saman líkar fullburða ríkjasambandi í ætt við Bandaríkin. Það að samrunaferlið skuli hrökkva í baklás í þessum tveimur ríkjum er því nokkuð sem hlýtur að valda því að valdakjarninn í ESB staldri við og hugsi sinn gang. Ef samrunaferlinu er þröngvað upp á almenning er hætta á því að smám saman brotni þolinmæðin og stjórnmálamenn sem vilja leysa upp sambandið nái fótfestu í aðildarlöndunum. Nú þegar er ljóst að franskir stjórnmálamenn munu bregðast við kosningunni með friðþægingarpólitík. Helstu umkvörtunarefnin gegn Evrópusambandinu í Frakklandi lúta að viðskiptafrelsi og því haldið fram að frjálshyggja og engilsaxneskur kapítalismi ráði öllu um stækkun og þróun Evrópusambandsins. Frakkar telja að ráð gegn þessu sé að flytja út sínar aðferðir við hagstjórn og velferð. Ef Evrópusambandið mun breyta áherslum sínum í þá veru að neyða önnur ríki til að taka upp vitleysuna sem viðgengst í frönsku efnahagslífi - í stað þess að Frakkar þurfi að hugsa sinn gang - þá er hætta á því að framtíð Evrópusambandsins sé ekki sérlega björt. Ef ráðandi öfl í Evrópusambandinu munu hins vegar halda áfram að beina sjónum sínum að fríverslunarþættinum í Evrópusamstarfinu en leyfir aðildarríkjunum að öðru leyti að marka sína eigin stefnu getur verið að áfallið sem varð í Hollandi og Frakklandi verði Evrópusambandinu til blessunar en ekki bölvunar. Þórlindur Kjartansson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Stofnun Evrópusambandsins og aukið samstarf milli ríkja álfunnar hefur hingað til verið til mikillar blessunar. Vitaskuld hefur ekki allt verið sem skyldi en hins vegar hafa öll helstu markmið samstarfsins náð fram að ganga, fyrst og fremst að ófriður milli ríkja innan bandalagsins er nánast óhugsandi. Það hefur hins vegar einkennt Evrópusambandið allt frá stofnun þess að með reglulegu millibili eru gerðar tilraunir til þess að binda aðildarríkjanna þéttari böndum. Eftir að svonenfndur stjórnarskrársáttmáli ESB var felldur í Frakklandi og Hollandi sér fyrir endann á einni slíkri bylgju. Almenningur í Evrópusambandslöndunum er að senda skilaboð um að hugmyndir valdhafanna séu allt aðrar en þeirra eigin. Sú gagnrýni á Evrópusambandið að það sé ólýðræðislegt á við töluverð rök að styðjast. Vald Evrópusambandsins er að stærstum hluta fengið frá ríkisstjórnum aðildarlandanna en efast má um þá hugmynd að stjórnvöldum sé í raun heimilt að framselja slíkt vald í þeim mæli sem gert hefur verið. Flest aðildarríki sambandins munu til að mynda samþykkja stjórnarskrársáttmálann án þess að leita samþykkis hjá almenningi. Þjóðþingin munu einfaldlega samþykkja plaggið hvort sem almenningi líkar það betur eða verr. Holland og Frakkland eru bæði meðal þeirra sex þjóða sem stofnuðu Evrópusambandið og hafa hingað til verið talin til þeirra sem lengst vilja ganga í að þjappa ríkjunum saman og gera sambandið smám saman líkar fullburða ríkjasambandi í ætt við Bandaríkin. Það að samrunaferlið skuli hrökkva í baklás í þessum tveimur ríkjum er því nokkuð sem hlýtur að valda því að valdakjarninn í ESB staldri við og hugsi sinn gang. Ef samrunaferlinu er þröngvað upp á almenning er hætta á því að smám saman brotni þolinmæðin og stjórnmálamenn sem vilja leysa upp sambandið nái fótfestu í aðildarlöndunum. Nú þegar er ljóst að franskir stjórnmálamenn munu bregðast við kosningunni með friðþægingarpólitík. Helstu umkvörtunarefnin gegn Evrópusambandinu í Frakklandi lúta að viðskiptafrelsi og því haldið fram að frjálshyggja og engilsaxneskur kapítalismi ráði öllu um stækkun og þróun Evrópusambandsins. Frakkar telja að ráð gegn þessu sé að flytja út sínar aðferðir við hagstjórn og velferð. Ef Evrópusambandið mun breyta áherslum sínum í þá veru að neyða önnur ríki til að taka upp vitleysuna sem viðgengst í frönsku efnahagslífi - í stað þess að Frakkar þurfi að hugsa sinn gang - þá er hætta á því að framtíð Evrópusambandsins sé ekki sérlega björt. Ef ráðandi öfl í Evrópusambandinu munu hins vegar halda áfram að beina sjónum sínum að fríverslunarþættinum í Evrópusamstarfinu en leyfir aðildarríkjunum að öðru leyti að marka sína eigin stefnu getur verið að áfallið sem varð í Hollandi og Frakklandi verði Evrópusambandinu til blessunar en ekki bölvunar. Þórlindur Kjartansson
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun