Ofurkæti Börsunga brýst út 5. júní 2005 00:01 Einar Logi Vignisson hefur skrifað um boltann í Suður-Evrópu í Fréttablaðinu á sunnudögum í vetur og þessi sinni rennir hann yfir spænsku deildina og gerir upp tímabilið. Kæti Katalóníumanna yfir sigri Börsunga í hinni spænsku Primera Liga á sér lítil takmörk. Þorsteinn vinur minn Stephensen athafnamaður í Madrid og áhugamaður um spænska boltann segist aldrei nokkurn tímann hafa vitað önnur eins fagnaðarlæti og í Barcelona er liðið tók á móti titlinum. Ekki einu sinni Evrópumeistaratitlinum 1992 né neinum af ofursigrum Draumaliðs Cruyff hafi verið mætt með viðlíka hætti. Þetta staðfesti elstu menn í Madrid með viðeigandi vandlætingu, þyki oflátungsbragur á hátíðarhöldunum yfir einni dollu, enda Börsungar vart hálfdrættingar á við Madrídinga í titlum talið. En kannski á fýlan í „Madrilenos" stuðningsmönnum Real, sér dýpri skýringar. Máski gera þeir sér grein fyrir því að á tveimur árum hafa orðið pólskipti í spænska boltanum og Barca er nú flaggskipið sem Real Madrid, með sína öldnu ofurbolta eða „galacticos", á töluvert í land með að ná. Katalónska hjartað Á síðasta áratug náði Barcelona undir stjórn Johans Cruyff lengsta yfirburðatímabili sínum í spænska boltanum. Og þótt á Hollendingatímabilinu síðara undir stjórn Van Gaal hafi ýmislegt áunnist var sjaldnast glæsibragur á og endaði valdatími Van Gaals í upplausn. Fyrir tveimur árum var svo Juan Laporta kosinn forseti og töldu fæstir að hann væri neitt nema loftið enda mikill populista-bragur á kosningu hans sem var aðallega knúin áfram af því loforði Laporta að hann myndi semja við David Beckham um að ganga til liðs við félagið. Laporta náði samningum við Manchester United en ekki leikmanninn sjálfan, enda taldi Beckham Börsunga standa Madrídingum langt að baki í getu og framtíðarmöguleikum. Víst er að Barca stóð ekki vel, síðustu sex ár hafa verið félaginu erfið og mátti það sætta sig við að auk fornu fjendanna í Madrid skutust bæði Valencia og Deportivo langt fram úr þeim. En undir stjórn Frank Rikjaard hafa orðið stöðugar framfarir, liðið lék gríðarlega vel síðari hluta tímabilsins í fyrra og leiddi deildina örugglega frá upphafi í allan vetur. Fótboltinn sem liðið lék var á köflum sérlega glæsilegur en brothættur að sama skapi og víst er að félagið þarf að bæta við sig leikmönnum, sérstaklega varnarmönnum, eigi það að eiga möguleika á að verja titilinn og gera atlögu að Evrópumeistaratitlinum á næsta ári. Rikjaard virðist hafa tekist sérlega vel upp með að byggja upp góðan anda hjá félaginu og erlendu stórstjörnurnar sýna félaginu mikla hollustu sem er mikilvægt á tímum þar sem samningar telja oft lítið. Þetta sást vel er Samuel Etoío var sektaður á dögunum fyrir að hafa sýnt Real Madrid vanvirðingu með látbragði og ummmælum ófögrum en Etoío telur sig hafa sannað ýmislegt í vetur fyrir Madrídingum sem hann var keyptur til á unga aldri en ævinlega lánaður til annarra liða. Etoío kyssti katalónska hjartað í skildi Barcelona jafnan eftir að hann hafði skorað mark en það hefur löngum verið háttur katalónskra leikmanna Barca og vakti þetta mikla athygli. Villarreal undrið Etoío lék manna best hjá Börsungum ásamt Ronaldinho og Deco en mörkin hans 24 dugðu ekki til markakóngstitils því hann hrifsaði óvæntasta stjarna deildarinnar þetta árið, Úrugvæmaðurinn Diego Forlan sem skoraði tvennu í síðasta leiknum og varð markakóngur Spánar auk þess að hreppa gullskó Evrópu ásamt Thierry Henry. Forlan small eins og flís við rass þess frjálsa bolta sem Juan Riquelme stýrði á miðjunni hjá smáklúbbnum Villarreal sem endaði í þriðja sæti deildarinnar og gaf dýrmætt Meistaradeildarsæti. Villarreal hefur unnið hug og hjörtu knattspyrnuáhugamanna, enda ótrúlegt að lið frá þorpi minna en Reykjavík nái svo langt og ekki verra að liðið lék hreint út sagt glimrandi knattspyrnu. Vonandi er að Villarreal haldist á bestu mönnum sínum þótt líklegt sé að Barcelona heimti Riquelme heim á ný eða selji hann áfram. Hann var nánast undantekingalaust í hópi efstu manna hjá spænsku blöðunum í einkunnagjöf tímabilsins og náði loks að fullnýta ótvíræða hæfileika sína sem aldrei fengu að skína þegar hann dvaldi hjá Barca. S Sevilla liðin tvö börðust um Meistaradeildarsæti við Villarreal og fór svo að Real Betis náði fjórða sætinu. Bæði liðin búa yfir miklum framtíðarmöguleikum, vel studdir klúbbar með góðan mannskap og verða bæði í toppbaráttunni áfram ef vel er á málum haldið. Er það gleðilegt því alltaf er gríðarleg stemming í kringum liðin og óvíða meiri rígur milli félaga en í höfuðborg hinnar blóðheitu Andalúsíu. Valencia var vonbrigði ársins, eins og margir voru reyndar búnir að spá fyrir um, t.d. við hér á Fréttablaðinu í spá okkar fyrir tímabilið. Claudio Ranieri eyðilagði nánast liðið og ljóst er að breyta þarf miklu á þeim bænum. Rauðhvítu frændurnir Atletico Madrid og Athletic Bilbao gerðu líka mun minna en efni stóðu til, sérstaklega Bilbæingar sem skarta tveimur af bestu mönnum deildarinnar, miðvallarleikmanninum Yesti og bakverðinum Asiar del Horno. Smáliðið Getafe gladdi marga og sömuleiðis Levante í byrjun leiktíðar þótt þar skorti dampinn á, Bernd Schuster látinn taka pokann sinn og fall varð örlögin á vordögum. Spænski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Einar Logi Vignisson hefur skrifað um boltann í Suður-Evrópu í Fréttablaðinu á sunnudögum í vetur og þessi sinni rennir hann yfir spænsku deildina og gerir upp tímabilið. Kæti Katalóníumanna yfir sigri Börsunga í hinni spænsku Primera Liga á sér lítil takmörk. Þorsteinn vinur minn Stephensen athafnamaður í Madrid og áhugamaður um spænska boltann segist aldrei nokkurn tímann hafa vitað önnur eins fagnaðarlæti og í Barcelona er liðið tók á móti titlinum. Ekki einu sinni Evrópumeistaratitlinum 1992 né neinum af ofursigrum Draumaliðs Cruyff hafi verið mætt með viðlíka hætti. Þetta staðfesti elstu menn í Madrid með viðeigandi vandlætingu, þyki oflátungsbragur á hátíðarhöldunum yfir einni dollu, enda Börsungar vart hálfdrættingar á við Madrídinga í titlum talið. En kannski á fýlan í „Madrilenos" stuðningsmönnum Real, sér dýpri skýringar. Máski gera þeir sér grein fyrir því að á tveimur árum hafa orðið pólskipti í spænska boltanum og Barca er nú flaggskipið sem Real Madrid, með sína öldnu ofurbolta eða „galacticos", á töluvert í land með að ná. Katalónska hjartað Á síðasta áratug náði Barcelona undir stjórn Johans Cruyff lengsta yfirburðatímabili sínum í spænska boltanum. Og þótt á Hollendingatímabilinu síðara undir stjórn Van Gaal hafi ýmislegt áunnist var sjaldnast glæsibragur á og endaði valdatími Van Gaals í upplausn. Fyrir tveimur árum var svo Juan Laporta kosinn forseti og töldu fæstir að hann væri neitt nema loftið enda mikill populista-bragur á kosningu hans sem var aðallega knúin áfram af því loforði Laporta að hann myndi semja við David Beckham um að ganga til liðs við félagið. Laporta náði samningum við Manchester United en ekki leikmanninn sjálfan, enda taldi Beckham Börsunga standa Madrídingum langt að baki í getu og framtíðarmöguleikum. Víst er að Barca stóð ekki vel, síðustu sex ár hafa verið félaginu erfið og mátti það sætta sig við að auk fornu fjendanna í Madrid skutust bæði Valencia og Deportivo langt fram úr þeim. En undir stjórn Frank Rikjaard hafa orðið stöðugar framfarir, liðið lék gríðarlega vel síðari hluta tímabilsins í fyrra og leiddi deildina örugglega frá upphafi í allan vetur. Fótboltinn sem liðið lék var á köflum sérlega glæsilegur en brothættur að sama skapi og víst er að félagið þarf að bæta við sig leikmönnum, sérstaklega varnarmönnum, eigi það að eiga möguleika á að verja titilinn og gera atlögu að Evrópumeistaratitlinum á næsta ári. Rikjaard virðist hafa tekist sérlega vel upp með að byggja upp góðan anda hjá félaginu og erlendu stórstjörnurnar sýna félaginu mikla hollustu sem er mikilvægt á tímum þar sem samningar telja oft lítið. Þetta sást vel er Samuel Etoío var sektaður á dögunum fyrir að hafa sýnt Real Madrid vanvirðingu með látbragði og ummmælum ófögrum en Etoío telur sig hafa sannað ýmislegt í vetur fyrir Madrídingum sem hann var keyptur til á unga aldri en ævinlega lánaður til annarra liða. Etoío kyssti katalónska hjartað í skildi Barcelona jafnan eftir að hann hafði skorað mark en það hefur löngum verið háttur katalónskra leikmanna Barca og vakti þetta mikla athygli. Villarreal undrið Etoío lék manna best hjá Börsungum ásamt Ronaldinho og Deco en mörkin hans 24 dugðu ekki til markakóngstitils því hann hrifsaði óvæntasta stjarna deildarinnar þetta árið, Úrugvæmaðurinn Diego Forlan sem skoraði tvennu í síðasta leiknum og varð markakóngur Spánar auk þess að hreppa gullskó Evrópu ásamt Thierry Henry. Forlan small eins og flís við rass þess frjálsa bolta sem Juan Riquelme stýrði á miðjunni hjá smáklúbbnum Villarreal sem endaði í þriðja sæti deildarinnar og gaf dýrmætt Meistaradeildarsæti. Villarreal hefur unnið hug og hjörtu knattspyrnuáhugamanna, enda ótrúlegt að lið frá þorpi minna en Reykjavík nái svo langt og ekki verra að liðið lék hreint út sagt glimrandi knattspyrnu. Vonandi er að Villarreal haldist á bestu mönnum sínum þótt líklegt sé að Barcelona heimti Riquelme heim á ný eða selji hann áfram. Hann var nánast undantekingalaust í hópi efstu manna hjá spænsku blöðunum í einkunnagjöf tímabilsins og náði loks að fullnýta ótvíræða hæfileika sína sem aldrei fengu að skína þegar hann dvaldi hjá Barca. S Sevilla liðin tvö börðust um Meistaradeildarsæti við Villarreal og fór svo að Real Betis náði fjórða sætinu. Bæði liðin búa yfir miklum framtíðarmöguleikum, vel studdir klúbbar með góðan mannskap og verða bæði í toppbaráttunni áfram ef vel er á málum haldið. Er það gleðilegt því alltaf er gríðarleg stemming í kringum liðin og óvíða meiri rígur milli félaga en í höfuðborg hinnar blóðheitu Andalúsíu. Valencia var vonbrigði ársins, eins og margir voru reyndar búnir að spá fyrir um, t.d. við hér á Fréttablaðinu í spá okkar fyrir tímabilið. Claudio Ranieri eyðilagði nánast liðið og ljóst er að breyta þarf miklu á þeim bænum. Rauðhvítu frændurnir Atletico Madrid og Athletic Bilbao gerðu líka mun minna en efni stóðu til, sérstaklega Bilbæingar sem skarta tveimur af bestu mönnum deildarinnar, miðvallarleikmanninum Yesti og bakverðinum Asiar del Horno. Smáliðið Getafe gladdi marga og sömuleiðis Levante í byrjun leiktíðar þótt þar skorti dampinn á, Bernd Schuster látinn taka pokann sinn og fall varð örlögin á vordögum.
Spænski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira