Átelja seinagang embættis 10. júní 2005 00:01 Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í fangelsi í morgun fyrir að svíkja liðlega átta milljónir króna út úr sparisjóðnum. Hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn, þar sem dráttur varð á rannsókn málsins. Dómstólar hafa ítrekað gert athugasemdir við seinagang hjá embættinu. Afgreiðslustjóri útbús sjóðsins að Reykjavíkurvegi var gefið að sök að hafa heimilað skuldfærslu á greiðslukorti sínu þrátt fyrir vanskil, breytt úttektarheimildum á öðru greiðslukorti, stofnað fjölgreiðslusamninga til greiðslu skuldar á korti sem og að hafa stofnað greiðslukortareikning fyrir þáverandi sambýlismann sinn án þess að umsókn hans lægi fyrir, hækkað án heimildar yfirdráttarheimild á tékkareikningi sambýlismannsins og síðan breytt þeim tékkareikningi þannig að yfirdráttur var heimill án trygginga. Samtals sveik afgreiðslustjórinn sparisjóðinn um tæpar 8,2 milljónir króna og krafðist sparisjóðurinn þess að sú fjárhæð yrði endurgreidd. Við ákvörðun refsingar var litið til þess konan framdi brot sín í skjóli sérstaks trúnaðar við vinnuveitenda sinn, ásetningur hennar hafi verið staðfastur og brotin framin á löngum tíma. Kona hefur ekki endurgreitt fjárhæðina. Hún var því dæmd til að greiða sparisjóðnum tæplega 8,2 milljónir króna og til níu mánaða fangelsisvistar. Sex mánuðir eru þar skilorðsbundnir en það er vegna þess að dráttur varð á rannsókn málsins hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði. Brotið var kært í júlí 2003 og skýrsla tekin af konunni rúmum mánuði síðar þar sem hún játaði brot sín. Rannsóknin lá síðan að mestu niðri í rúmlega 19 mánuði þar til aftur var tekin af konunni skýrsla og ákæra síðan gefin út í apríl síðastliðnum, eða tæpum tveimur árum eftir að brotið var kært. Þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem dómstólar gera athugasemdir við seinagang hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði því það hefur gerst ítrekað og Hæstiréttur hefur sagt drátt á afgreiðlu mála hjá embættinu vítaverðan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í fangelsi í morgun fyrir að svíkja liðlega átta milljónir króna út úr sparisjóðnum. Hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn, þar sem dráttur varð á rannsókn málsins. Dómstólar hafa ítrekað gert athugasemdir við seinagang hjá embættinu. Afgreiðslustjóri útbús sjóðsins að Reykjavíkurvegi var gefið að sök að hafa heimilað skuldfærslu á greiðslukorti sínu þrátt fyrir vanskil, breytt úttektarheimildum á öðru greiðslukorti, stofnað fjölgreiðslusamninga til greiðslu skuldar á korti sem og að hafa stofnað greiðslukortareikning fyrir þáverandi sambýlismann sinn án þess að umsókn hans lægi fyrir, hækkað án heimildar yfirdráttarheimild á tékkareikningi sambýlismannsins og síðan breytt þeim tékkareikningi þannig að yfirdráttur var heimill án trygginga. Samtals sveik afgreiðslustjórinn sparisjóðinn um tæpar 8,2 milljónir króna og krafðist sparisjóðurinn þess að sú fjárhæð yrði endurgreidd. Við ákvörðun refsingar var litið til þess konan framdi brot sín í skjóli sérstaks trúnaðar við vinnuveitenda sinn, ásetningur hennar hafi verið staðfastur og brotin framin á löngum tíma. Kona hefur ekki endurgreitt fjárhæðina. Hún var því dæmd til að greiða sparisjóðnum tæplega 8,2 milljónir króna og til níu mánaða fangelsisvistar. Sex mánuðir eru þar skilorðsbundnir en það er vegna þess að dráttur varð á rannsókn málsins hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði. Brotið var kært í júlí 2003 og skýrsla tekin af konunni rúmum mánuði síðar þar sem hún játaði brot sín. Rannsóknin lá síðan að mestu niðri í rúmlega 19 mánuði þar til aftur var tekin af konunni skýrsla og ákæra síðan gefin út í apríl síðastliðnum, eða tæpum tveimur árum eftir að brotið var kært. Þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem dómstólar gera athugasemdir við seinagang hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði því það hefur gerst ítrekað og Hæstiréttur hefur sagt drátt á afgreiðlu mála hjá embættinu vítaverðan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira