Þungir dómar í fíkniefnamáli 13. júní 2005 00:01 Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti. Dómana hlaut fólkið vegna aðildar sinnar að innflutningi á 130 grömmum af kókaíni og um þúsund stykkjum af e-töflum en viðkomandi fá öll nokkuð þunga dóma miðað við það sem gengur og gerist í málum sem þessum. Söluandvirði fíkniefnanna hér á landi hefði numið vel yfir þremur milljónum króna. Karl Filip Geirsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson fengu þyngstu dómana, alls tvö ár hvor. Karl Filip var fundinn sekur um að hafa við annan mann staðið fyrir kaupum á efnunum og lagt á ráðin um innflutninginn en hann hefur margoft komist í kast við lögin áður vegna margvíslegra brota. Sama gildir um Vilhjálm en hans þáttur var að mestu bundinn við að fjármagna fíkniefnakaupin og hugðist hann hagnast á sölu efnanna hér á landi. Aðrir sem að málinu komu fengu aðeins vægari dóma. Pétur Steinþór Gunnarsson var dæmdur til tæplega tveggja ára fangelsis en hann lagði að hluta á ráðin um innflutninginn ásamt Karli ásamt því að hafa milligöngu um að útvega efnin gegnum erlendan félaga sinn frá Marokkó, L´Houcine Bouhlali, sem einnig hlaut 12 mánaða dóm fyrir sinn þátt. Fékk hann umrædd efni gegnum sambönd sín í Rotterdam þar sem kaupin voru upphaflega gerð. Friðrik Þór Bjarnason hlaut átján mánaða dóm fyrir sína aðild sem fyrst og fremst fólst í að fjármagna kaupin í samvinnu við Vilhjálm og Rebekka Jóhannsdóttir var dæmd til sex mánaða fangelsis, skilorðsbundið, fyrir að hafa haft milligöngu um að sækja efnin á pósthúsið og koma þeim til skila. Petra Ingvadóttir var sýknuð af að hafa þegið fé frá Bouhlali sem hún hafði vitneskju um að væri ágóði af fíkniefnasölu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti. Dómana hlaut fólkið vegna aðildar sinnar að innflutningi á 130 grömmum af kókaíni og um þúsund stykkjum af e-töflum en viðkomandi fá öll nokkuð þunga dóma miðað við það sem gengur og gerist í málum sem þessum. Söluandvirði fíkniefnanna hér á landi hefði numið vel yfir þremur milljónum króna. Karl Filip Geirsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson fengu þyngstu dómana, alls tvö ár hvor. Karl Filip var fundinn sekur um að hafa við annan mann staðið fyrir kaupum á efnunum og lagt á ráðin um innflutninginn en hann hefur margoft komist í kast við lögin áður vegna margvíslegra brota. Sama gildir um Vilhjálm en hans þáttur var að mestu bundinn við að fjármagna fíkniefnakaupin og hugðist hann hagnast á sölu efnanna hér á landi. Aðrir sem að málinu komu fengu aðeins vægari dóma. Pétur Steinþór Gunnarsson var dæmdur til tæplega tveggja ára fangelsis en hann lagði að hluta á ráðin um innflutninginn ásamt Karli ásamt því að hafa milligöngu um að útvega efnin gegnum erlendan félaga sinn frá Marokkó, L´Houcine Bouhlali, sem einnig hlaut 12 mánaða dóm fyrir sinn þátt. Fékk hann umrædd efni gegnum sambönd sín í Rotterdam þar sem kaupin voru upphaflega gerð. Friðrik Þór Bjarnason hlaut átján mánaða dóm fyrir sína aðild sem fyrst og fremst fólst í að fjármagna kaupin í samvinnu við Vilhjálm og Rebekka Jóhannsdóttir var dæmd til sex mánaða fangelsis, skilorðsbundið, fyrir að hafa haft milligöngu um að sækja efnin á pósthúsið og koma þeim til skila. Petra Ingvadóttir var sýknuð af að hafa þegið fé frá Bouhlali sem hún hafði vitneskju um að væri ágóði af fíkniefnasölu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira